Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, september 05, 2003
 
Það var eins gott að ég setti eitthvað á síðuna í gær því einn af okkar dyggustu lesendum varð áhyggjufullur og hringdi í okkur til að kanna allt væri ekki í lagi. Þetta var mamma hennar Auðar og tilkynnti hún í leiðinni að þær stelpurnar (hún og ömmur hennar Auðar) væru búnar að kaupa sér miða til okkar 16. október. Ég veit að þið hin höfðuð líka gríðarlegar áhyggjur af okkur en hringduð ekki því þið hafið ekki símanúmerið okkar, en það amar sem sagt ekkert að okkur.

Ég fór í gær og keypti afmælisgjöfina handa Auði; hún á afmæli 15. sept. Ég þurfti að labba heilmikið því þetta var alveg nýtt svæði fyrir mig en algjörlega þess virði því dæmið er hrikalega flott (ég er að passa mig að gefa engar vísbendingar því Auður mun lesa þetta).

Fyrir tveimur vikum fengum við Auður senda kosningaseðla heim; við erum sem sagt gjaldgengar í kosningunum um evruna 14. sept. Okkur finnst það soldið fyndið, bara búnar að búa hérna í ár, en höfum nú hvorugar áhuga á að kjósa því við höfum nú ekki fylgst mikið með þessu og hentum því seðlunum. Það þýðir þó ekki að hún Auður mín hafi ekki margar og miklar skoðanir á þessu evrumáli, síður en svo og langt frá því, og auðvitað er ég með sömu skoðun því sannfæringarkraftur hennar er mikill (og reyndar afar auðvelt að sannfæra mig um eitthvað sem mér er sama um). Við teljum báðar að Svíar muni segja nei en það verði frekar tæpt. Ég eftirlæt Auði að tjá sig dýpra um málið.


fimmtudagur, september 04, 2003
 
Hvernig í ósköpunum gat ég gleymt því að tala um Madonnu og Britney. Atriðið þeirra á MTV var rosalega flott!!! Ég hef reyndar bara séð þennan pinkulitla part en hann er mjög flottur. Það á líka að vera hægt að sjá lengri útgáfu hérna en ég gat ekki opnað það. Og fyrir þá sem vilja sjá fryst gæðaaugnablik þá eru þau hér. Að sjálfsögðu er ég með fyrri myndina á desktopnum í vinnunni. Þessi hérna fær ennþá að prýða desktoppinn í tölvunni okkar heima.

Núna er Auður úti á landi með vinnufélögum sínum. Árlega fara þau í sumarhús og halda fyrirlestra um verkefnin sín og skemmta sér saman. Ég man nú ekki hvort þau fóru norður eða niður en ég náði því að ég þarf að elda sjálf í kvöld og svo reyna að sofna ein í myrkrinu.

Við erum byrjaðar aftur á pool stelpuæfingunum. Verðum einu sinni aðra hverja viku, 2 klst í senn og er þetta ókeypis, allt eins og seinasta vetur. Við erum náttúrulega ekki í byrjandahópnum lengur. Fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á pool þá er þessi síða mjög góð og afar skemmtileg, ekki er verra að kunna sænsku. Þar er fullt um tækni og heitum á öllu draslinu og einnig trikkskot. Það vill svo til að einn af kennurunum okkar setti hana upp, það er hann sem mundar kjuðann á síðunni.

Næstu gestir eru væntanlegir. Haukur bróðir, Sigmar frændi og Hlín kærastan hans ætla að koma til okkar í næstu viku, líklega verða þau í Stokkhólmi aðfararnótt miðvikudagsins. Ég hlakka óskaplega til. Þessir gestir ætla að stoppa almennilega lengi, í heila viku. Ég er náttúrulega búin að vera að hugsa í tvo mánuði hvað ég get eiginlega sýnt þessum ungmennum og gert með þeim í Stokkhólmi, ég helt því nefnilega fram að það væri fullt að gera hérna. Það sem er líka svo skemmtilegt við að litli bróðir sé að koma í heimsókn (þetta er bara 2. utanlandsferðin hans) er að ég veit að hann er virkilega að koma í heimsókn til mín því hann þekkir engan annan í Svíþjóð og hefur hingað til ekki sýnt minnsta áhuga á landi né þjóð (þvert á móti), þetta er því ekkert í leiðinni.
Næsti gestur verður Mummi, hann kemur 25. sept og verður í 5 daga. Svo ætla mamma hennar Auðar og ömmu að koma í október og vera 4 daga. Jibbí. Við elskum að fá gesti.


Ég ætla að drífa mig úr vinnunni og gera soldið leyndó, þ.e. kaupa soldið leyndó. Segi á morgun handa hverjum ég keypti en ekki hvað ég keypti.