Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júlí 30, 2003
 
Auður er aftur farin að mæta í Techniska högskolan en í seinustu viku höfðu einhverjir breytt nafninu örlítið í Techniska bögskolan en bög á sænsku þýðir hommi. Okkur fannst þetta vera góð leið hjá skólanum til að sýna stuðning í Gay pride, sem byrjar í dag og stendur til sunnudags, en að öllum líkindum var nú bara um prakkarastrik að ræða.

Tengdamamma kemur á eftir og í tilefni af því ætla ég nú líklega að taka mér frí í “vinnunni” á morgun. Einnig er fyrirhugað að vera sem minnst (og minnst er núll) á föstudaginn (prófessorinn minn er sko enn í fríi!) til að við Auður getum nú rölt aðeins um og skoðað það sem er á Gay pride. Við keyptum okkur aðgangsmiða sem gildir bara inn á Pride Park (einhver almenningsgarður sem er þó örugglega afgirtur) fyrir löngu og ætlum að reyna að nýta hann. Þetta Gay pride er náttúrulega miklu stærra en á Íslandi enda soldið fleiri sem búa í Svíþjóð, meira að segja 1.6 milljón býr bara í Stokkhólmi. Þó skilst mér nú að það séu ekkert svo miklu fleiri í göngunni hérna en á Íslandi, hef bara Auðar orð fyrir því, ehhh, sem er náttúrulega alveg nóg. Allavega, með þessu Gay pride fylgir 60 síðna bæklingur og er alltaf eitthvað um að vera frá þessum morgni til sunnudagskvölds. Mér sýnist nú sem að skemmtistaðirnir nýti sér aðstöðuna soldið en ef maður er með þessa Pride Park miða þá fær maður afslátt alls staðar. Þetta er meira að segja svo rosalega mikið fyrirtæki að maður þarf að skipta miðanum sínum fyrir svona Dog tag sem er fast um úlnliðinn og í kaupbæti fær maður hrikalega flott neongult svitaband en svitaband er ábyggilega eitt það hallærislegasta sem ég veit um, þó mun ég að öllum líkindum vera með það, svona sérstakur fílíngur.


þriðjudagur, júlí 29, 2003
 
Jæja, ég átti eftir að segja það merkilegasta sem gerðist um helgina. Á laugardaginn eftir kleinubakstur og -át klippti Emelía mig alveg sjálf og alein. Ég er rosa fín:) og svo fórum við í pool allar þrjár (því hrönn var í heimsókn) til að sýna nýju klippinguna og æfa okkur. GAMAN. síðan borðuðum við á mcdonalds eftir að hafa ráfað sveavägen upp og niður í reikistefnu um hvort við tímdum að borða á Hard Rock (fyrst tímdum við því ekki og löbbuðum í áttina frá HR (vorum líka smá hræddar við stelpuna sem spurði " Ja, men ursäkta mig, vet ni var den nya Hard Rock ligger, altso inte den gamla" næstum beint fyrir utan HR) og svo tímdum við því og ákvaðum að kíkja á verðin en hættum snarlega við þegar við sáum þau). Við Emelía kíktum svo aðeins á Tip Top, Samtakabarinn hér og héldum svo heim um ellefuleytið. Á sunnudaginn klippti ég svo Emelíu og hún er líka voða fín núna, smá ójafnt svona en ekkert að ráði. Við grilluðum okkur ægilega fínan mat um kvöldið, kjúklingabringur, grænmeti og sveppir mmmm..... og tsjilluðum. Jú, þvoðum líka þvott


mánudagur, júlí 28, 2003
 
Fékk tvær nýjar myndir af Brynjari Daða, hún Sigga er nefnilega orðin asskoti dugleg á netinu eftir að hún fékk sér adsl.

Það var rétt hjá Auði að ég vil endilega segja ykkur frá búðarferðinni okkar af því að ég er svo montin af öllu nýja dótinu okkar (sem ég hef sko ekki fengið að kaupa hingað til þó ég hafi suðað!) og líka af því að ykkur náttúrulega dauðlangar að vita hvernig fór. Ástæðan fyrir því að við Auður strunsuðum í búð á föstudaginn að kaupa eldhúsáhöld var að ég fékk gjafabréf í búsáhaldabúðinni LagaMati frá vinnufélaga mínum í afmælisgjöf. Að sjálfsögðu var ég yfir mig ánægð, mér þykir afar gaman að kaupa eitthvað í búið. Búðin var sko ekki fyrir fátæka námsmanninn, maður þurfti ekkert að kíkja á verðmiðana til að sjá það því hún bar þess augljós merki um leið og maður kom inn; allt gljáandi og fallegt. Við Auður vorum búnar að ákveða að kaupa okkur pott þar sem við eigum 1L, 2L og 8L potta en engan heppilegan sósu/súpupott. Við hættum snarlega við þar sem pottarnir voru um 10 þúsund íslenskar krónur stykkið en við vorum nú bara með nótu upp á 2500 ÍSL. Fyrir þessa peninga hefðum við getað keypt eitt stykki pottlok en þurftum nú ekki á því að halda þar sem við eigum engan pott sem það passar á. Það varð því tíningur hér og þar sem varð fyrir valinu; kjöthamar sem ég hef viljað fjárfesta í í langan tíma því ég hef verið svo hrædd um að Auður drepi sig með glasinu sem hún hefur notað, afhýðara, pottalepp (hanska), og lítil skál. Þetta var svo nákvæmt hjá okkur að við þurftum bara að borga 2 SEK aukalega og allt var þetta nú soldið nauðsynlegt fyrir utan kannski skálina.


 
aaaahhh! Er flutt inn í sloppinn minn. Frábært. skil ekki hvernig fólki dettur í hug að hægt sé að vinna á rannsóknarstofu án þess að vera í slopp.

