Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, ágúst 28, 2003
 
Fékk sendar þrjár myndir frá pabba áðan, af guðsyni okkar með nýja fótboltann sinn sem hann fékk í afmælisgjöf frá pabba.


 
Nýbúin með fyrirlesturinn. Þetta gekk nokkuð vel, reyndar alveg eins og ég var búin að vona. Lykillinn að velgengninni var meðvituð afstressun. Vanalega þegar ég held fyrirlestra þá verð ég svo hrikalega stressuð að ég byrja að svitna og kólna og verð gjörsamlega skrjáfþurr í munninum. Núna var ég því í peysu til að halda á mér hita og líka til þess að það sæist nú ekki ef líkami minn tæki upp á því að svitna og svo var ég með vatnsglas á borðinu. Það sem skipti líklega mestu máli var að ég vissi hvað ég ætlaði að segja og var búin að gera mjög fínar síður í Power Point, auk þess sem ég virkjaði öndunartækni fyrir viku. Það er þá vonandi að ég fari að sofa betur :)
Fyrir ykkur áhugasömu þá talaði ég um grein þar sem notuð var Fluorescence Correlation Spectroscopy aðferð. Ástæðan fyrir því er að ég er að byrja að vinna með kalli sem mun mæla nokkur efnanna minna með þessari aðferð.

Ég verð að sjálfsögðu að segja nokkur orð um seinasta laugardag á Íslandi, Sigga og Gilli giftu sig nefnilega. Við vorum ekki á staðnum, vorum búnar að afboða okkur fyrir mörgum mánuðum þar sem við vissum að við færum til Íslands í júní og desember og hefðum ekki efni á fleiri ferðum. Við vorum samt með fulltrúa í veislunni; Hlín og Bigga. Það sem ég veit um brúðkaupið er bara það sem brúðurin fyrrverandi hefur sagt mér á msn-inu en ég vonast til að fá ýtarlegri upplýsingar bráðlega :)
Þau virðast hafa játast hvoru öðru, allavega skunduðu þau og allir gestirni í veislu á eftir. Þetta var víst alveg frábær dagur að mati Siggu. Í veislunni voru engir leikir en nokkrar ræður, aðallega kjaftaglaðir ættingjar nýju eiginkonunnar. Einnig voru slides sýningar og systir Gísla samdi lag handa þeim sem hún söng og spilaði. Um miðnætti fóru hjónin í brúðarsvítu á hótel Esju og vöknuðu timbruð daginn eftir. Ég hef ekki hugmynd um brúðkaupsgjafirnar nema þá sem við Auður, Hlín og Biggi gáfu þeim; sósuskál með litlum píski og lítilli ausu og nýstárlega kaffikönnu (eitthvað rosaleg flott danskt merki).


miðvikudagur, ágúst 27, 2003
 
Í gær var rosalegur dagur hjá mér í vinnunni. Eg fekk rosalega góðar niðustöður sem sýndu að það sem ég er búin að dunda mér við sl. 2 mánuði hefur virkað. jei.

Við erum búnar að fá frábær fréttir, fáum fullt af heimsóknum næstu tvo mánuði. líka jei.

Annars er Emelía rosa duglega að undirbúa fyrirlesturinn sinn sem hún á að vera með á morgun og ég fæ víst að hlusta á hann í kvöld.


þriðjudagur, ágúst 26, 2003
 
Abbsakið fallegu lesendur, það er búið að vera allt of mikið að gera í vinnunni, hef bara ekki fundið tíma til að skrifa.
Núna er eitt ár og 5 dagar síðan við Auður fluttum til Svíþjóðar (fluttum 21. ágúst). Við héldum nú ekki neitt uppá það en erum ennþá afar ánægðar með flest allt.

Um helgina (að öllum líkindum 23. ágúst, man aldrei hvort það er 23. eða 24.) átti guðsonur minn hann Hilmar afmæli, til hamingju kútur! Hann varð fjögurra ára og eltist því um 2 ár á einu ári, ég sagði nefnilega í fyrra að hann væri tveggja ára. Börn eru soldið ný fyrirbæri fyrir mér en ég held að ég sé farin að vera nokkuð góð í að sjá aldur og svoleiðis. Ef þau eru ekki farin að labba þá eru þau yngri en eins árs. Ef þau eru ekki farin að tala mjög mikið þá eru þau eins til tveggja ára. Og svo sé ég heilmikinn stærðarmun á þriggja ára og tólf ára. Þetta er sem sagt allt í góðum málum hjá mér.

