Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
föstudagur, október 03, 2003
Þegar við tókum til um seinustu helgi, fyrir pinkulitla partýið okkar, þá fundum við köngulóarvef og ábúanda bak við gítarinn minn. Það er alveg satt að ég hef ekki spilað mikið undanfarið svo þetta var kærkomin áminning, enda æfði ég mig smá í gær. Og í gær fengum við frekar óvænt símtal, gsm síminn okkar hringdi. Það var ekki eins óvænt eins og að það var síðan faðir minn sem var hinu megin á línunni (sem var í raun ekki óvænt fyrir hann þar sem hann var meðvitaður um gjörðir sínar), og ég sem hafði hálftíma áður hringt heim og talað við mömmu (um soldið sem hann má ekki ennþá vita, sem sagt um afmælsgjöfina hans). Hann vildi greinlega heyra aðeins í einkadóttur sinni og dulbjó það sem að hann hefði verið að kanna hvort að hann hefði rétt símanúmer í höndunum. Ég komst allavega að því hjá honum að ef þið ætlið að hringja í okkur frá útlöndum (þ.e. utan Svíþjóðar) þá stimplið þið inn 0046-76-6466308 en ef þið eruð í Svíþjóð þá stimplið þið 076-6466308. Pabbi mun sem sagt vera með mega afmælisveislu á laugardaginn en við Auður komumst ekki sökum fátæktar en lofum að mæta í sextugsteitið :) fimmtudagur, október 02, 2003
Gvuð, ég held að ég hafi verið að fatta soldið, að Árni Jökull hennar Byddíar hafi orðið eins árs 26. sept. Allavega minnir mig að hann hafi verið fæddur mánuði á undan Byddí, eða þannig, þið skiljið. Ég óska Árna auðvitað til hamingju hvort sem þetta er rétt eður ei, hann hlýtur allavega að eiga afmæli einhvern tímann á árinu :) Já, og Þórir átti afmæli svona tuttugastaogþriðja til fimmta sept (hvenær var það aftur Þórir?). Allavega stórar kveðjur frá okkur :) Og núna í október á fullt af fólki, sem ég þekki, afmæli. Ég man ekki nákvæma dagsetningu allra en veit að pabbi er 8., afi á Vorsó er 20., Byddí er 26 en að auki eiga margir úr fjölskyldu Ingu frænku og Kötu frænku afmæli. Til hamingju fyrirfram allir. Ég hvet alla að skrá afmælisdaginn sinn hjá okkur, klikkið á linkinn hérna til vinstri. Fékk sendar myndir fyrir stuttu úr brúðkaupinu hjá Byddí og Nonna. Það munu bætast við fleiri myndir síðar, þegar ég fæ þær í hendurnar. Var sakar sin tid, eins og Svíarnir segja það. Og svo fleiri myndir, frá heimsókn Hlínar, Bigga og Týra í ágúst. I gær var ósköp tómlegt í kotinu okkar, engir gestir, bara við og köngulærnar. Við horfðum á NÝJAN friends þátt í sjónvarpinu þannig að við höfðum eitthvað til að dreifa huganum. Annars hef ég ekkert heyrt frá Mumma, hann átti langa og stranga ferð fyrir höndum (fruängen- Tcentralen-skavsta-frankfurt-stuttgart) og ég hef ekki hugmynd um hvort hann komst lífs af. Bið hann hér með að láta frá sér heyra sem fyrst. Næstu gestir eru væntanlegir eftir 2 vikur, og hlökkum við mikið til. Þangað til er bara billjarð og nýjir friends. Júhú! þriðjudagur, september 30, 2003
Ögmundur frændi minn á afmæli í dag. gjöfin mín til hans er að kalla hann ögmund en ekki dálítið annað sem ég á mjög erfitt með að venja mig af. Allir að hugsa fallega til hans og senda honum afmæliskveðju ef þið þekkið hann. Í öðrum fréttum er það helst að ég hef verið að hreinsa gömlu rannsóknarstofu hópsins míns í dag og í gær ásamt öllum hópnum. það var frekar leiðinlegt en sem betur fer stóð ég fyrir framan eiturefnaskápinn hálfan daginn í gær að þrífa og flokka og gufurnar þaðan léttu mér lífið (og styttu líklega). Önnur frétt sem kannski ekki kemur á óvart er að pósthólfið mitt nýja er fullt af pósti sem ég á eftir að svara og ég er þess vegna næstum fallin á loforðinu sem ég gaf fyrir viku :( Í kvöld ætlum við svo að kveðja gestinn okkar en hann fer í nótt áleiðis til Stuttgart. mánudagur, september 29, 2003
