Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 25, 2003
 
Í morgun þegar ég kom í vinnuna beið mín ísköld kólaflaska sem ég hafði keypt í gær en ekki haft list á því hún var við herbergishita (sem er í augnablikinu um og yfir 25 gráðum, helvítis útlönd). Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að fá mér kalda og svalandi kók eða hið venjubundna morgunkaffi núna áðan. Eftir stuttar vangaveltur ákvað ég að það er ekkert að því að fá sér bara bæði. Var samt smá hikandi því þau gerðu grín að mér í vinnunni á íslandi þegar ég fékk mér kók, kaffi og kaffijógúrt í morgunmat. En nú er ég semsagt með koffínskammtinn í blóðinu og til í slaginn. Það er nefnilega margt sem liggur fyrir hjá mér í dag. Fyrst ætla ég að prófa hvort fyrsta PCR hvarfið mitt hafi virkað og síðan ætla ég að fara í SU-butiken og kaupa labslopp. Hér þykir það nefnilega vera merki um tilgerðarlegan nördahátt að vera í slopp og engir sloppar fáanlegir. Fyrst hélt ég að ég hlyti nú að geta verið slopplaus, þetta ætti nú að vera einfalt; annað hvort skil ég eftir pennana, vasareikninn, skeiðklukkuna, blýantana og lyklana á skrifborðinu mínu eða á labinu og ég gæti fundið það aftur en þegar ég týndi tveimur pennum, blýpenna og lykli á tveimur vikum heimtaði ég slopp og nú verður mér loks að ósk minni. Hlakka ýkt til.