Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
 
Sunnudagurinn
Við Auður fórum í Pride park og létum Mian Lodalen árita bókina sína sem Auður keypti og las fyrir löngu. Mian er sem sagt fræg lesbía í Svíþjóð.
Auður eldaði sitt fræga lasagna fyrir gestina áður en þeir fóru. Þessir gestir hafa verið einstaklega prúðir og þægilegir; hafa vaskað upp í gríð og erg og ekki tekið neinum sönsum um að láta það eiga sig, þau læddust meira að segja í uppvaskið þegar við Auður fórum út að djamma og á morgnana þegar við vorum sofandi. Greyin kvörtuðu yfir því að fá ekki að vaska upp á Íslandi þar sem þau eru með uppþvottavél en uppþvottaaðstaðan í edlhúsinu okkar varð líka til að þau umturnuðust. Þegar ég flutti í íbúðina okkar var ég líka rosalega heilluð af stóru vöskunum okkar, þannig að ég skil hvernig þeim leið. Ekki nóg með það þá tók Anna sig til og fór að reita illgresi í kringum stéttina okkar. Við höfum reyndar ekki tekið neitt sérstaklega eftir þessum arfa þar sem við höfum í raun engan garð en hún hætti snarlega þegar hún stakk sig á einu blómanna. Mér finnst það alls ekki ganga að fólk þurfi að koma til Svíþjóðar til að fá að vaska upp og taka til í garðinum. Ef einhver ykkar vantar aðstoð í þessum málum þá hvet ég ykkur til að hringja í Önnu Kristínu og Þorvarð.