Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júlí 16, 2003
 
Við höfum eignast gullfisk. Eða eiginlega erum við að passa gullfisk í einn mánuð fyrir par sem er að vinna með mér en við erum ekkert vissar um að við munum skila honum. Parið er að fara til Singapor að heimsækja móðurfjölskyldu annars gullfiskaeigandans, Sue-Li, en hún er hálf-sænsk og hálf síngápúrsk. Gullfiskurinn heitir Garage, borið fram nákvæmlega eins og það er skrifað (á íslensku) og er rosa sætur. Garage nafnið kemur frá því þegar Sue-Li var lítil og var að leika sér í lego með vini sínum. Í legóinu voru ýmis hús merkt og auðvita hétu húsin þá Garage og Polike og þess háttar.

Gullfiskurinn kom í gær þegar við vorum að grilla með Hrönn og Georg heima hjá okkur á nýja fína grillinu sem Emelía fékk í afmælisgjöf. Við grilluðum svínakjöt gróflega samkvæmt einhverri verðlaunauppskrift úr öðru ókeypis dagblaðanna hér og það var bara fínt. Auðvita voru síðan grillaðir bananar með súkkulaði í eftirmat. Svo spjölluðum við og sötruðum kaffi. Nokkrum mínútum eftir að Hrönn og Georg fóru fengum við ánægjulegt tilboð símleiðis sem ég ætla ekki að segja frá fyrr en allt er komið á hreint.