Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
 
Jæja þá eru Biggi, Hlín og Týri farin aftur heim til sín og við erum með tár á kinn. Þetta var
alveg frábær heimsókn þó við hefðum ekki gert mikið annað en að éta, kjafta, spila og segja "gússí gússí gollí sæti týri" og annað gáfulegt við Týra litla. Hann er alveg rosalega þægur og sætur og skemmtilegur og við Emelía máttum alveg halda á honum og dúllast með hann án þess að hann færi að grenja. Hann er svo hugrakkur og stór strákur að hann þorir alveg að vera hjá okkur. Bráðum ætlar hann að koma aleinn með flugvélinni og vera í pössun í svíþjóð í marga daga :)

Við skrifum kannski ýtarlegri pistil um helstu atburði helgarinnar síðar en í bili: takk fyrir heimsóknina sæta fjölskylda og við hlökkum til að hitta ykkur næst