Um daginn fórum við Auður í stórmarkaðinn, með fallega ömmu-“shoppingvagnen” okkar, og keyptum massamikið inn til að spara fyrir heimilið. Ekkert nýtt svo sem. En þegar við komum út sáum við hundaskít sem hreyfði sig. Ég vil taka það fram að ég legg það ekki á vana minn að grandskoða allan skít sem verður á minni leið (ekki bara af því að það tæki of mikinn tíma) en ég stóðst ekki þennan skít því ég sá fyrir mér frægð og frama og að ég þyrfti aldrei að vinna framar. Ég var næstum því meira að segja reiðubúin til að taka hann upp með berum höndunum. Til þess kom þó ekki og mér til mikillar gremju reyndist þetta svo bara vera brúnn, risa snígill, án húss og þar af leiðandi alveg eins útlítandi og skítur. Ég segi nú bara: Greyið hann!


föstudagur, ágúst 22, 2003
 
I gaer atti Einsi meistari afmaeli. Til hamingu med thad, saeti. Vona ad thu hafir hamad i thig godan mat og haft thad gott.


fimmtudagur, ágúst 21, 2003
 
Við fengum næturgest frá Íslandi í gær. Það var Þorvarður, maðurinn hennar mömmu sem var á fundi hér og kíkti í heimsókn til okkar og gisti á rosa fína sófanum okkar. Við fengum líka sendan glaðning frá Bigga og Hlín í Köben, disk með myndum frá því að þau voru hér og þökkum við kærlega fyrir.

Ég var að komast að því að ég á að kenna verklegt hér í háskólanum í heilan mánuð straight (ömurlegt) og þarf þar að auki að taka verklega kúrsin sjálf til að læra hvað á að gera. ÖMÓ. þetta mun samtals taka mig 7 vikur. Sem betur fer fæ ég 20% aukalaun fyrir þetta í eitt ár :)))



miðvikudagur, ágúst 20, 2003
 
Í gær pöntuðum við flug til Ísland um jólin, soldið snemma í því en það er víst best til að fá sem ódýrast flug. Við fljúgum 16. des frá Köben og 5. jan aftur frá Íslandi sem þýðir tæpar 3 vikur, jibbbbbbí fyrir okkur og alla sem þekkja okkur. Ástæðan fyrir því að við fljúgum frá Köben er ekki bara af því að það er ódýrara í heildina (það er bara bónus) heldur af því að við ætlum að heimsækja Hlín og Bigga í leiðinni því þau ætla að vera í Köben um jólin. Það er sem sagt ódýrara fyrir okkur að taka lestina héðan til Köben, fljúga fram og til baka til Íslands og taka svo lestina aftur til Stokkhólms heldur en að fljúga beint frá Stokkhólmi til Íslands, með okkar ástkæru Flugleiðum!!! Mér finnst eins og ég sé alltaf að æsa mig yfir Flugleiðum, ég ætla bara aðeins að pústa núna :)
Flugleiðir kosta sem sagt 72 þúsund í heildina en með Iceland Express (frá Köben, þeir fljúga ekki frá Stokkhólmi) 48 þúsund og svo kostar lestin ekki meira en 18 þúsund í heildina sem gerir í mesta lagi 66 þúsund. Það þýðir 6 þúsund í jólagjafir :) Því miður getum við ekki pantað lestina nema með 3ja mánað fyrirvara, allavega ekki eins og við ætlum að gera það, vona bara að allir séu ekki svona tímanlega og við. Ég er búin að ákveða að nákvæmlega þremur mánuðum áður, að miðnætti að sjálfsögðu, mun ég stræka, muwhawhawha


mánudagur, ágúst 18, 2003
 
Um helgina vorum við ýkt duglegar. Byrjuðum á að fara á Löru Kroft í bíó eftir vinnu á föstudaginn, OMG flott gella, en svona lala mynd. Reyndar var myndin ekki nærri því eins léleg og ég bjóst við miðað við dómana sem hún hefur fengið hér í svíþjóð. Síðan fórum við í Pool (úrslit; 2-2) og svo bara heim að kúra okkur. Emelía vaknaði eldsnemma og fór í vinnuna en ég massaði uppþvott og leppaþvott á meðan. Hittumst í Fruängen og fórum í stórmarkaðinn okkar saman. Um kvöldið horfðum við á myndina Frida sem fjallar um mexíkanska listakonu og sósíalista. Mjög góð mynd um áhugaverða konu.
Á sunnudaginn reyndum við að sóla okkur aðeins en entumst ekki almennilega í því. Röltum um fruängen og slöppuðum af. Ég sá mjög áhugaverðan þátt um uppruna lífsins á jörðinni. Þar voru einhverjir karlar sem héldu að bakteríur frá mars hefðu komið hingað með loftsteini fyrir c.a. 4. milljörðum ára og þær bakteríur hefðu síðan þróast út í okkur og aðrar lífverur. Þeir virtust hafa nokkuð til síns máls, greyin. M.a. þótti þeim ótrúlegt að líf hefði kviknað á jörðinni stuttu eftir myndun hennar, en líf á jörðinni og jörðin sjálf eru vist næstum jafngömul (upp á nokkur hundruð milljón ár). Afar áhugavert. Mamma hringdi svo í gærkvöldi, gaman að heyra í henni og við fórum að sofa á næstum því skikkanlegum tíma.