Helgin var fín og róleg, við Emelía fórum í smá verslunarleiðangur eftir vinnu á föstudag, hún vill örugglega segja frá því sjálf þar sem búðarferðir eru ekki mitt sérsvið í sambandinu. Síðan fórum við í bíó, á íslenska stuttmynd sem var sýnd hér í sambandi við Gay pride. Hún var auglýst ókeypis þannig að við vorum smá fúlar þegar myndin var ókeypis ef maður var meðlimur (sem er sjúk árátta allra sem veita einhverskonar þjónustu hér í stokkhólmi, er viss um að sænska leyniþjónustan stendur á bak við þetta allt saman til þess að fylgjast með manni) og það kostar 50 kall að vera meðlimur. Heimskulegt. Allavega, myndin var fín, hún heitir Hrein og bein og er eiginlega bara svona viðtöl við nokkra sæmilega unga homma og lesbíur um það hvernig var að "koma út" og svoleiðis og hvernig væri að vera samkynhneigður í dag. Þau voru auðvitað öll rosalega ánægð í dag, yfir sig hamingjusöm með að vera samkynhneigð þrátt fyrir að þau hefðu verið niðurbrotin þegar þau viðurkenndu það fyrst fyrir sjálfum sér og það að koma út úr skápnum var bara svona eins og að taka próf, eitthvað rosa erfitt sem maður þarf að gera en er síðan bara búið og kemur aldrei aftur. tsja.... En þetta var mjög fín mynd, allir sem var talað við voru ofsalega opnir og persónulegir, sögðu skemmtilega frá og svona.
Eftir myndina fórum við í pool og ég vann alla leikina þrjá sem við tókum. Vúhú! fyrsta skipti held ég sem þetta gerist. Svo röltum við okkur bara heim í rólegheitunum, ægilega stilltar. Emelía byrjaði auðvitað að geispa á lestarstöðinni í fruängen og stakk upp á að við færum bara að sofa. Ég hélt nú síður, klukkan var ca. 10 svo Emelía var neydd til að horfa á leiðinlega bíómynd sem ég valdi. Eins og svo oft áður tók ég einhverja mynd sem ég hélt að væri áhugaverð og "um eitthvað" en nei, hún var auðvita hundleiðinleg og frekar mikið bull.

Emelía bakaði kleinur á laugardaginn, ég snéri og sólaði mig á bikíníinu. Flugurnar voru svo skotnar í mér að ég er með ca. 10 bit á maganum. Hrönn kom svo til okkar og fékk nýbakaðar kleinur, en hún þurfti smá hughreystingu þar sem Georg fór til Íslands á laugardagsmorgun. (frh. síðar)


föstudagur, júlí 25, 2003
 
Komin ein ný mynd af Brynjari Daða.

Aftur freistuðumst við Auður til að fá okkur harðfisk á almannafæri í gær en í þetta sinn var fólk ekki lokað inni með okkur heldur var þetta á lestarstöðinni. Stuttu eftir að við vorum búnar að borða harðfiskinn settust þrír unglingspiltar á sama bekk og leyndist lyktin þeim ei. Þeir byrjuðu að tala um skrítnu lyktina sem væri hérna og voru handvissir um að þetta væri nú fiskilykt en þó grunaði þá í smá tíma líka ónýt jarðarber rétt hjá þeim. Nei, þetta var deffínetlí fiskilykt, það var þeirra lokaákvörðun. Ég var bara nokkuð ánægð með ungu kynslóðina, heimurinn mun hugsanlega ekki fara til fjandans þegar þau komast til valda :)
Ætli við verðum bara ekki að fara að borða þennan dýrindismat heima hjá okkur.


 
Í morgun þegar ég kom í vinnuna beið mín ísköld kólaflaska sem ég hafði keypt í gær en ekki haft list á því hún var við herbergishita (sem er í augnablikinu um og yfir 25 gráðum, helvítis útlönd). Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að fá mér kalda og svalandi kók eða hið venjubundna morgunkaffi núna áðan. Eftir stuttar vangaveltur ákvað ég að það er ekkert að því að fá sér bara bæði. Var samt smá hikandi því þau gerðu grín að mér í vinnunni á íslandi þegar ég fékk mér kók, kaffi og kaffijógúrt í morgunmat. En nú er ég semsagt með koffínskammtinn í blóðinu og til í slaginn. Það er nefnilega margt sem liggur fyrir hjá mér í dag. Fyrst ætla ég að prófa hvort fyrsta PCR hvarfið mitt hafi virkað og síðan ætla ég að fara í SU-butiken og kaupa labslopp. Hér þykir það nefnilega vera merki um tilgerðarlegan nördahátt að vera í slopp og engir sloppar fáanlegir. Fyrst hélt ég að ég hlyti nú að geta verið slopplaus, þetta ætti nú að vera einfalt; annað hvort skil ég eftir pennana, vasareikninn, skeiðklukkuna, blýantana og lyklana á skrifborðinu mínu eða á labinu og ég gæti fundið það aftur en þegar ég týndi tveimur pennum, blýpenna og lykli á tveimur vikum heimtaði ég slopp og nú verður mér loks að ósk minni. Hlakka ýkt til.


fimmtudagur, júlí 24, 2003
 
Afmælisbarn dagins

Hrönn ofurgella á afmæli í dag, er kvartaldargömul. Endilega sendið henni línu með afmælisfaðmlagi


 
Í gær eftir vinnu hittum við Hrönn fyrir utan skrifstofuna hennar og löbbuðum á ströndina sem er rétt hjá þar sem hún á heima. Þar sátum við í smástund og spiluðum eitthvað sænskt spil sem ég man ekki hvað heitir en ég vann! Vúhú. Þarna svömluðu únglingar, karlmenn með bjór, mæður með börnin sín og endur öll saman í mestu makindum og vinskap. Þegar ég var búin að vinna stelpurnar í spilinu voru þær svo fúlar að þær vildu bara fara heim en á leiðinni tókst mér að hressa þær við og við fórum í pool. Mér gekk alveg hræðilega illa, þó ég væri með nýja kjuðan minn :(
Eftir æfinguna tókum við emelía lestina heim og af því að við vorum svo svangar drógum við upp lítið box með harðfiski til að narta í. Við ummuðum og aaahuðum því harðfiskur er svo góður en þeir sem sátu í næstu sætum fitjuðu upp á nefið og færðu sig síðan. Vanþakklátu svíar!
Við lásum auðvitað Potter þegar við komum heim, Emelía er alveg að verða búin með fimm og finnst hún svo spennandi að hún er hætt að svara þegar ég reyni að tala við hana á meðan. Svo gleymdum við að stilla vekjaraklukkuna en mættum samt ekki nema hálftíma of seint í morgun.



þriðjudagur, júlí 22, 2003
 
Nú veit ég hvernig Rachel leið þegar yfirmaðurinn hennar og samtarfskona trítluðu í reykingahlé í vinnunni og ákváðu allt sem átti að gera meðan Rachel sat inni í heilnæma loftinu og var ekki inni í neinu. Þeir fáu sem ekki eru í sumarfríi hér, sitja úti og reykja, eru örugglega að ákveða hvernig þau eigi að ná nóbelsverðlaununum 2015.


