Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, júlí 14, 2003
 
Helgin hjá okkur var rosaleg. Á föstudaginn eftir vinnu túristuðumst við smá í stokkhólmi, skoðuðum tvær eyjur, Skeppsholmen og Kastalholmen. Á skeppsholmen voru skipasmíðastöðvar og herbúðir í gamla daga en nú er bara ein pínulítil skipasmíðastöð eftir og herinn löngu fluttur. Kastalholmen er mjög há eyja og á henni var eftirlits- og leiðsöguturn í gamla daga (held ég). Eftir þennan rúnt fengum við okkur öl og kóla á risastóru seglskipi við Skeppsholmen. Emelía varð að fara af skipinu eftir smá stund því hún var orðin sjóveik á skipi sem var bundið við bryggju á næstum sléttum sjó. Þetta var ekki góður fyrirboði því vinnufélagi Emelíu var búin að bjóða okkur í siglingu á laugardeginum. En við tökum ekkert mark á fyrirboðum og hittum Anders, vinnufélaga Emelíu og skipseiganda studvíslega klukkan 4 á laugardeginum við strætóstoppistöð í miðbænum. Við tókum strætó lengst út í eitthvað skítapleis þar sem við versluðum í matinn og hittum vinkonu Anders. Við keyrðum á rósótta bílum hennar út að bryggjunni þar sem báturinn þeirra liggur bundinn, en það er víst stórt vandamál hér að fá bryggjupláss (og skv. sænskum fjölmiðlum leysa fleiri bryggjur ekki vandamálið því ef bátaplássum fjölgar, halda enn fleiri að þeir geti eignast bát!). Þegar við vorum búin að ferja um borð allt dótið okkar og strjúka mestu köngurlóarvefina af héldum við af stað. (framhald síðar)