föstudagur, ágúst 15, 2003
 
Nöldurhorn Auðar
"Ísland, best í heimi"

Þegar maður býr í útlöndum þá hugsar maður oft heim til fallega litla landsins síns og hvað er nú gott að búa þar, ekki bara út af öllu frábæra fólkinu sem maður þekkir heldur líka því land og þjóð eru svo öðruvísi, spennandi, skemmtileg, síbreytileg. Maður horfir út um gluggann á útlenska sumarmolluna, á 20 metra háu trén allstaðar sem skyggja á allt útsýni og muldrar í barminn “Ísland best í heimi”.
En þessi tilfinning er ekki gagnkvæm. Það er eins og um leið og maður stígur út um dyrnar á hagstofunni eftir að hafa tilkynnt að maður ætli að flytja út, afskrifi Ísland mann algjörlega og líti svo á að það gegni engum skyldum gagnvart manni frá og með þeirri mínútu. Ég á til dæmis vinkonu sem flutti ólétt út til Danmerkur með manninum sínum sem ætlaði í nám. Þau höfðu bæði búið á Íslandi mestanpart ævinnar og borgað skatt eins og aðrir í nokkur ár en þegar þau fluttu til Danmerkur misstu þau allan rétt til fæðingarorlofs frá Íslandi. Hún varð að gjöra svo vel að finna sér ólétt vinnu í Danmörku til þess að komast inn í kerfið þar (og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað eru margir vinnuveitendur sem vilja ráða óléttan útlending). Sem betur fer er hún hraust og dugleg og gat unnið á meðgöngunni þann tíma sem þurfti til að fá fæðingarorlof frá danska ríkinu. Auðvitað reyndi vinnuveitandinn hennar að svindla á henni, af því að hún er ung, útlensk kona með barn en það er önnur saga. Það sem mér finnst svo merkilegt er að enginn réttindi flytjast með manni þegar maður flytur út. Fæðingarorlof er miðað við laun í heilt ár áður en orlofið hefst og eðlilegt hefði verið að íslenska ríkið borgaði amk. þá mánuði sem foreldrarnir unnu á Íslandi á þessu viðmiðunarári.
Ég á aðra vinkonu sem flutti með mér til Svíþjóðar þegar ég byrjaði þar í námi. Hún hafði borgað sem nemur tæplega einum atvinnuleysisbótum á mánuði í skatt í tvö ár áður en hún flutti út en enginn réttindi fluttust með henni hingað og því lifði hún og vinkonan, ég, af 75 þúsund krónunum á mánuði í þrjá mánuði. Þar að auki gat þessi vinkona mín ekki fengið til baka neitt af persónuafslættinum sem hún nýtti ekki eftir að hún flutti frá Íslandi því hún var ekki að fara í nám eða að elta maka sinn sem var að fara í nám heldur elti hún “vinkonu sína”. En það snýst nú um að samkynhneigðir geti ekki skráð sig í sambúð heima og er líka önnur saga.
Þessi vinkona mín sem býr með mér hér í Svíþjóð og ég erum orðnar dálítið leiðar á því að vera bara vinkonur í augum ríkisins hér og heima, auk þess sem okkur langar eins og öðrum pörum að fagna því með ættingjum og vinum að við séum saman og ætlum að vera áfram saman. Því langar okkur að gifta okkur eða staðfesta samvist eins og það heitir víst. Við vorum búnar að velja dag (fyrir löngu, reyndar) og sjá þetta dálítið fyrir okkur, hversu stóra veislu við vildum hafa og hvernig við vildum vera klæddar og greiddar og svoleiðis. Góða fólkið á sýsluskrifstofunni var meira að segja búið að segja okkur að hægt væri að staðfesta samvist einhverstaðar annarstaðar en á sýsló á skrifstofutíma. En þetta er auðvitað of gott til að vera satt. Um leið og við fluttum frá Íslandi gleymdi það okkur. Við getum ekki staðfest samvist á íslandi þar sem hvorug okkar er búsett þar, þó við séum báðar íslenskir ríkisborgarar. Ég þarf auðvita ekki að taka fram að þetta gildir ekki fyrir heterópakk. Karl og kona sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar, og eru ekki einu sinni með íslenskt lögheimili geta trillað sér til Íslands og gift sig en ekki við. Um leið og við erum komnar útaf hagstofunni með flutningsvottorðið í hendinni missum við þennan möguleika líka. Veit ekki hver rökin eru, kannski er svo dýrt að staðfesta samvist, kannski finnst Íslandi óþarfi að létta lífið of mikið í einu fyrir íslenska homma og lesbíur, kannski finnst Íslandi að við getum þá bara gert þetta í útlandinu sem við erum í (sem er btw ekki hægt í Svíþjóð fyrr en eftir 2ja ára búsetu), skiptir ekki máli þó að allir ættingjar og flestir vinir okkar séu á Íslandi og kannski af því að Íslandi er nákvæmlega sama um okkur um leið og við hættum að borga skatt. Þá feikar það alzheimer og gleymir okkur eins og öllum öðrum Íslendingum í útlöndum.
En ég held samt að þó Ísland gleymi okkur Íslendingum í útlöndum strax þegar við veifum út um pínulítinn gluggann á flugleiðavélinni með tár á kinn gleymum við því aldrei. Þegar við veltum blindfull niður þverbrattan útlenskan stiga og fótbrjótum okkur erum við með sonnettu um fjöllin, litla stöku um sumarnóttina eða jafnvel bara lítið “Ísland best í heimi” á vörunum, jafnvel þó að við vitum að við fáum engar örorkubætur frá Íslandi.