 
Það er alveg magnað með þessa rigningu. Í nótt vaknaði ég mörgum sinnum vegna þess að það rigndi. Ekki minnist ég þess að hafa vaknað svona oft á Íslandi nema þegar það rigndi í útilegunum. Hérna eru droparnir hins vegar ekkert smáræði og þegar þeir lenda á einhverju verður brjálæðislegur hávaði. Sem betur fer á ég ávallt eyrnatappa.

Við fengum sko góðar fréttir í gær, við fáum heimsókn í næstu viku og getiði nú hverjir það verða! Ég held að þið munið ekkert giska á það svo ég ætla að segja ykkur það, það er tendó og stjúptengdó, sem sagt Anna Kristín og Þorvarður. Að sjálfsögðu er Þorvarður á leið á fund en Anna verður bara í skemmtiferð. Það er því ljóst að ég verð að drífa mig í að baka kleinur.

Ég var ekki búin að segja frá öllu sem Auður gaf mér í afmælisgjöf. Seinasta miðvikudag fékk ég gjöf frá Auði. Við vissum vel báðar að það var 16. júlí en við vorum soldið spenntar auk þess sem við erum nú soldið þreyttar á morgnana og hefðum sko ekkert nennt að vera að standa í pakkastússi morguninn eftir. Nokkrum dögum áður var ég búin að segja Auði að ég vissi vel hvað hún ætlaði að gefa mér, ég var nefnilega handviss um að ég fengi kjuða. Neibb, það er ekki kjuði sagði Auður og auðvitað trúði ég henni því hún er í bæði svo góð persóna og lélegur lygari. Ég var mjög sátt við það því mig langar ekki í kjuða strax, fæ mér kannski eftir svona 4 mánuði. Svo fékk ég þessa líka snilldarhugmynd að hún ætlaði að gefa mér steingerving. Þegar við komum til Stokkhólms fyrir tæpu ári fórum við nefnilega í "Naturhistoriska riksmuseet" og rakst ég þá á steingervinga til sölu. Ég varð hrikaleg heilluð af þeirri hugmynd að eiga alvöru steingerving, það er ekkert smá kúlt, og það góða við þá var að þeir kostu margir hverjir undir 10.000 íslenskum krónum. Mér var meira að segja alveg sama þó þetta væri bara steingervingur með laufblaði. Ég var svo viss um að Auður ætlaði að gefa mér steingerving að mér leið illa að eyðileggja allt fyrir henni. Auður afhendi mér kort (með rosa flottri risaeðlu sem hún teiknaði sjálf) og pinkulítinn pakka sem var harður og furðulegur í laginu; þetta var pottþétt steingervingur, afar lítill en samt steingervingur. Svo reyndist þetta bara vera steypuklumpur sem Auður hafði fundið fyrir untan húsið okkar! Ég var smá svekkt því mig langaði í steingerving og hef ég því þennan steypuklumt til sýnis. Ég fékk svo alvöru pakka, kremuð nærföt; brjóstarhaldara og tvennar naríur (G og venjulegar). Ég er afar ánægð með þá gjöf, miklu nytsamlegri en steingervingur, já eða steypuklumpur. Ég hafði víst í sí og æ verið að tala um að mig vantaði brjóstrahaldara með fyllingu en samt fattaði ég ekkert, ég fatta aldrei hvað Auður ætlar að gefa mér en mér finnst ég samt vera með mjög góðar hugmyndir. Núna er allt annað að sjá mig. Ég skil samt ekkert í strákunum í vinnunni, þeir komu ekki með nein komment í gær :)


mánudagur, júlí 21, 2003
 
Helvítis. Ég var búin að skrifa soldið, fór síðan að vinna og þegar ég kom til baka var búið að loka öllum explorer gluggunum.
Á föstudaginn, eftir vinnu, fórum við Auður í stuttbuxnaleit í bænum. Það gengur hreinlega ekki að ég sé stöðugt í sömu stuttbuxunum, sérstaklega þar sem maður svitnar oft óheyrilega mikið vegna hitans. Ég fann fína, sumarlega skyrtu og hélt þá að ég fyndi ekki stuttbuxur, að ferðin væri jinxuð. En svo var ekki, ég á ábyggilega flottustu stuttbuxur í heimi; always ultra (þunnar og þægilegar), ljósar strákasundstuttbuxur, nákvæmlega eins og ég vildi hafa þær og svo er þær Nike í þokkabót :)
Eftirá skruppum við á JoLo til að spila pool og þaðan fengum við far með kennurunum okkar á írskan bar til að horfa á 16 liða úrslit á heimsmeistaramótinu í nine-ball, sem er einn af pool leikjunum.

Það var aðeins meira að gera á laugardeginum en ég áætlaði en samt sem áður stóðst nú tímaplanið mitt. Það þurfti að sjálfsögðu að þrífa pleisið aðeins, raða örlítið hagkvæmara upp í stofunni og færa græjurnar inn í litlu kompuna til að hátalararnir gætu hangið á veggnum sitt hvoru megin við dyrnar. Í vikunni hafði ég dröslað 7 klappstólum úr vinnunni hennar Hrannar því við bjuggumst við fullt að fólki. Ég gerði tvöfalda uppskrift af karmellunni hans pabba og tókst hún þrælvel í þetta sinn þó hún hafi kannski verið í örlítið harðari kantinum (skárra en að þær séu of linar) sem gerir það bara skemmtilegra að brytja hana niður; það er bara hnífur og hamar sem duga og yfirleitt verður allt í meters fjarlægð klístrað vegna lítilla karamellubrota sem skjótast út um allt. Svo gerði ég tvær kókosbollukökur að hætti mömmu, ég bakaði nú reyndar ekki botnana enda hægt að fá rosalega góða og ódýra botna út í búð, kosta svona 120 íslenskar krónur. Við stelpurnar bjuggum til kartöflusalat og venjulegt salat fyrir alla gestina og Hrönn kom með tvenns konar pæj og ís í eftirmat. Einnig þvoði ég allan þvottinn okkar því ég ætlaði sko að vera í nýju naríunum sem Auður gaf mér. Auður mín var algjör hetja, stóð í þessu öllu saman, sópaði og valdi margra klukkustunda tónlist í tölvuna. Við fengum fleiri gesti en ég hafði þorað að vona: 5 Uppsalabúa (allir Íslendingar), 4 úr vinnunni frá mér + 4 fylgifiskar, 1 úr vinnunni frá Hrönn, djammvinkonur okkar (2 stykki) + 4 vinkonur þeirra = 20 manns. Í afmælisgjöf fékk ég Kubb, sem er sænskt útispil, úttekt í búsáhaldadeild (fer einmitt á eftir að kíkja) og blóm (fyrsta blómið okkar) ásamt svona baðsápum og einhverju. Allir grilluðu (Georg grillaði fyrir flesta) og átu mikið. Við vorum svo saddar að við steingleymdum að bera fram allt snakkið og ídýfurnar en karamellurnar voru borðaðar. Auðvitað spiluðum við Kubb, mitt lið vann, en svo var farið inn og spilað soldið á gítar; ein af Uppsalafólkinu (Þóra) tók nefnilega með gítarinn sinn og spiluðum við saman. Nokkrir fóru í bæinn og fóru seinustu gestirnir rúmlega 2. Fjórir af Uppsölungunum gistu hjá okkur, það var því kjaftað heillengi frameftir og fórum við ekki að sofa fyrr en kl. 5.

