Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 18, 2003
 
Fræga fólkið
Ég fékk rosalegar fréttir frá Þóri áðan. Hann sá víst Benedikt G. Waage í Kastljósi í gær. Það er nú reyndar ekki fyrsta skiptið sem Benedikt fer í viðtal í sjónvarpinu, enda uppátækjasamur, en í þetta sinn var hann (við annan mann sem ekki fór sögum af) að útskýra ýmsis atriði varðandi kriket og sýndi m.a. hin ýmsa búnað sem kriketspilarar þurfa að hafa og hina forlátu ullarpreysu (í ákveðnum litum) sem er orðin einkennisklæði íslenskra kriketspilara. Þeir munu í kvöld taka á móti ensku kriketliði, spila við þá miðnæturkriket og fara seinna með þá upp á Langjökul til að spila. Það eru hvorki meira né minna en tvö heimsmet sem verða sett þar því aldrei í sögunni hefur kriket áður verið spilað án raflýsingar yfir miðnóttina og ekki hefur áður verið leikið á jökli. Með þessu enska liði koma eihverjir blaðamenn (Þórir heldur að nefnt hafi verið 70 stk.) og það er víst skv. orðum G. Waage ótrúlegt hvað hróður þessara íslensku kriketliða hefur farið víða miðað við getu. Þessir ensku verða víst viku eða 10 daga á landinu og njóta gestrisni G. Waage og co.

Það er greinilegt að maður á sko ekki að snúa baki við venjulega fólkinu sem maður þekki, það er aldrei að vita nema að það verði einhvern tímann frægt :)

Ég þakka fréttaritara mínum á Íslandi, Þóri J, fyrir upplýsingarnar.