fimmtudagur, ágúst 14, 2003
 
Ég get svo svarið það að það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni hjá mér þessa vikuna en ég hreinlega verð að segja eitthvað frá heimsókn Bigga, Hlínar og Týra.

Föstudagurinn 8. ágúst
Ég sótti litlu fjölskylduna á rútustöðina um hádegið. Mikið var nú gaman að fá loksins að sjá Týra litla. Ég var steinhissa á farangrinum sem þau voru með, hann var nánast enginn; ein ferðataska, að sjálfsögðu barnavagn (barn fylgdi) og svo tveir kassar af Carslberg (Biggi stóð auðvitað fyrir því) :) Við drifum okkur heim til að losa okkur við draslið, til að skipta á Týra og fá okkur í gogginn marenskökuna sem ég bakaði og hún smakkaðist prýðisvel. Ég var svo heppin að fá afmælisgjöf: tvo saltpillupoka (ég elska saltpillur, bara þær sem eru með akkerinu á), súpermannbol (eða súperkonubol, veit ekki muninn, þessi var allavega grænn og geðveikt töff) og svo hið ótrúlega, steingerving. Ég giskaði nú á að þetta væri steingervingur en það var bara í gríni og af því að mig langaði í. Hann er hrikalega flottur, þetta er ígulker og Biggi fann hann í sandinum í vinnunni. Ég á enn ekki til orð yfir því að Biggi hafi fundið steingerving, og ég sem fullyrti við Hlín að maður fyndi sko ekki steingervinga frekar en maður fengi eldingu í sig. Allavega ef steingervingar og eldingar haldast í hendur þá er Biggi þá tiltölulega seif.
Við gerðum ekkert merkilegt þar sem hjónakornin komu hingað um jólin og skoðuðu fullt. Hittum bara Auði í bænum og fengum okkur Pizza Hut, djöfull eru þær góðar. Afgreiðslustrákurinn varð hálf móðgaður þegar ég trítaði hann eins og 5 ára og bað hann að skrifa niður það sem ég sagði og spurði hann svo hvað hann hefði skrifað, maður lærir nú af reynslunni.


 
Lærði nýtt enskt orð áðan á planetout, "dykon" en það er e-r sem nýtur hylli meðal lesbía (dyke icon). Gott orð.

Við Emelía fórum út að borða í Fruängen í gær af því að við áttum þriggja ára afmæli, meira samt svona hugrekkisafmæli því 13. ágúst 2000 vorum við tilbúnar að segjast vera kærustur. Við fórum á veitingastað sem við köllum alltaf "Hvíta húsið í skóginum" því húsið er ja, hvítt og stendur eitt í skógi (eeeh) en veitingastaðurinn heitir eitthvað allt annað. Ég fékk rosa fínan kjúkling fylltan með rjómaosti en Emelía var ekki eins ánægð með sverðfiskinn sem hún pantaði sér. Ég fékk mér kaffi og koníak á eftir, mmmmMMMmmm og síðan fórum við bara heim að kúra. Sögulegur hlutur gerðist reyndar um kvöldið; Emelía mátaði stutt svart pils af mér og leðurstígvélin mín. Áááááááái, hún var flott.


miðvikudagur, ágúst 13, 2003
 
Við gerðum ekkert merkilegt í gær, horfðum bara á sex and the city og Första Hjälpen (e. Scrubs, ógeðslega fyndnir þættir, veit ekki hvort þeir eru sýndir heima) í sjónbartinu. Ég reyndi aðeins að laga til myndir frá heimsókn Mömmu og Þorvarðar svo ég geti farið að dúndra þeim hér inn. Þorvarður keypti sér nefnilega ægilega fína digital myndavél á meðan hann var hér og tók ósköpin öll af myndum, m.a. frá gay pride göngunni.


