Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 04, 2003
 
Vá hvað bandaríkjamenn geta verið vitlausir. Skil ekki hvernig það stenst að maður hefur hitt fullt af ágætisfólki frá bandaríkjunum en samt er meirihluti þar sem kýs rebúblikana og George Bush. Og viljið þið hægri menn útskýra fyrir mér af hverju það eru alltaf hægri menn (repúblikanar, Árni Jónsen) sem berjast á móti réttindum samkynhneigðra þegar þeir þykjast styðja minni afskipti ríkisins af einstaklingnum. Hvernig kemur þetta heim og saman? Á meðan önnur vestræn lönd færa sig hægt í áttina að því að líta á okkur sem jafnmikilvæga einstaklinga og gagnkynhneigða, keyra hinir ofurhægrisinnuðu bandaríkjamenn á fullri ferð í hina áttina.

Það liggur fyrir bandaríska þinginu frumvarp um "amendment" við stjórnarskránna þar í landi að fólk af sama kyni geti ekki staðfest hjúskap sinn. Viðbót við stjórnarskránna, ekki bara lög. Fyrir eru alríkislög sem segja að eingöngu ein kona og einn karlmaður geti gengið í lagalegt hjónaband. Það sem þeirra kæri forseti, frelsissinnaður og réttlátur, hefur um málið að segja er "I don't know if it's necessary yet"!

Þetta frumvarp kemur í framhaldi af því að hæstiréttur bandaríkanna (Supreame court) úrskurðaði að lög Texasríkis um samkynhneigða hegðun stæðust ekki lög landsins og yfirvöldum í Texas hefði því verið óheimilt að fangelsa tvo menn árið 1998 sem stunduðu kynlíf heima hjá sér þegar lögreglan réðst þar inn eftir gabb-neyðarsímtal.

Sem betur fer þarf 2/3 þingmanna og 3/4 ríkjanna að samþykja frumvarpið til að það taki gildi. Það sama gildir þá ef það verður samþykkt, það þarf 2/3 til að taka þessa klausu út úr stjórnarskránni þeirra.

Og vinir mínir á rás tvö voru að fræða mig um að í dag er 4. júli, þjóðhátíðardagur bandaríkjanna.