Þetta voru fínir gestir, þeir sváfu alveg til kl. 12. Við borðuðum saman en svo héldu þau á vit ævintýranna, í útilegu. Einn hinna frábæru Ikea stólanna okkar brotnaði um daginn, þ.e. bakið brotnaði af. Þessir stólar eru nefnilega svo innilega heimskulega settir saman að þeir þola ekki álagið sem verður við að halla sér örlítið að þeim. Við trítluðum okkur því í Ikea, löbbuðum alla leiðina í sólskininu og tók það 55 mínútur. Ég er greinilega soldið vandlát þegar það kemur að stólbökum og fann ég ekki neinn sem ég var yfir mig hrifin af. Hins vegar fundum við gríðarlega góðan klappstól, úr mjúku plasti svo það skiptir engu máli hvernig maður situr í honum, það er alltaf fínt. Keyptum eitt stykki klappstól því á dagskrá eru fleiri heimsóknir frá Íslandinu góða og er nauðsynlegt að allir komist við matarborðið. Við vorum ekki í stuði að ferðast til að horfa á úrslitaleikinn nine-ball og í staðinn skúraði ég alla íbúðina, það var nú gaman.


Komnar 2 nýjar myndir af Týra.


föstudagur, júlí 18, 2003
 
Enn ein mappan á myndahorninu opnuð og inniheldur hún ýmsar myndir
Svo bættist við ein mynd í gönguferðamöppuna, af okkur Auði á Esjunni.


 
Tilboðið sem við fengum á þriðjudagskvöldið varðaði billjardkjuða. Kennarinn okkar hann Henke, hringdi því vinir hans hjá prather kjuðafyrirtækinu áttu einmitt góðan kjuða sem þeir vildu endilega selja honum a góðum prís. Henke hringdi auðvitað í okkur og bauð okkur kjuðan. Við slógum til þó við séum ýkt fátækar og höfum alls ekkert ætlað að kaupa kjuða fyrr en eftir einhverja mánuði og höfum ekki efni á því. Nú á ég rosalega fínan kjuða og það er eins gott að ég fari nú að skána eitthvað í pool til að verðskulda hann.

Henke er sumsé dálítið uppáhalds núna. Hann er líka ógeðlsega góður í billjard, hann er í meistaraflokki þrátt fyrir að hann sé í hjólastól og svo er hann mjög góður kennari, mér finnst að minnsta kosti að ég hafi lært rosalega mikið á þessu námskeiði. En hjólastóllinn virðist ekki há honum neitt þegar hann er að spila, hann er alveg ferlega góður. Honum hefur meira segja verið boðið að sýna trikk á svona trikkskotamóti og það eru bara fáir í heiminum sem fá svoleiðis boð, mig minnir að hann sé eini svíinn sem hefur fengið þetta boð. Ég er alveg sannfærð um að hann er bestur í heiminum í hjólastólapool. Þegar við fórum að sækja kjuðann í gær hittum við hann á Jolo og þá fattaði ég að þar er stigi og engin sjánaleg lyfta til að komast niður í pool salin. Fór að velta fyrir mér hvernig hann kæmist eiginlega þarna niður og síðan upp aftur og á leiðinni heim tók ég eftir því hvað allt er ótrúlega óaðgengilegt fyrir fólk í hjólastól. Ég yrði nú bara öskureið ef heimurinn væri hannaður svona eins og ég væri ekki til. Allstaðar eru stigar, tröppur og háir þröskuldar. Heima hjá okkur er meira að segja 5-10 cm hæðarmunur á klósettgólfinu og gólfinu á ganginum þannig að það er ekki sjens að komast þar inn í hjólastól.
Svo skammaðist ég mín fyrir að hafa ekki hugsað út í þetta fyrr því að við höfum þekkt Henke í 2 mánuði og það eru jú fleiri en hann í hjólastól.


 
Fræga fólkið
Ég fékk rosalegar fréttir frá Þóri áðan. Hann sá víst Benedikt G. Waage í Kastljósi í gær. Það er nú reyndar ekki fyrsta skiptið sem Benedikt fer í viðtal í sjónvarpinu, enda uppátækjasamur, en í þetta sinn var hann (við annan mann sem ekki fór sögum af) að útskýra ýmsis atriði varðandi kriket og sýndi m.a. hin ýmsa búnað sem kriketspilarar þurfa að hafa og hina forlátu ullarpreysu (í ákveðnum litum) sem er orðin einkennisklæði íslenskra kriketspilara. Þeir munu í kvöld taka á móti ensku kriketliði, spila við þá miðnæturkriket og fara seinna með þá upp á Langjökul til að spila. Það eru hvorki meira né minna en tvö heimsmet sem verða sett þar því aldrei í sögunni hefur kriket áður verið spilað án raflýsingar yfir miðnóttina og ekki hefur áður verið leikið á jökli. Með þessu enska liði koma eihverjir blaðamenn (Þórir heldur að nefnt hafi verið 70 stk.) og það er víst skv. orðum G. Waage ótrúlegt hvað hróður þessara íslensku kriketliða hefur farið víða miðað við getu. Þessir ensku verða víst viku eða 10 daga á landinu og njóta gestrisni G. Waage og co.

Það er greinilegt að maður á sko ekki að snúa baki við venjulega fólkinu sem maður þekki, það er aldrei að vita nema að það verði einhvern tímann frægt :)

Ég þakka fréttaritara mínum á Íslandi, Þóri J, fyrir upplýsingarnar.


fimmtudagur, júlí 17, 2003
 
Hún Emelía allrasætust á afmæli í dag! Núna er hún tveimur árum eldri en ég, hehe. Hvet alla sem vilja styðja hana á þessum erfiða degi að senda henni koss í huganum.

Til Hamingju með afmælið, sæta, frá mér og Garage.


miðvikudagur, júlí 16, 2003
 
Ég fékk sendar tvær myndir af Týra litla, hann var nefnilega skírður seinasta sunnudag.