þriðjudagur, ágúst 12, 2003
 
Djöfull er ég orðin ógeðslega leið á þessu lúkki á blogginu okkar. Nenni samt ekki að gera neitt í því því ég veit að ég enda í einhverju veseni af því ég kann ekki neitt á þetta nördabloggdrasl. Var að skoða mjög góðar myndir frá gay pride á íslandi frá einhverjum Árna (klikka hér ef einhver hefur áhuga). Annars er ég bara á leiðinni heim eftir enn einn vel heppnaðan lab dag. Skil ekki hvað er að gerast, verð tortryggin þegar allt gengur upp. Ætla að elda Pytt i pannan sem svíar telja vera ofursænskan þjóðarrétt en er ekkert annað en afgangar steiktir á pönnu, einnig þekkt undir nafninu járnbrautarslys/flugslys og bigsí (eða pigsí eða pugs er ekki alveg vissí).


 
Jæja þá eru Biggi, Hlín og Týri farin aftur heim til sín og við erum með tár á kinn. Þetta var
alveg frábær heimsókn þó við hefðum ekki gert mikið annað en að éta, kjafta, spila og segja "gússí gússí gollí sæti týri" og annað gáfulegt við Týra litla. Hann er alveg rosalega þægur og sætur og skemmtilegur og við Emelía máttum alveg halda á honum og dúllast með hann án þess að hann færi að grenja. Hann er svo hugrakkur og stór strákur að hann þorir alveg að vera hjá okkur. Bráðum ætlar hann að koma aleinn með flugvélinni og vera í pössun í svíþjóð í marga daga :)

Við skrifum kannski ýtarlegri pistil um helstu atburði helgarinnar síðar en í bili: takk fyrir heimsóknina sæta fjölskylda og við hlökkum til að hitta ykkur næst


fimmtudagur, ágúst 07, 2003
 
Vorum duglegar í vinnunni í gær, vorum tæpa 9 tíma og nenntum því ekki að elda; keyptum bara tilbúinn kjúlla og franskar. Ég bakaði síðan hina frægu drulluköku eins og ég kalla hana en hún kallast víst marenskaka hjá flestum. Hingað til hefur mér reynst mjög erfitt að fá kökuna til að verða nógu þurra og haldast saman (og hef ég reynt ýmislegt!) en ég held virkilega að það hafi heppnast núna, loksins, á samt eftir að sjá það þegar ég set rjómann á hana á morgun. Tilefnið er auðvitað að Hlín og Biggi koma í fjögurra daga heimsókn til okkar á morgun og þarf að fita Hlín því Týri litli drekkur þessi ósköp. Ætli ég baki ekki karamellur í kvöld.


miðvikudagur, ágúst 06, 2003
 
Mummi sendi mér þennan fína link, þarna eru margar ástæður til að halda áfram að lifa :)


þriðjudagur, ágúst 05, 2003
 
Bara að láta alla vita að mamma mín á afmæli í dag. Til hamingju mamma og takk æðislega fyrir síðast. Hlökkum til að sjá þig næst :)))))


 
Þá er ég búin að bæta inn myndum úr íslandsferðinni. Fleiri eru á leiðinni. Njótið vel.


 
Sunnudagurinn
Við Auður fórum í Pride park og létum Mian Lodalen árita bókina sína sem Auður keypti og las fyrir löngu. Mian er sem sagt fræg lesbía í Svíþjóð.
Auður eldaði sitt fræga lasagna fyrir gestina áður en þeir fóru. Þessir gestir hafa verið einstaklega prúðir og þægilegir; hafa vaskað upp í gríð og erg og ekki tekið neinum sönsum um að láta það eiga sig, þau læddust meira að segja í uppvaskið þegar við Auður fórum út að djamma og á morgnana þegar við vorum sofandi. Greyin kvörtuðu yfir því að fá ekki að vaska upp á Íslandi þar sem þau eru með uppþvottavél en uppþvottaaðstaðan í edlhúsinu okkar varð líka til að þau umturnuðust. Þegar ég flutti í íbúðina okkar var ég líka rosalega heilluð af stóru vöskunum okkar, þannig að ég skil hvernig þeim leið. Ekki nóg með það þá tók Anna sig til og fór að reita illgresi í kringum stéttina okkar. Við höfum reyndar ekki tekið neitt sérstaklega eftir þessum arfa þar sem við höfum í raun engan garð en hún hætti snarlega þegar hún stakk sig á einu blómanna. Mér finnst það alls ekki ganga að fólk þurfi að koma til Svíþjóðar til að fá að vaska upp og taka til í garðinum. Ef einhver ykkar vantar aðstoð í þessum málum þá hvet ég ykkur til að hringja í Önnu Kristínu og Þorvarð.


