Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júlí 28, 2003
 
Fékk tvær nýjar myndir af Brynjari Daða, hún Sigga er nefnilega orðin asskoti dugleg á netinu eftir að hún fékk sér adsl.

Það var rétt hjá Auði að ég vil endilega segja ykkur frá búðarferðinni okkar af því að ég er svo montin af öllu nýja dótinu okkar (sem ég hef sko ekki fengið að kaupa hingað til þó ég hafi suðað!) og líka af því að ykkur náttúrulega dauðlangar að vita hvernig fór. Ástæðan fyrir því að við Auður strunsuðum í búð á föstudaginn að kaupa eldhúsáhöld var að ég fékk gjafabréf í búsáhaldabúðinni LagaMati frá vinnufélaga mínum í afmælisgjöf. Að sjálfsögðu var ég yfir mig ánægð, mér þykir afar gaman að kaupa eitthvað í búið. Búðin var sko ekki fyrir fátæka námsmanninn, maður þurfti ekkert að kíkja á verðmiðana til að sjá það því hún bar þess augljós merki um leið og maður kom inn; allt gljáandi og fallegt. Við Auður vorum búnar að ákveða að kaupa okkur pott þar sem við eigum 1L, 2L og 8L potta en engan heppilegan sósu/súpupott. Við hættum snarlega við þar sem pottarnir voru um 10 þúsund íslenskar krónur stykkið en við vorum nú bara með nótu upp á 2500 ÍSL. Fyrir þessa peninga hefðum við getað keypt eitt stykki pottlok en þurftum nú ekki á því að halda þar sem við eigum engan pott sem það passar á. Það varð því tíningur hér og þar sem varð fyrir valinu; kjöthamar sem ég hef viljað fjárfesta í í langan tíma því ég hef verið svo hrædd um að Auður drepi sig með glasinu sem hún hefur notað, afhýðara, pottalepp (hanska), og lítil skál. Þetta var svo nákvæmt hjá okkur að við þurftum bara að borga 2 SEK aukalega og allt var þetta nú soldið nauðsynlegt fyrir utan kannski skálina.