 
Við höfum eignast gullfisk. Eða eiginlega erum við að passa gullfisk í einn mánuð fyrir par sem er að vinna með mér en við erum ekkert vissar um að við munum skila honum. Parið er að fara til Singapor að heimsækja móðurfjölskyldu annars gullfiskaeigandans, Sue-Li, en hún er hálf-sænsk og hálf síngápúrsk. Gullfiskurinn heitir Garage, borið fram nákvæmlega eins og það er skrifað (á íslensku) og er rosa sætur. Garage nafnið kemur frá því þegar Sue-Li var lítil og var að leika sér í lego með vini sínum. Í legóinu voru ýmis hús merkt og auðvita hétu húsin þá Garage og Polike og þess háttar.

Gullfiskurinn kom í gær þegar við vorum að grilla með Hrönn og Georg heima hjá okkur á nýja fína grillinu sem Emelía fékk í afmælisgjöf. Við grilluðum svínakjöt gróflega samkvæmt einhverri verðlaunauppskrift úr öðru ókeypis dagblaðanna hér og það var bara fínt. Auðvita voru síðan grillaðir bananar með súkkulaði í eftirmat. Svo spjölluðum við og sötruðum kaffi. Nokkrum mínútum eftir að Hrönn og Georg fóru fengum við ánægjulegt tilboð símleiðis sem ég ætla ekki að segja frá fyrr en allt er komið á hreint.


þriðjudagur, júlí 15, 2003
 
Það er náttúrulega bara algjör skandall að ég hafi steingleymt að tilkynna ykkur að krónprinsessan okkar hafi átt afmæli í gær. Mér finnst nú fyrir neðan allar hellur hversu lítið var talað um það í blöðunum, einungis ein meðalstór grein en að sjálfsögðu var klukkutíma sjónvarpsþáttur um hana í gærkveldið sem ég missti því miður af. Krónprinsessan, Victoria Kóngsdóttir, var sem sagt 26 ára og er krabbi eins og ég sem þýðir auðvitað bara eitt; við Vicoria erum andlega nákvæmlega eins (eða er það ekki eins og þessi stjörnuspeki virkar!). Í eðli mínu hlýt ég því að vera prinsessa og krefst því að héðan í frá verði ég meðhöndluð sem slík! Prinsessan laglega eyddi deginum í Öland, sem "hefur sérstakan stað í hennar hjarta", í 25. skiptið. Ég skil samt ekki af hverju ég er að segja ykkur þetta, þið hljótið öll að hafa fengið fregnir af þessu í fréttunum í gær :)


mánudagur, júlí 14, 2003
 
Va lelegast brandari sem eg hef heyrt. Ónefnd útvarpskona sem hefur alltaf farid otrulega i taugarnar a mer afkynnti lag med Macy Gray med ordunum ".... Macy Gray, en hún [eitthvad, eitthvad] grey-id...." sjitt hvad er haegt ad vera ofyndin.


 
Ég tók eftir því áðan að ég hafði klúðrað örlitlu þegar ég opnaði möppuna Gönguferðir og önnur afrek, ég gleymdi víst að opna fyrir þrjár möppur sem þar eru en núna er allt komið í lag :)

Einnig opnaði ég möppurnar Útflutningspartý 17.08.02 (myndir frá Ingu, föðursystur Emelíu) og Partý í Furugrund 13.06.03 í tilefni af heimkomu okkar (myndir frá Siggu og Gilla).



 
Bátsferð
Á laugardaginn pökkuðum við Auður sængurfötunum okkar í eina ferðatösku og nokkrum flíkum ásamt venjulegum ferðaviðbótarhlutum í aðra ferðatösku. Þar með vorum við komnar með helminginn af töskunum sem við fórum með í til Íslands um daginn en í þetta sinn vorum við bara að fara í einn sólarhring í hálfgerða óvissuferð. Það sem við vissum var að við myndum hitta Anders (vinnufélaga minn) í miðbænum, taka strætó eitthvert út fyrir Stokkhólm í austurátt, hitta þar Coco (einnig vinnufélagi minn og fyrrverandi kærasta Anders), keyra að bátnum hans Anders og sigla eitthvert. Ég var með miklar áhyggjur af því að verða sjóveik þar sem ég hef tilhneigningu til að verða bílveik í bíl og lest; allt svona sem stoppar og fer aftur af stað og vaggar. Trikkið er víst (að þeirra sögn) að vera ávallt saddur, halda sig upp á dekki og horfa fram á við.
Við settum ekki seglin upp á laugardeginum heldur sigldum bara með mótornum og lögðum að hjá einhverri klöpp þar sem við grilluðum. Að þeirra ósk sungum við Auður tvö íslensk lög. Auðvitað var “Krummi svaf í klettagjá” fyrir valinu þar sem lagið er þungt og með fullt errum en einnig tókum við “Yfir kaldan eyðisand”. Ég verð nú bara að segja það að mér finnst við Auður syngja dável saman. Það var ekkert svo skrítið að sofa í bátnum þó að það sé nú kannski soldið þröngt allt þarna fyrir okkur Auði og því veit ég nú ekki alveg hvernig fer með drauminn hennar Auðar, að eignast bát. Sérstaklega var þreytandi að klöngrast í gegnum litla lúgu upp á dekk um nóttina til að pissa og það í fötu!
Á sunnudeginum sigldum við nánast allan tímann með seglunum og var Auður skipstjóri helminginn af tímanum. Mér líst alveg þrælvel á Auði sem skipstjóra, hún var afar áhugasöm og gætin og svo var svo gaman að horfa á hana því hún er svo falleg; hún var sem sagt algjör hetja. Seinni partinn fór sólin loksins að skína. Auður var (að sjálfsögðu) svo gáfuð að bera á sig sterka sólarvörn en þar sem ég var komin með soldinn lit á hendurnar þá hélt ég að ég yrði í lagi. Annað kom á daginn; ég brann vel á herðablöðunum þar sem nýji (bleiki) bolurinn minn var greinilega aðeins öðruvísi í laginu en bolurinn sem ég var í um daginn.
Á leiðinni voru hundruðir eyja sem voru allar fallegar, klappir með fullt af gróðri en þó sá maður náttúrulega aðallega trén. Á mörgum eyjunum voru sumarhús eða verslunarhús. Á sjónum sjálfum var fullt af bátum, bæði seglbátum og mótor-bátum, og var öllum heilsað sem framhjá fóru.
Mér þótti soldið skondið að það var síðan Auður sem varð örlítið sjóveik en ég var í fínasta lagi. Um leið og hún fékk hins vegar að stýra þá hvarf öll sjóveikin, hún er greinilega fæddur skipstjóri.
Okkur var síðan skotið í land á einhverri eyju og tókum við strætóinn þaðan. Við vorum örlítði hissa en himinlifandi að strætókortin okkar giltu þarna úti í rassagati (það tók klukkutíma að komast í miðbæinn) þar sem þau gilda sko ekki út á flugvöllinn (tekur 40 mín). Þegar við settumst inn á McDonald’s fundum við báðar fyrir rosalegri riðu, staðurinn gékk hreinlega upp og niður. Við héldum nú að þetta myndi lagast strax en svo var nú ekki og finn ég örlítið fyrir þessu ennþá.