 
Föstudagurinn
Ég fór í vinnuna í tvo tíma en hitti síðan Auði í bænum þar sem hún hafði verið á umræðum í Pride house. Drifum okkur heim til að undirbúa matinn með Önnu og Þorvarði. Við grilluðum lax í forrétt (í undrasósu sem gestirnir keyptu) og lambafilé, sem þau komu með frá Íslandi, í aðalrétt. Þetta var að sjálfsögðu rosalega gott. Ég ætlaði síðan að þeyta rjóma með ávöxtunum í eftirrétt en tókst að búa til smjör (líklega var rjóminn ekki nógu kaldur) svo ávextirnir voru bara borðaðir eintómir. Greyið Auður mín var stungin af geitungi á meðan við snæddum og varð oddurinn og hluti af búknum eftir í upphandleggnum á henni en ég bjargaði lífi hennar með því að fjarlægja þennan utanaðkomandi og óvelkomna hlut. Það er þá líklega komið á hreint að Auður er ekki með bráðaofnæmi gegn geitungum.
Við Auður fórum síðan á Dragking keppni á TipTop. Sjálf keppnin var fín (8 atriði) en hitinn þarna inni var ógeðslegur, ég hef bara aldrei svitnað svona rosalega án þess að vera í íþróttum. Það var engin vifta í salnum og við þurftum að bíða í klukkutíma eftir að keppnin byrjaði, frekar fúlt, en ég var nú líklega með besta stæðið í salnum. Atriðið sem vann var rosalega flott; stelpa sem klæddi sig upp á sviðinu og mæmaði lagið“Why” með Ann Lennox af þvílíkri innlifun. Náðum að dansa örlítið en annars var tónlistin nú ekki beint fyrir okkur.

Laugardagurinn
Fórum í Gay pride gönguna öll fjögur, eða öllu heldur horfðum við á gönguna, við stóðum á sama blettinum allan tímann. Það tók gönguna 1 klst og 15 mínútur að fara framhjá okkur og var gríðarlegur fjöldi þáttakenda úr ýmsum áttum: m.a. löggur, kennarar, feministar, s/m, klæðskiptingar og kynskiptingar, þeir sem segja já við evrunniog þeir sem segja nei við evrunni (við skiljum nú ekki beint hver tilgangur þeirra var), stuðningshópur foreldra, stuðningshópur systkina og vina, mótorhjólagengi, leðurhommar, stjórnmálaflokkar, 250 metra langur pride fáni og miklu fleira. Samtals voru yfir 80 atriði. Þetta var margt hvað fríðir hópar en eftir að hafa staðið þarna í rúman klukkutíma verð ég nú að viðurkenna að ég var dauðfegin þegar gangan endaði, ég þurfti nefnilega oft að standa á tám til að sjá eitthvað þar til ég fattaði að standa á sundboltanum sem ég greip. Á boltanum stóð “Ja til euron” og ef þetta er ekki nægileg ástæða til að kjósa já þá veit ég ekki hvað. Eftir gönguna fórum við Auður í Pride park. Þar komumst við að því að 100 þúsund manns hafði horft á gönguna (sem er þrisvar sinnum meira en á Íslandi) en einnig að það hefði verið ráðist á fólk í göngunni sjálfri, þvílíkt og annað eins! Skemmtiatriðin voru með betra lagi þennan daginn en líklega eru það nú bara við útlendingarnir sem kvörtum yfir leiðinlegum atriðum því við þekkjum ekki þessa sænsku celeba. Fram kom hin eina og sanna Samantha Fox. Hún er bresk söngkona og víst lesbía og var frægust á níunda áratugnum. Hún virðist vera mjög þekkt en ég bara hreinlega veit ekkert hver þetta er og fílaði ég ekki lögin hennar. Einnig kom fram sænska hljómsveitin Alcatraz en ég hef heyrt allavega eitt lag með þeim, reyndar án þess að hafa hugmynd um á hvern ég væri að hlusta. Þau eru svo fræg hérna í Svíþjóð að þau fengu þann heiður að búa til Gay pride lagið 2003. Skemmtilegasta atriðið var þó þegar Sertab (tyrkneska konan sem vann Júróvisjón í ár) söng sigurlagði í Júróvisjón 2003. Það var frábært að fá að heyra lagið frá vinningshafanum sjálfum og skipti engu máli þó Júrovisjón væri löngu búið. Þetta var hennar eini tilgangur á hátíðinni. Ekki má gleyma að í pissuröðinni hittum við Gilbert Baker, manninn sem bjó til regnbogafánann sem er tákn samkynhneigðra en fáninn á einmitt 25 ára afmæli í ár. Við sönnum þetta síðar fyrir ykkur (þegar við framköllum myndirnar) því Baker var heldur betur viljugur að láta mynda sig með okkur. Hann var reyndar svo hógvær (eða fyndinn) að þegar ég muldraði eitthvað við hann “photograph” og benti á okkur þá hélt hann að við værum að biðja hann um að taka mynd af okkur.


