Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, júlí 15, 2003
Það er náttúrulega bara algjör skandall að ég hafi steingleymt að tilkynna ykkur að krónprinsessan okkar hafi átt afmæli í gær. Mér finnst nú fyrir neðan allar hellur hversu lítið var talað um það í blöðunum, einungis ein meðalstór grein en að sjálfsögðu var klukkutíma sjónvarpsþáttur um hana í gærkveldið sem ég missti því miður af. Krónprinsessan, Victoria Kóngsdóttir, var sem sagt 26 ára og er krabbi eins og ég sem þýðir auðvitað bara eitt; við Vicoria erum andlega nákvæmlega eins (eða er það ekki eins og þessi stjörnuspeki virkar!). Í eðli mínu hlýt ég því að vera prinsessa og krefst því að héðan í frá verði ég meðhöndluð sem slík! Prinsessan laglega eyddi deginum í Öland, sem "hefur sérstakan stað í hennar hjarta", í 25. skiptið. Ég skil samt ekki af hverju ég er að segja ykkur þetta, þið hljótið öll að hafa fengið fregnir af þessu í fréttunum í gær :) |