Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, október 30, 2003
miðvikudagur, október 29, 2003
Georg Stokkhólmsbúi á afmæli í dag. Við óskum honum innilega til hamingju og þökkum fyrir ammlimatinn á sunnudaginn. Undur og stórmerki gerðust seinasta föstudag. Herbergisfélagar mínir eru þrír eistar (einn tímabundinn herbergisfélagi en varanlega kvenmaður) og einn kínverji. Annar eistanna er örlítið mislyndur (að mínu mati allavega) en var í svona líka hörkuskapi á föstudaginn að honum datt í hug að við færum nokkur úr vinnunni á bíó. Hann meira að segja ávarpaði okkur stelpurnar sem "fallegar", svo mikið var honum í mun að fá okkur með. Ég hafði nú engan áhuga á þeirra mynd og sagðist koma með ef þau færu á nýju myndina með Catharine Zeta og George Clooney. Sú varð raunin, ég fékk að ráða og varð þá auðvitað að fara, fékk meira að segja Auði með mér. Myndin var allt í lagi, mjög góðir punktar inn á milli. Eftirá var síðan rölt á krá til að fá sér öl. Við þurftum að rölta heilmikið því flestar krárnar voru stútfullar og við allt of mörg en því fjær sem maður fór frá miðbænum því meiri voru líkurnar. Ég lærði fullt af sænsku, var alltaf að spyrja um eitthvað, greinilega of mikið því Auður var farin að segja mér að hætta :) Á laugardeginum var heldur betur þvottadagur, við þvoðum 6 vélar enda áttum við enga flotta sokka orðið eftir. Svo var vinnupartý; ein (eistnesk, kemur ekki svo mikið á óvart) sem var að hætta í einum hóp í deildinni okkar og byrja í okkar hóp og það góða við þetta allt saman er að hún býr í Fruängen, skammt frá okkur. Við Auður ákváðum að vera heldur betur gáfaðar og drekkar svokallað mellanöl sem er einungis 3.5 % og fæst í venjulegum búðum, tókum meira að segja bara fjóra bjóra á mann. Það skiptir greinilega engu máli hversu háar hugmyndir maður hefur áður en maður fer í partý því þarna var skálað í eistneskum líkjör (Vana Tallin, 40%) í kampavíni sem var btw helvíti gott saman en frekar vont í sitthvoru lagi. Partýhaldarar í Stokkhólmi láta fólk vanalega hafa kort og leiðbeiningar sem eru idiotproof. Við Auður þorðum náttúrulega ekki að fara útaf leiðinni sem var búið að teikna inn á kortið (því við höfum ekki labbað í þessa átt!) og fórum þá í raun löngu leiðina sem var út okkar götu og inn næstu götu. Um nóttina á leiðinni heim datt mér því í hug að fara stuttu leiðina, sem var nokkurn veginn bara bein, og enduðum við á að þurfa að klöngrast upp bratta grasbrekku með köku í hendinni. Úlpan mín varð öll út í köku (fengum nefnilega nesti) og Auður datt í brekkunni :) Daginn eftir þegar ég fer inn í eldhús þá sé ég að það er harðfiskur út um allt borð og spyr Auði hvort það var ég eða hún sem fékk sér harðfisk. "Þú" svarar hún og þegar ég fer aftur upp í rúm finn ég krukku með harðfiskbitum í sem er einmitt týpískt fyrir mig að gera. Eftir smá stund dregur Auður svo lok undan bakinu, lokið af harðfiskdollunni og hafði hún sofið á því alla nóttina, enda var farið (hringur) sjáanlegt enn kl. 17 um kvöldið. Mynd af farinu legg ég til á myndasíðuna okkar þegar við framköllum filmuna. Versta við þennan dag var að til þess að komast til Hrannar og Georgs þá þurftum við að taka tunnelbana. Tunnelbana getur einfaldlega aldrei látið mér líða betur en áður en ég stíg í hana og skiptir þá engu máli hvernig mér leið áður. Georg bauð okkur sem sagt í afmælismat ásamt Gauta (frænda Mumma) og Kjartans vinar Gauta. Við Auður gáfum honum voða flotta skyrtu til daglegra nota og svartan stuttermabol. Auður valdi skyrtuna en það var ekki fyrr en Georg var kominn í hana sem ég varð fullkomlega sátt við hana, það er bara einfalt, Georg prýðir skyrtuna! Við fengum rosalega góðar steikur, bæði hjört og dádýr en hvorugt hafði ég smakkað fyrr. Einu villtu dýrin af þessu taki sem ég (við, leyfi ég mér að fullyrða) hef borðað eru þá þessi tvö og elgur og allt hefur Georg kynnt okkur fyrir. mánudagur, október 27, 2003
Byddí brjál átti afmæli í gær, vííííííí, og er því 27 núna. Til hamingju gamla! Á mánudaginn seinasta mölluðum við Hrönn poolbolta, þ.e. bjuggum til polymeruna sem boltinn samanstendur af. Þetta varð ekkert sérstaklega líkt poolbolta, bleikt og laust í sér en hart var það. Við ákváðum að ánafna þessu TRIQ, sem er félag sem kennararnir okkar eiga, í næsta tíma (í kvöld), vera algjörar kennarasleikjur. Við fengum reyndar það verkefni að kanna úr hverju billjardboltar væru því við mótmæltum eitthvað þegar þeir sögðu að þetta væri úr phenól, við sögðum að það hlyti að vera eitthvað meira. Fyrir þau ykkar sem viljið búa til billjardbolta þá er uppskriftin hér. Svíar eru voðalega jólalegir. Í byrjun október komu fyrstu auglýsingarnar um jólahlaðborðin og í seinustu viku kom julmust (sumir segja að það líkist malti en okkur þykir það hundvont) í búðina okkar. |