Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, júlí 09, 2003
Í morgun talaði ég við eina skrifstofudömuna í rúman hálftíma um sjónvarpsþátt, sem var í gær, um íslenska hestinn. Það sem er merkilegt er að ég talaði sænsku allan tímann. Ég er nefnilega að reyna að æfa mig loksins þar sem mér finnst ég vera komin með meiri orðaforða og skil líka orðið það sem fólk segir við mig. Ég verð nú samt að viðurkenna það að ég var orðin soldið þreytt í lokin, það tekur smá á að vera stöðugt að leita að orðum (sérstaklega ef það eru einföld orð, þá finnst mér ég soldið vitlaus) þegar maður er að reyna að segja eitthvað smá. Það er sól og steikjandi hiti en smá íslensk gola. Ofaná allt saman spá þeir hitabylgju í næstu viku, úfff. Ég veit nú ekki hvort ég hætti mér út meira í dag þar sem ég sat í 1,5 tíma áðan og las greinar; ég á það nefnilega til að brenna. Þetta mun reddast því við Auður og Hrönn ætlum í pool eftir vinnu, verðum að æfa og æfa til að verða góðar! Bætti inn tveimur möppum í myndahornið: Í fjölskyldubústað Auðar á Snæfellsnesi, lok sept. 2001 og Sumarbústaðarferð í Skorradal 1996 |