Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
 
Ég get svo svarið það að það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni hjá mér þessa vikuna en ég hreinlega verð að segja eitthvað frá heimsókn Bigga, Hlínar og Týra.

Föstudagurinn 8. ágúst
Ég sótti litlu fjölskylduna á rútustöðina um hádegið. Mikið var nú gaman að fá loksins að sjá Týra litla. Ég var steinhissa á farangrinum sem þau voru með, hann var nánast enginn; ein ferðataska, að sjálfsögðu barnavagn (barn fylgdi) og svo tveir kassar af Carslberg (Biggi stóð auðvitað fyrir því) :) Við drifum okkur heim til að losa okkur við draslið, til að skipta á Týra og fá okkur í gogginn marenskökuna sem ég bakaði og hún smakkaðist prýðisvel. Ég var svo heppin að fá afmælisgjöf: tvo saltpillupoka (ég elska saltpillur, bara þær sem eru með akkerinu á), súpermannbol (eða súperkonubol, veit ekki muninn, þessi var allavega grænn og geðveikt töff) og svo hið ótrúlega, steingerving. Ég giskaði nú á að þetta væri steingervingur en það var bara í gríni og af því að mig langaði í. Hann er hrikalega flottur, þetta er ígulker og Biggi fann hann í sandinum í vinnunni. Ég á enn ekki til orð yfir því að Biggi hafi fundið steingerving, og ég sem fullyrti við Hlín að maður fyndi sko ekki steingervinga frekar en maður fengi eldingu í sig. Allavega ef steingervingar og eldingar haldast í hendur þá er Biggi þá tiltölulega seif.
Við gerðum ekkert merkilegt þar sem hjónakornin komu hingað um jólin og skoðuðu fullt. Hittum bara Auði í bænum og fengum okkur Pizza Hut, djöfull eru þær góðar. Afgreiðslustrákurinn varð hálf móðgaður þegar ég trítaði hann eins og 5 ára og bað hann að skrifa niður það sem ég sagði og spurði hann svo hvað hann hefði skrifað, maður lærir nú af reynslunni.