mánudagur, ágúst 04, 2003
 
Já, þá er Stockholm pride búið. Emelía er að skrifa pistil um það sem við gerðum á pride. Held að við séum sammála um að þetta hafi verið mjög skemmtileg upplifun og ég hvet alla samkynheigða (sem eru líklega ekki nema tops 3 sem lesa þetta :) til að bregða sér á stóra pride hátíð sem stendur í nokkra daga. Þó hátíðin heima sé mjög skemmtileg og takist alltaf frábærlega þá er ekkert líkt því að ganga um stórt svæði þar sem búnkar af Lellum, hommum, trönsum og einstaka streitari skemmta sér saman og horfa á sæta stráka kyssa sæta stráka og sætar stelpur leiða sætar stelpur. Á svona stórri hátíð er líka fullt af áhugaverðum fyrirlestrum, workshoppum og básum sem gaman er að skoða.
Ég held að þessi hátíð hér hafi farið afar vel fram og flestir í góðu skapi. Þó voru margir fúlir út í skipulagsnefndina fyrir að bjóða formanni moderatana að halda opnunarræðu hátíðarinnar og m.a. tvær ræðukonur hættu við sínar ræður vegna þessa. Þessi maður hefur nefnilega kosið nei við lögunum um staðfesta samvist, lögum um stjúpættleiðingar og ættleiðingar samkynhneigðra og við lögum sem áttu að leggja til að klausu um að mismunun á grundvelli kynhneigðar yrði skilgreind sem mannréttindabrot í mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Svo voru nýnasistar eitthvað óánægðir með nokkra norska homma í göngunnni á laugardag og köstuðu að þeim flöskum. Maður sem reyndi að stöðva nýnasistana varð fyrir flöskum hnefum og stígvélum og endaði á sjúkrahúsi. Hann var hins vegar hinn brattasti þegar tekið var við hann blaðaviðtal og ætlaði sko að mæta í gönguna að ári. Ég held að nýnasistarnir hafi bara verið afbrýðissamir því þessir norsku strákar voru svo rosalega sætir og vel vaxnir og alls ekki feimnir við að sýna það, þeir voru bara í bleikum sundbuxum og með bindi (mmmmmmmMMMMmmm.....).
Á sunnudagskvöldið var hefðbundin kynvillingamessa í kirkju í miðbænum og að venju stóðu ofsatrúarmenn fyrir utan með mótmælaspjöld. Löggan gerði sér lítið fyrir og trillaði þeim í burtu sem mér finnst nú reyndar að hafi verið óþarfi, þó það sé gaman að vita að löggan heldur með HBT (homo- bi- trans) fólki en ekki ofstækismönnunum. Fólk hlýtur að mega standa með mótmælaspjöld hvar sem það vill á meðan það er ekki að berja menn eða kasta í það flöskum e.þ.h. Samkynhneigðir hafa líka heyrt þetta allt margoft áður og eru ekki viðkvæm lítil blóm sem ekki ráða við að lesa eða heyra einhver leiðindi. Þeir sem hafa rangt fyrir sér eiga líka að fá að tjá sig :)



 
Fékk senda eina mynd af Týra þar sem hann er að borða graut í fyrsta skiptið. Nú eru bara 4 dagar þar til við fáum að sjá piltinn :)


sunnudagur, ágúst 03, 2003
 
Miðvikudagurinn
Auður náði í mömmu sína og löbbuðu þær eitthvað um bæinn. Eftir vinnu hitti ég Þorvarð, Önnu og Auði í bænum og við fengum okkur Pizza Hut saman. Við Auður fórum síðan á opnunarhátíð Gay pride en nýju hjónin í tangó. Það voru alls ekki eins margir inni á svæðinu og ég bjóst við, hugsanlega hafa margir verið ósáttir við að stjórnmálamaður fyrir Moderatarna átti að halda opnunarræðuna því viðkomandi hefur fellt flest stórmál á þingi sem viðkemur auknum réttindum samkynhneigðra. Ég hafði samt soldið gaman af því að hin fræga, sænska hljómsveit A-teens tók nokkur lög. Þessi hljómsveit fór hrikalega í taugarnar á mér fyrir nokkrum mánuðum, þegar ég sat atvinnulaus heima og horfði stöku sinnum á MTV, því þar fara fjögur svo fullkomin ungmenni að það er hálf ógeðslegt. Hins vegar er ég alveg hætt að æsa mig þegar ég sé þau og fannst því jafvel bara gaman að fá að berja þau augu í alvörunni.

