Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 11, 2003
 
Grill
Í gær fékk ég afmælisgjöf, jibbí, jibbí. Hafið engar áhyggjur, þið hafið nógan tíma til að senda afmælisgjöfina mína því þetta var snemmbúin gjöf :) Og gjöfin var frá Hrönn og Georg sem hafa nú hvað besta aðgengi að okkur svo ég var soldið hissa. En Hrönn hafði sínar ástæður, þetta var nefnilega glæsilegt grill sem kemur sér einstaklega vel, sérstaklega þar sem við Auður eigum ekki grill og svo finnst okkur grillmatur ýkt góður. Síðast en ekki síst vantaði okkur grill fyrir laugardaginn 19. júlí. Við Hrönn ætlum nefnilega að halda sameiginlegt afmælispartý þar sem ég á afmæli 17. en hún ehhh alveg örugglega tuttugastaog eigum við að skjóta á fjórða, sem sagt viku á eftir mér. Anyways, þetta á að vera grillpartý. Hrönn keypti sér grill fyrir tveimur mánuðum (þegar Eurovision var) og ætlaði að koma með sitt en við Auður vorum ekki á því að það væri nóg og ætluðum líka að kaupa grill. Hrönn fannst það afar léleg hugmynd og sagði að við hefðum ekkert við grill að gera. Hún var svo andstæð hugmyndinni að við Auður urðum soldið hræddar og fannst hún vera soldið skrítin. Ég var samt sem áður staðráðin í að kaupa grill en hafði bara ekki látið verða að því og var því himinlifandi með gjöfina. Það var sem sagt góð og gild ástæða fyrir því að ég fékk gjöfina viku fyrir daginn mikla. Og hvað verðum við svo gamlar; ég verð 27 og Hrönn ekki nema 25.