Auður hefur ákveðið að nú sé tími til að þið skoðið nokkrar myndir úr brúðkaupinu hjá Möggu Steinu og Hadda. Svo er hægt að kíkja inn á heimsókn Önnu Kristínar og Þorvarðar í ágúst. Við erum komnar með sænskt gsm símanúmer, 076 235 0150. Við keyptum okkur sem sagt loksins svona frelsi og á að vera hægt að nota þetta í Evrópu sem er mun betra en það sem hægt er að fá hjá Símanum á Íslandi; allavega virkaði síminn hjá Hauki bróður hvorki í Danmörku né Svíþjóð. Hins vegar er ég ekkert ofurbjartsýn að símakortið okkar virki á Íslandi þó það eigi að virka í Evrópu, það er stundum eins og Ísland sé einfaldlega ekki talið með, það er svo langt í burtu :) Þessi rokkbar, sem við fórum á á föstudaginn, var allt í lagi. Þar spilaði amerísk hlómsveit, skipuð þremur strákum sem voru ábyggilega ekki með leyfi til að drekka allan þennan bjór og hvað þá reykja ýmislegt. Við litum aldrei þessu vant út fyrir að vera prúðasta fólkið á staðnum. Með okkur í för var Gauti, frændi hans Mumma, sem vinnur hérna í Stokkhólmi í nokkra mánuði. Ætluðum að gera stóra hluti á laugardeginum, þ.e. fara í bæinn og versla eitthvað, en þar sem það var rigning þá datt niður allur áhugi. Í staðinn skruppum við bara í Fruängen centrum; auðvitað m.a. í ríkið en á meðan fór ég í ótrúlegu búðina (því Auður vill helst ekki fara einu sinni inn í búðina, svo leiðinlegt finnst henni þar) og keypti eitthvað bráðnauðsynlegt eins og þrítugasta glasið okkar (keypti kisuglas handa Auði) og tvær langar skeiðar fyrir sultur og svoleiðis. Mér finnst bara svo ógeðslega gaman að rölta í ótrúlegu búðinni og kaupi yfirleitt eitthvað, helst þó þegar Auður er ekki með í för :) Eitt af því sem var líka skemmtilegt við daginn var einmitt rigningin, það gerist nefnilega sjaldan að við munum eftir regnhlífunum okkar (og svo rignir kannski á leiðinni heim!!!) enda rignir nú ekki mjög oft hérna, allavega ekki á okkur, en núna mundum við eftir hlífunum sem gerði laugardaginn afar sérstakan. Ekki bara til að koma okkur í "múdið" heldur bara til að skemmta okkur almennt, þá horfðum við á teiknimyndina með fisknum Nemo og pabba hans (sem er kannski algjör óþarfi að benda á að er líka fiskur), alveg hreint bráðfyndin mynd, mælum öll með henni. Um kvöldið kom Gauti, frændi Mumma, í mat og eftir matinn kom Hrönn í pinkulítla Íslendingateitið okkar. Við buðum reyndar líka djammvinkonum okkar en við enduðum á að hitta þær á nýjum Gay stað. Hrönn fór heim en við hin fórum á staðinn og skemmtum okkur held ég flest ágætlega. Þetta var þó jafnvel aðeins of ný upplifun fyrir Gauta litla og erum við hræddar um að hann sé enn smá skelkaður, þó var ekkert sérstakt sem gerðist, bara venjulegur gay staður :) Djammvinkonur okkar komu heim með okkur og gistu á vindsænginni. Við reyndum að kenna þeim kana og þurftum auðvitað að útskýra allt á sænsku, sem einfaldaði ábyggilega ekkert spilið. Við tókum nú bara eitt spil og gáfumst svo upp því önnur þeirra (sú finnska) náði ekki neinu, varla einu sinni því að hjartadrottning drepur hjarta fimmu :) Þetta þýddi sem sagt að á sunnudagsmorgninum (ehh, eftir 12) skellti ég í bollur fyrir alla næturgestina. Hrönn var búin að bjóða okkur í pönnukökur, svo strax eftir bollurnar héldum við til hennar ásamt Gauta og reyndum að fylla upp í það litla pláss sem eftir var. Auðvitað fórum við svo í smá pool, sem ég held að strákarnir hafi nú ekki fílað eins vel og við. Við teljum nefnilega að strákar hafi sæmilega gaman af að keppa við stelpurnar meðan þeir vinni, en svo verði þetta frekar leiðinlegt þegar þetta snýst við :) Við horfðum á sænsku píurnar mala Nígeríu 3:0 á heimsmeistaramótinu í fótbolta og fögnuðum hverju marki. Auðvitað höldum við með Svíþjóð í öllu, nema þegar þeir keppa á móti Íslandi. |