 
Helgin hjá okkur var rosaleg. Á föstudaginn eftir vinnu túristuðumst við smá í stokkhólmi, skoðuðum tvær eyjur, Skeppsholmen og Kastalholmen. Á skeppsholmen voru skipasmíðastöðvar og herbúðir í gamla daga en nú er bara ein pínulítil skipasmíðastöð eftir og herinn löngu fluttur. Kastalholmen er mjög há eyja og á henni var eftirlits- og leiðsöguturn í gamla daga (held ég). Eftir þennan rúnt fengum við okkur öl og kóla á risastóru seglskipi við Skeppsholmen. Emelía varð að fara af skipinu eftir smá stund því hún var orðin sjóveik á skipi sem var bundið við bryggju á næstum sléttum sjó. Þetta var ekki góður fyrirboði því vinnufélagi Emelíu var búin að bjóða okkur í siglingu á laugardeginum. En við tökum ekkert mark á fyrirboðum og hittum Anders, vinnufélaga Emelíu og skipseiganda studvíslega klukkan 4 á laugardeginum við strætóstoppistöð í miðbænum. Við tókum strætó lengst út í eitthvað skítapleis þar sem við versluðum í matinn og hittum vinkonu Anders. Við keyrðum á rósótta bílum hennar út að bryggjunni þar sem báturinn þeirra liggur bundinn, en það er víst stórt vandamál hér að fá bryggjupláss (og skv. sænskum fjölmiðlum leysa fleiri bryggjur ekki vandamálið því ef bátaplássum fjölgar, halda enn fleiri að þeir geti eignast bát!). Þegar við vorum búin að ferja um borð allt dótið okkar og strjúka mestu köngurlóarvefina af héldum við af stað. (framhald síðar)


föstudagur, júlí 11, 2003
 
Ég er alltaf svo óskaplega spennt að opna myndamöppurnar að ég held ég opni eina í viðbót; það er reyndar stór mappa sem inniheldur þrjár möppur, Gönguferðir og önnur afrek. Ennþá eru "önnur afrek" bara þegar ég keppti í Snóker fyrir Íslands hönd í Continental Cup sem var haldinn í Reykjavík í fyrra. Ég fékk að vera í íslenska snókerlandsliðsbúningnum og allt. Búningurinn var nú samt ekki merkilegur, hann samanstóð bara af einu vesti sem var í þokkabót allt of stórt á mig enda saumað á strákana.


Annars er sólin búin að skína í allan morgun og er ég þegar búin að sóla mig í 1,5 tíma; það er svo tilvalið að lesa greinar úti í góða veðrinu. Veit ekki hvort ég á eitthvað að vera að birta þetta þar sem sólin hvarf á miðvikudaginn eftir miklar yfirlýsingar frá mér. Og ég er búin að vera á stuttbuxum og bol (eins léttklædd og ég get) alla vikuna í vinnunni og með gluggana galopna. Að sjálfsögðu halda geitungarnir að með þessu sé ég að bjóða þeim inn en þó mér sé nú ekkert allt of vel við þá þá hef ég ákveðið að hætta þessum geðveikislegu kippum og hlaupum ef þeir koma inn. Ég er jafnvel nokkuð róleg þó þeir sveimi um höfuðið á mér. Best er bara að loka augunum!



 
Grill
Í gær fékk ég afmælisgjöf, jibbí, jibbí. Hafið engar áhyggjur, þið hafið nógan tíma til að senda afmælisgjöfina mína því þetta var snemmbúin gjöf :) Og gjöfin var frá Hrönn og Georg sem hafa nú hvað besta aðgengi að okkur svo ég var soldið hissa. En Hrönn hafði sínar ástæður, þetta var nefnilega glæsilegt grill sem kemur sér einstaklega vel, sérstaklega þar sem við Auður eigum ekki grill og svo finnst okkur grillmatur ýkt góður. Síðast en ekki síst vantaði okkur grill fyrir laugardaginn 19. júlí. Við Hrönn ætlum nefnilega að halda sameiginlegt afmælispartý þar sem ég á afmæli 17. en hún ehhh alveg örugglega tuttugastaog eigum við að skjóta á fjórða, sem sagt viku á eftir mér. Anyways, þetta á að vera grillpartý. Hrönn keypti sér grill fyrir tveimur mánuðum (þegar Eurovision var) og ætlaði að koma með sitt en við Auður vorum ekki á því að það væri nóg og ætluðum líka að kaupa grill. Hrönn fannst það afar léleg hugmynd og sagði að við hefðum ekkert við grill að gera. Hún var svo andstæð hugmyndinni að við Auður urðum soldið hræddar og fannst hún vera soldið skrítin. Ég var samt sem áður staðráðin í að kaupa grill en hafði bara ekki látið verða að því og var því himinlifandi með gjöfina. Það var sem sagt góð og gild ástæða fyrir því að ég fékk gjöfina viku fyrir daginn mikla. Og hvað verðum við svo gamlar; ég verð 27 og Hrönn ekki nema 25.


fimmtudagur, júlí 10, 2003
 
I gaer forum vid og aefdum okkur i pool, enn eina ferdina. A leidinni i pool kom ekta hitabeltisskur, risastorir regndropar hlussudust nidur a götuna og gerdu mann rennblautan a örfaum minutum. Alveg otrulegt. Eftir pool forum vid Emelia a pizza hut til ad halda upp a ad eg fengi bradum utborgad og fengum goda pizzu og vonda thjonustu. Eg klaradi Harry Potter 5 thegar vid komum heim og nu hefst bid eftir naestu bok. Harry P. rular!


miðvikudagur, júlí 09, 2003
 
Í morgun talaði ég við eina skrifstofudömuna í rúman hálftíma um sjónvarpsþátt, sem var í gær, um íslenska hestinn. Það sem er merkilegt er að ég talaði sænsku allan tímann. Ég er nefnilega að reyna að æfa mig loksins þar sem mér finnst ég vera komin með meiri orðaforða og skil líka orðið það sem fólk segir við mig. Ég verð nú samt að viðurkenna það að ég var orðin soldið þreytt í lokin, það tekur smá á að vera stöðugt að leita að orðum (sérstaklega ef það eru einföld orð, þá finnst mér ég soldið vitlaus) þegar maður er að reyna að segja eitthvað smá.
Það er sól og steikjandi hiti en smá íslensk gola. Ofaná allt saman spá þeir hitabylgju í næstu viku, úfff. Ég veit nú ekki hvort ég hætti mér út meira í dag þar sem ég sat í 1,5 tíma áðan og las greinar; ég á það nefnilega til að brenna. Þetta mun reddast því við Auður og Hrönn ætlum í pool eftir vinnu, verðum að æfa og æfa til að verða góðar!

