Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Lærði nýtt enskt orð áðan á planetout, "dykon" en það er e-r sem nýtur hylli meðal lesbía (dyke icon). Gott orð. Við Emelía fórum út að borða í Fruängen í gær af því að við áttum þriggja ára afmæli, meira samt svona hugrekkisafmæli því 13. ágúst 2000 vorum við tilbúnar að segjast vera kærustur. Við fórum á veitingastað sem við köllum alltaf "Hvíta húsið í skóginum" því húsið er ja, hvítt og stendur eitt í skógi (eeeh) en veitingastaðurinn heitir eitthvað allt annað. Ég fékk rosa fínan kjúkling fylltan með rjómaosti en Emelía var ekki eins ánægð með sverðfiskinn sem hún pantaði sér. Ég fékk mér kaffi og koníak á eftir, mmmmMMMmmm og síðan fórum við bara heim að kúra. Sögulegur hlutur gerðist reyndar um kvöldið; Emelía mátaði stutt svart pils af mér og leðurstígvélin mín. Áááááááái, hún var flott. |