Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, júlí 24, 2003
 
Í gær eftir vinnu hittum við Hrönn fyrir utan skrifstofuna hennar og löbbuðum á ströndina sem er rétt hjá þar sem hún á heima. Þar sátum við í smástund og spiluðum eitthvað sænskt spil sem ég man ekki hvað heitir en ég vann! Vúhú. Þarna svömluðu únglingar, karlmenn með bjór, mæður með börnin sín og endur öll saman í mestu makindum og vinskap. Þegar ég var búin að vinna stelpurnar í spilinu voru þær svo fúlar að þær vildu bara fara heim en á leiðinni tókst mér að hressa þær við og við fórum í pool. Mér gekk alveg hræðilega illa, þó ég væri með nýja kjuðan minn :(
Eftir æfinguna tókum við emelía lestina heim og af því að við vorum svo svangar drógum við upp lítið box með harðfiski til að narta í. Við ummuðum og aaahuðum því harðfiskur er svo góður en þeir sem sátu í næstu sætum fitjuðu upp á nefið og færðu sig síðan. Vanþakklátu svíar!
Við lásum auðvitað Potter þegar við komum heim, Emelía er alveg að verða búin með fimm og finnst hún svo spennandi að hún er hætt að svara þegar ég reyni að tala við hana á meðan. Svo gleymdum við að stilla vekjaraklukkuna en mættum samt ekki nema hálftíma of seint í morgun.