Bætti inn tveimur möppum í myndahornið: Í fjölskyldubústað Auðar á Snæfellsnesi, lok sept. 2001 og Sumarbústaðarferð í Skorradal 1996


 
Í gærdag sofnaði ég í vinnunni. Þannig er að herbergisfélagar mínir þrír eru í sumarfríi og þá er að sjálfsögðu miklu hljóðlátara á skrifstofunni okkar, þó þeir séu nú ekkert allt of fyrirferðmiklir greyin (tveir Eistar og einn kínverji). Ekki skemmir heldur fyrir svefninum að prófessorinn minn er líka í fríi, annars hefði ég ábyggilega síður lagst fram á borðið. Ég er sem sagt að reyna að leita að upplýsingum á netinu og geri því ekki annað en að lesa en því fylgir nú ekki mikil hreyfing. Þessi samblanda er hrein og bein ávísun á að ég verði hrikalega syfjuð og veit ég fá ráð við þessu ástandi, önnur en að taka smá lúr. Ef einhver er með betri hugmynd, endilega láttu heyra í þér.


mánudagur, júlí 07, 2003
 
Loksins létum við Auður verða að því að fara á Skansen, sem er víst frægt útivistarsvæði hérna. Fórum sem sagt á laugardeginum, vöknuðum snemma (klukkan 10) en fórum ekki af stað fyrr en rétt fyrir kl.14 þar sem við urðum aðeins að lesa Harry Potter. Lestarteinarnir voru rafmagnslausir frá næstu stöð við okkur að þeirri þriðju svo við urðum að taka strætó út í rassgat og svo annan þaðan niður í bæ. Við vorum heillengi með stætóunum en fengum þessa prýðis útsýnisferð. Reyndar horfði ég ekki svo mikið út þar sem ég hafði auga á þeim sem ég sat við hliðiná. Þetta var soldið subbulegur, gamall kall sem lyktaði smá af áfengi og byrjaði strax á því að spyrja mig af hverju ég gæti ekki sest annars staðar þar sem væru laus sæti. Til að fá kallinn til að þegja sagði ég honum að slappa af (á íslensku). Hann skildi mig ekki og spurðu hvað ég hefði sagt. Ég svaraði auðvitað á sama máta, afar rólega: "Ég sagði þér að slappa af" og við það þagnaði hann. Reyndar reyndi hann að spyrja mig af og til hvort ég væri hérna í fríi en ég ignoraði hann algjörlega, það er stundum einfaldast með svona fólk í samgöngutækjum.
Allavega, fórum með ferju frá miðbænum (Slussen) til eyju sem heitir Djurgården og tók það innan við 10 mínútur enda ekki löng vegalengd. Á Djurgården kennir ýmissa grasa, þar er tívolí, sjávardýragarður, Líffræðisafn, safnið með hinu fræga Vasaskipi, þessi Skansen og margt fleira. Og við sem héldum að Skansen væri risastór svæði sem innihéldi allt þetta, þar með leiðréttist það hjá okkur. Við röltum aðeins um eyjuna (hún er alveg ofsalega falleg) í mjög fínu veðri og mössuðum svo safnið með Vasaskipinu. Þetta safn er rosalega flott, vel gert, vel uppbyggt og mjög áhugavert. Þeir segja að þetta skip sé eitt það frægasta í heiminum en við höfðum samt aldrei heyrt um það áður en við komum hingað til Svíþjóðar. Reyndar var Titanic eina skipið sem ég gat nefnt svo ég er ekkert smá stolt núna að hafa tvöfaldað skipanafnakunnáttuna.
Til að fræða ykkur örlítið um þetta Vasaskip, þá var það sænsk stríðsskip af stærstu gerð sem sökk 1628 í jómfrúarferð sinni hér í höfninni í Stokkhólmi. Skipið var greinilega ekki nógu vel byggt því smá vindkviða varð til þess að það flæddi sjór inn um neðri fallbyssulúgurnar sem varð til þess að það sökk. Þetta var að sjálfsögðu ægilegur skandall fyrir Svía en þeir hafa samt heldur betur náð að græða á þessu skipi því 1954 fannst það aftur á hafsbotninum, að mestu heillegt, og var híft upp soldið síðar. Vasasafnið er mest sótta safnið á Norðurlöndunum.


 
Úff, þetta er búin að vera erfið helgi! Höfum legid upp í sófa, upp í rúmi, úti á "verönd" að lesa Harry. Ég er komin vel á veg með númer fimm, Emelía er að lesa númer fjögur með mjög gagnrýnum augum. Reyndar fórum við í smá túristaferð á laugardagseftirmiðdag, sigldum til Djurgården þar sem er tivolí og garðar og söfn og svona. Við fórum á Vasa safnið þar sem 400 ára gamalt skip sem sökk í höfninni hér í jómfrúarferð sinni. Því var lyft upp af 30 m dýpi f. ca. 40 árum. Það var rosalega gaman að sjá það.
Í kvöld er svo pool kúrsinn okkar, við vorum duglegar að æfa okkur i síðustu viku og því vona ég að ég verði skárri í kvöld en síðast.


föstudagur, júlí 04, 2003
 
Nú er ég búin að bæta inn myndum á fullt af stöðum enda skannaði ég ógrynni af myndum hjá pabba í Íslandsferðinni.

