Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júlí 28, 2003
 
aaaahhh! Er flutt inn í sloppinn minn. Frábært. skil ekki hvernig fólki dettur í hug að hægt sé að vinna á rannsóknarstofu án þess að vera í slopp.

Helgin var fín og róleg, við Emelía fórum í smá verslunarleiðangur eftir vinnu á föstudag, hún vill örugglega segja frá því sjálf þar sem búðarferðir eru ekki mitt sérsvið í sambandinu. Síðan fórum við í bíó, á íslenska stuttmynd sem var sýnd hér í sambandi við Gay pride. Hún var auglýst ókeypis þannig að við vorum smá fúlar þegar myndin var ókeypis ef maður var meðlimur (sem er sjúk árátta allra sem veita einhverskonar þjónustu hér í stokkhólmi, er viss um að sænska leyniþjónustan stendur á bak við þetta allt saman til þess að fylgjast með manni) og það kostar 50 kall að vera meðlimur. Heimskulegt. Allavega, myndin var fín, hún heitir Hrein og bein og er eiginlega bara svona viðtöl við nokkra sæmilega unga homma og lesbíur um það hvernig var að "koma út" og svoleiðis og hvernig væri að vera samkynhneigður í dag. Þau voru auðvitað öll rosalega ánægð í dag, yfir sig hamingjusöm með að vera samkynhneigð þrátt fyrir að þau hefðu verið niðurbrotin þegar þau viðurkenndu það fyrst fyrir sjálfum sér og það að koma út úr skápnum var bara svona eins og að taka próf, eitthvað rosa erfitt sem maður þarf að gera en er síðan bara búið og kemur aldrei aftur. tsja.... En þetta var mjög fín mynd, allir sem var talað við voru ofsalega opnir og persónulegir, sögðu skemmtilega frá og svona.
Eftir myndina fórum við í pool og ég vann alla leikina þrjá sem við tókum. Vúhú! fyrsta skipti held ég sem þetta gerist. Svo röltum við okkur bara heim í rólegheitunum, ægilega stilltar. Emelía byrjaði auðvitað að geispa á lestarstöðinni í fruängen og stakk upp á að við færum bara að sofa. Ég hélt nú síður, klukkan var ca. 10 svo Emelía var neydd til að horfa á leiðinlega bíómynd sem ég valdi. Eins og svo oft áður tók ég einhverja mynd sem ég hélt að væri áhugaverð og "um eitthvað" en nei, hún var auðvita hundleiðinleg og frekar mikið bull.

Emelía bakaði kleinur á laugardaginn, ég snéri og sólaði mig á bikíníinu. Flugurnar voru svo skotnar í mér að ég er með ca. 10 bit á maganum. Hrönn kom svo til okkar og fékk nýbakaðar kleinur, en hún þurfti smá hughreystingu þar sem Georg fór til Íslands á laugardagsmorgun. (frh. síðar)