Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júlí 22, 2003
 
Það er alveg magnað með þessa rigningu. Í nótt vaknaði ég mörgum sinnum vegna þess að það rigndi. Ekki minnist ég þess að hafa vaknað svona oft á Íslandi nema þegar það rigndi í útilegunum. Hérna eru droparnir hins vegar ekkert smáræði og þegar þeir lenda á einhverju verður brjálæðislegur hávaði. Sem betur fer á ég ávallt eyrnatappa.

Við fengum sko góðar fréttir í gær, við fáum heimsókn í næstu viku og getiði nú hverjir það verða! Ég held að þið munið ekkert giska á það svo ég ætla að segja ykkur það, það er tendó og stjúptengdó, sem sagt Anna Kristín og Þorvarður. Að sjálfsögðu er Þorvarður á leið á fund en Anna verður bara í skemmtiferð. Það er því ljóst að ég verð að drífa mig í að baka kleinur.

Ég var ekki búin að segja frá öllu sem Auður gaf mér í afmælisgjöf. Seinasta miðvikudag fékk ég gjöf frá Auði. Við vissum vel báðar að það var 16. júlí en við vorum soldið spenntar auk þess sem við erum nú soldið þreyttar á morgnana og hefðum sko ekkert nennt að vera að standa í pakkastússi morguninn eftir. Nokkrum dögum áður var ég búin að segja Auði að ég vissi vel hvað hún ætlaði að gefa mér, ég var nefnilega handviss um að ég fengi kjuða. Neibb, það er ekki kjuði sagði Auður og auðvitað trúði ég henni því hún er í bæði svo góð persóna og lélegur lygari. Ég var mjög sátt við það því mig langar ekki í kjuða strax, fæ mér kannski eftir svona 4 mánuði. Svo fékk ég þessa líka snilldarhugmynd að hún ætlaði að gefa mér steingerving. Þegar við komum til Stokkhólms fyrir tæpu ári fórum við nefnilega í "Naturhistoriska riksmuseet" og rakst ég þá á steingervinga til sölu. Ég varð hrikaleg heilluð af þeirri hugmynd að eiga alvöru steingerving, það er ekkert smá kúlt, og það góða við þá var að þeir kostu margir hverjir undir 10.000 íslenskum krónum. Mér var meira að segja alveg sama þó þetta væri bara steingervingur með laufblaði. Ég var svo viss um að Auður ætlaði að gefa mér steingerving að mér leið illa að eyðileggja allt fyrir henni. Auður afhendi mér kort (með rosa flottri risaeðlu sem hún teiknaði sjálf) og pinkulítinn pakka sem var harður og furðulegur í laginu; þetta var pottþétt steingervingur, afar lítill en samt steingervingur. Svo reyndist þetta bara vera steypuklumpur sem Auður hafði fundið fyrir untan húsið okkar! Ég var smá svekkt því mig langaði í steingerving og hef ég því þennan steypuklumt til sýnis. Ég fékk svo alvöru pakka, kremuð nærföt; brjóstarhaldara og tvennar naríur (G og venjulegar). Ég er afar ánægð með þá gjöf, miklu nytsamlegri en steingervingur, já eða steypuklumpur. Ég hafði víst í sí og æ verið að tala um að mig vantaði brjóstrahaldara með fyllingu en samt fattaði ég ekkert, ég fatta aldrei hvað Auður ætlar að gefa mér en mér finnst ég samt vera með mjög góðar hugmyndir. Núna er allt annað að sjá mig. Ég skil samt ekkert í strákunum í vinnunni, þeir komu ekki með nein komment í gær :)