Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júlí 30, 2003
 
Auður er aftur farin að mæta í Techniska högskolan en í seinustu viku höfðu einhverjir breytt nafninu örlítið í Techniska bögskolan en bög á sænsku þýðir hommi. Okkur fannst þetta vera góð leið hjá skólanum til að sýna stuðning í Gay pride, sem byrjar í dag og stendur til sunnudags, en að öllum líkindum var nú bara um prakkarastrik að ræða.

Tengdamamma kemur á eftir og í tilefni af því ætla ég nú líklega að taka mér frí í “vinnunni” á morgun. Einnig er fyrirhugað að vera sem minnst (og minnst er núll) á föstudaginn (prófessorinn minn er sko enn í fríi!) til að við Auður getum nú rölt aðeins um og skoðað það sem er á Gay pride. Við keyptum okkur aðgangsmiða sem gildir bara inn á Pride Park (einhver almenningsgarður sem er þó örugglega afgirtur) fyrir löngu og ætlum að reyna að nýta hann. Þetta Gay pride er náttúrulega miklu stærra en á Íslandi enda soldið fleiri sem búa í Svíþjóð, meira að segja 1.6 milljón býr bara í Stokkhólmi. Þó skilst mér nú að það séu ekkert svo miklu fleiri í göngunni hérna en á Íslandi, hef bara Auðar orð fyrir því, ehhh, sem er náttúrulega alveg nóg. Allavega, með þessu Gay pride fylgir 60 síðna bæklingur og er alltaf eitthvað um að vera frá þessum morgni til sunnudagskvölds. Mér sýnist nú sem að skemmtistaðirnir nýti sér aðstöðuna soldið en ef maður er með þessa Pride Park miða þá fær maður afslátt alls staðar. Þetta er meira að segja svo rosalega mikið fyrirtæki að maður þarf að skipta miðanum sínum fyrir svona Dog tag sem er fast um úlnliðinn og í kaupbæti fær maður hrikalega flott neongult svitaband en svitaband er ábyggilega eitt það hallærislegasta sem ég veit um, þó mun ég að öllum líkindum vera með það, svona sérstakur fílíngur.