Í Útilegur og sumarbústaðaferðir hef ég bætt eftirfarandi:
4 myndum í Sumarfrí á Vestfjörðum 1996
4 myndum í Þjórsárdalur 1998
3 myndum í Verslunarmannahelgin 1999, í Langadal að mig minnir

Svo í Feit Partý hef ég bætt við
5 myndum í Afmælispartý Emelíu 20.07.02
möppu sem heitir Afmæli Þórarins stærðfræðikennara 10.05.96
möppu sem heitir Afmæli Emelíu 1996
möppu sem heitir Afmæli Emelíu 1998
möppu sem heitir Surprise partý á afmæli Auðar 15.09.01

Þetta ætti að vera nóg af myndum í bili.


 
Vá hvað bandaríkjamenn geta verið vitlausir. Skil ekki hvernig það stenst að maður hefur hitt fullt af ágætisfólki frá bandaríkjunum en samt er meirihluti þar sem kýs rebúblikana og George Bush. Og viljið þið hægri menn útskýra fyrir mér af hverju það eru alltaf hægri menn (repúblikanar, Árni Jónsen) sem berjast á móti réttindum samkynhneigðra þegar þeir þykjast styðja minni afskipti ríkisins af einstaklingnum. Hvernig kemur þetta heim og saman? Á meðan önnur vestræn lönd færa sig hægt í áttina að því að líta á okkur sem jafnmikilvæga einstaklinga og gagnkynhneigða, keyra hinir ofurhægrisinnuðu bandaríkjamenn á fullri ferð í hina áttina.

Það liggur fyrir bandaríska þinginu frumvarp um "amendment" við stjórnarskránna þar í landi að fólk af sama kyni geti ekki staðfest hjúskap sinn. Viðbót við stjórnarskránna, ekki bara lög. Fyrir eru alríkislög sem segja að eingöngu ein kona og einn karlmaður geti gengið í lagalegt hjónaband. Það sem þeirra kæri forseti, frelsissinnaður og réttlátur, hefur um málið að segja er "I don't know if it's necessary yet"!

Þetta frumvarp kemur í framhaldi af því að hæstiréttur bandaríkanna (Supreame court) úrskurðaði að lög Texasríkis um samkynhneigða hegðun stæðust ekki lög landsins og yfirvöldum í Texas hefði því verið óheimilt að fangelsa tvo menn árið 1998 sem stunduðu kynlíf heima hjá sér þegar lögreglan réðst þar inn eftir gabb-neyðarsímtal.

Sem betur fer þarf 2/3 þingmanna og 3/4 ríkjanna að samþykja frumvarpið til að það taki gildi. Það sama gildir þá ef það verður samþykkt, það þarf 2/3 til að taka þessa klausu út úr stjórnarskránni þeirra.

Og vinir mínir á rás tvö voru að fræða mig um að í dag er 4. júli, þjóðhátíðardagur bandaríkjanna.


 
Er búin að setja inn fleiri barnamyndir: 3 myndir hjá Týra, 10 myndir hjá Brynjari Daða og svo 4 myndir hjá Unni Maríu en sú mappa er glæný enda er hægt að sjá fullt af myndum af Unni Maríu á heimasíðunni hennar.


 
Tekkid a thessum gaeja sem eg var ad baeta vid undir linkar. Hann er alveg frabaer, tho hann se eitthvad ad reyna ad dissa Harry Potter.


fimmtudagur, júlí 03, 2003
 
Emelia aedilsega keypti Harry Potter i gaer!!!! Eg slo Emeliu nidur i lestinni tegar vid komum heim i gaer og hljop heim med bokina, og aepti "Ég á, ég á!" alla leidina og byrgdi allar hurdir og glugga. Er komin a bls. 95. I alvorunni tha var Emelia ad baka fyrir kokukaffi i vinnunni sinni i gaerkvoldi og eg las Harry a medan, ad bls. 95. Tha var Emelia buin ad baka og eg beytti hotunum fortolum og baenum til ad reyna ad fa ad halda bokinni. Ad lokum tokst mer ad sannfaera hana um ad hun yrdi ad lesa 4 aftur adur en hun laesi nr. 5, thvi hun fell a nr. 4 testinu minu og eg byst vid ad eg geti nad ad klara Harry 5 adur en Emelia fattar ad hun tharf eiginlega bara ad lesa sidustu 150 bls af 4 aftur. Mmmmmahhhahahahhaaaa!

Var ad velta thessu fyrir mer med skammstafasykina i enskumaelandi folki. Thetta kemur dalitid heimskulega ut stundum. A fundi a thridjudaginn sagdi professorinn minn "....use GFP protein for detection..." en thad thydir ".....use Green Fluourescent Protein protein for detection.." og thegar eg var a islandi ad vinna i lyfjafradideildinni med NSAID lyf sagdi madur stundum "....the NSAID drugs.." sem thydir "....the Non Steriodal Anti-Inflammatory Drugs drugs..." Passar ekki alveg


miðvikudagur, júlí 02, 2003
 
Fyrir þau ykkar sem eru Metallica aðdáendur eða einfaldlega venjulegir hlustendur þá ætla ég að monta Mumma vin okkar (ný íslenska í gangi hjá mér, þið verðið bara að venjast því). Hann var nefnilega á Hróaskelduhátíðinni um daginn og fékk að fara baksviðs og hitta alla meðlimi Metallica. Ég er nú bara venjulegur Metallica hlustandi (get vel hlustað á lögin og fíla meira að segja nokkur) en hefði svo sem vel verið til í að fara baksviðs, bara svona til að vera með og geta montað mig. Mjög líklega hefði ég nú samt bara selt aðganskortið mitt.

Ég las í Metroinu (ókeypis lestarblaði) að sú matvara sem Svíar flytja mest út er Vodka eða samtals fyrir 40 milljarða íslenskar krónur og mest til Bandaríkjana. Mér finnst hyggilegt af Íslendingum að fara sömu leið, enda ábyggilega endalaus markaður.


þriðjudagur, júlí 01, 2003
 
Fullt ad gera i nyju vinnunni minni. Eg er doktorsnemi fra degi eitt, a strax ad byrja a morgun ad gera eitthvad sem eg ekki kann og ekki skil. Alveg eins og thad a ad vera. Reyndar fekk eg eigid skrifbord og fina tolvu med flotum (en pinulitlum) skja sem er ekki alveg doktorsnemastillinn. En eg hugga mig vid ad eg er a skitakaupi. Tad eru tvaer adrar stelpur ad byrja her hja thessum hop i doktorsnami og thaer voru badar med mer i skolanum sem eg var i i vetur.

I gaer forum vid a pool namskeidid okkar og fengum sma afall, eda eg ad minnsta kosti. Eg er ekkert buin ad aefa mig i 3 vikur og er ordin ykt leleg :( Aeltum lika ad fara aftur i kvold og reyna ad baeta okkur kannski eitthvad orlitid.