Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 18, 2003
 
Tilboðið sem við fengum á þriðjudagskvöldið varðaði billjardkjuða. Kennarinn okkar hann Henke, hringdi því vinir hans hjá prather kjuðafyrirtækinu áttu einmitt góðan kjuða sem þeir vildu endilega selja honum a góðum prís. Henke hringdi auðvitað í okkur og bauð okkur kjuðan. Við slógum til þó við séum ýkt fátækar og höfum alls ekkert ætlað að kaupa kjuða fyrr en eftir einhverja mánuði og höfum ekki efni á því. Nú á ég rosalega fínan kjuða og það er eins gott að ég fari nú að skána eitthvað í pool til að verðskulda hann.

Henke er sumsé dálítið uppáhalds núna. Hann er líka ógeðlsega góður í billjard, hann er í meistaraflokki þrátt fyrir að hann sé í hjólastól og svo er hann mjög góður kennari, mér finnst að minnsta kosti að ég hafi lært rosalega mikið á þessu námskeiði. En hjólastóllinn virðist ekki há honum neitt þegar hann er að spila, hann er alveg ferlega góður. Honum hefur meira segja verið boðið að sýna trikk á svona trikkskotamóti og það eru bara fáir í heiminum sem fá svoleiðis boð, mig minnir að hann sé eini svíinn sem hefur fengið þetta boð. Ég er alveg sannfærð um að hann er bestur í heiminum í hjólastólapool. Þegar við fórum að sækja kjuðann í gær hittum við hann á Jolo og þá fattaði ég að þar er stigi og engin sjánaleg lyfta til að komast niður í pool salin. Fór að velta fyrir mér hvernig hann kæmist eiginlega þarna niður og síðan upp aftur og á leiðinni heim tók ég eftir því hvað allt er ótrúlega óaðgengilegt fyrir fólk í hjólastól. Ég yrði nú bara öskureið ef heimurinn væri hannaður svona eins og ég væri ekki til. Allstaðar eru stigar, tröppur og háir þröskuldar. Heima hjá okkur er meira að segja 5-10 cm hæðarmunur á klósettgólfinu og gólfinu á ganginum þannig að það er ekki sjens að komast þar inn í hjólastól.
Svo skammaðist ég mín fyrir að hafa ekki hugsað út í þetta fyrr því að við höfum þekkt Henke í 2 mánuði og það eru jú fleiri en hann í hjólastól.