Fimmtudagurinn
Fórum fjögur í 20 mínútna siglingu til Fjäderholmarna. Aðaleyjan er frekar lítil með veitingahúsum, leir- og myndagalleríum, glermiðju, járnsmiðju og svo er hægt að baða sig allt um kring. Ég fékk að gera leirskál (og fékk að borga fyrir) eins og litlu krakkarnir, allavega voru bara um 12 ára stelpur þarna þegar ég var. Skálin er auðvitað rosalega flott, langflottust af þeim sem stóðu í sólinni og þornuðu enda fékk ég gríðarlega mikla hjálp hjá leirlistakonunni. Því miður brenna þeir ekki skálina fyrir mann enda tekur það um 9 klst að hita hana og svo þarf hún sinn tíma að kólna. Við röltum um eyjuna til að finna góðan baðstað en allt var frekar svipað svo við plöntuðum okkur við göngustíginn í allra augsýn enda öll afskaplega falleg og flott og því engin ástæða til að fela okkur. Þarna voru að sjálfsögðu engir búningsklefar og notaði ég því Mr. Bean afbrigðaaðferð til að fara í bikiníbuxurnar mínar; ég var nefnilega í stuttbuxum en ekki síðbuxum eins og Mr. Bean en ég komst að því að þetta er allavega hægt og einnig er hægt að klæða sig í stuttbuxurnar aftur á sama hátt. Ég er alltaf jafn hissa þegar ég kemst að því að sjórinn er ekkert svo kaldur en þarna var svo fjandi grýtt að við entumst nú ekki mjög lengi, auk þess mynduðust svo miklar öldur þegar stóru skipin fóru fram hjá að maður blotnaði alveg upp á háls og átti í erfiðleikum með að standa á löppunum. Við keyptum handunninn bolla í afmælisgjöf handa Önnu, sem á afmæli 5. ágúst, og það leið ábyggilega tæpur klukkutími þar til hún tók eftir því að við vorum með pakka vafinn inn í bolinn hennar Auðar en þá fór hún líka að forvitnast.
Við Auður fórum svo í picknick með Hrönn í skóginum fyrir utan Gay Park. Við keyptum nú bara McDonald’s til að hafa þetta sem einfaldast. Við Hrönn fengum að klappa 3 metra langri slöngu sem einhver stelpa var með þarna, þetta var soldið skrítið, ekkert nema vöðvi og mun mýkra en ég hafði hugsað mér, samt kannski soldið eins og að snerta gervileður.
Um kvöldið fékk ég afmælisgjöf frá Önnu og Þorvarði; glansandi fjögurra lítra pott, þvílíkt flottan, með glerloki. Núna er eldhúsið okkar nánast fullkomið. Það er greinlegt að bloggið okkar hefur meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir því Anna hafði fengið þessa frábæru hugmynd eftir að hafa lesið að við værum í pottavandræðum.
Við Auður fórum síðan á stelpukvöld á risaskemmtistað, sá allra stærsti sem ég hef farið inn á. Við þekktum nú ekki nema 3 stelpur þarna inni en þetta var engu að síður mjög skemmtilegt því við gátum dansað við nokkur technólög. Sáum rosa flott dragking show (með hópnum Lion Kings) sem bar það fína heiti Hunky Punky Horny Porno Show en við höfðum aldrei séð dragkónga áður og vorum því soldið spenntar. Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað dragkóngur er þá er það kona sem klæðir sig upp sem karlmaður og kemur síðan fram. Þær (þeir!) eru yfirleitt með skegg til að sýnast karlmannlegri, vefja brjóstin á sér með teygjubindi til að minnka þau og setja sokkapar eða eitthvað álíka inn á nærbuxurnar (þarf líklega ekki að útskýra þennan part!). Dragkóngar eru ekki alveg þveröfugt við dragdrottningar; dragdrottningar eru mikið málaðar og öfgafullar í klæðnaði og fasa og líkjast hreinlega engum konum (enda ekki tilgangurinn) en dragkóngar eru oft einfaldlega eins og karlmenn. Það er líka ekki hægt að finna karlmanns hliðstæðu við dragdrottningar. Það sem var m.a. svo skemmtilegt við þessa sýningu var að þær bjuggu til einn dragkóng á innan við 5 mínútum svo maður sá hvað þetta er í raun lítið mál; ein þeirra kom nakin fram á sviðið og svo var hún klædd í boxer, sett sokkapar inn á, brjóstin vafin, klædd í leðurbuxur, klædd í hlýrabol, málað skegg, teygjan tekin úr svarta hárinu og þá var fæddur rokkari. Í þessu showi var ofslega falleg stelpa; ljóshærð með tvær fléttur sem náðu niður á rass (og þetta var greinilega hennar eigið hár), hávaxin, vel vaxin og með nokkuð stór brjóst, svona álíka og hún Auður mín hefur :) Ég hefði sko aldrei í lífi mínu giskað á að þessi stelpa væri í dragking showi svo þetta eru ekki alltaf bara einhverjar feitar ljótar konur.