Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
 
Nú ætla ég að segja ykkur sögur úr vinnunni. Í dag er það sagan af stúdentnum sem er að gera sérverkefni hér (6 mán). Hann þurfti að hreinsa cDNA af geli því að hann gat ekki hreinsað það öðruvísi. Það svínvirkaði svona hjá honum að hann ákvað að gera það við 24 cDNA. Þeir sem hafa unnið með hreinsun á DNA vita að það að gelhreinsa er svona síðasti opsjón og það þarf að gera það á ljósaborði sem sendir frá sér UV-geisla til að hægt sé að sjá DNA-ið. Aumingja stúdentinn stóð við UV borðið og skar og skar út DNA úr gelinu sínu. Það tók hann 20 mín til hálftíma. Hann var svo sniðugur að vera með hlífðargleraugu en á þessu labi þykir það merki um tilgerð að vera í slopp eða með hlífðargleraugu. Stuttu eftir að hann stóð þarna byrjaði hann að klæja í andlitið og um nóttina fór hann inn á slysó með 2°bruna í öllu andlitinu, nema bara rétt þar sem hlífðargleraugun voru. Hann var með blöðrur um allt sem lak úr oní augun á honum, skorpin og skældur og gat ekki brosað í marga daga. Maður átti erfitt með að hlægja ekki að honum þó maður vorkenndi honum ægilega þegar hann kom í vinnuna, skjannahvítur í kringum augun og eldrauður á enninu og fyrir neðan nef. Nú er þetta orðið sæmilegasta brúnka hjá greyjinu. hehe


þriðjudagur, nóvember 18, 2003
 
Jólapakkar og jólakort

Þau ykkar sem ætla að senda okkur jólakort (endilega sem flestir), ég var að pæla hvort það væri ekki skemmtilegast að senda jólakortin til foreldra minna í staðinn fyrir til Svíþjóðar því þá getur við skoðað jólakortin á aðfangadag. Annars ráðið þið þessu alveg sjálf, við verðum himinlifandi að fá jólakort hvert sem er. Heimilisfangið er allavega:

Álfhólsvegur 10A
200 Kópavogur
Ísland

og það skiptir engu máli hvort þið stílið þetta á Emelíu Eiríksdóttur eða Auði Magnúsdóttur eða hvoru tveggja, þetta kemst örugglega til skila.



Aðeins meira jóla. Aldrei þessu vant hefur mér nefnilega dottið nokkrar jólagjafir í hug, þ.e. handa mér (er ennþá með fáar hugmyndir handa öðrum). Ég veit nefnilega hvað fólk á oft í miklum vandræðum með að finna jólagjafir svo ég ætla að láta litla listann minn fylgja:

Steikarpottur (vorum í smá vandræðum með lambalærið um daginn, en það reddaðist nú)
Steikargaffal (ekki nauðsynlegt áhald svo sem en vissulega traustara en venjulegur gaffall)
Steikarfat
ostabox (geri nú bara eina kröfu að þetta sé loftþétt, þ.e. að lokið sitji fast)
pönnukökupanna (eins og fæst á Íslandi, Svíar eiga skrítnar pönnur!)
bók (alltaf vel þegið)

Ég er sko ekkert að djóka með eldhúsvörurnar, ég elska að eiga eitthvað í eldhúsið.


mánudagur, nóvember 17, 2003
 
Við erum búnar að nöldra mjög mikið yfir svíunum, það er alveg merkilegt hvað þeir geta verið óþolandi. En í síðustu viku uxu þeir heilmikið í áliti hjá mér.
Rússnesk stelpa sem er að gera post-doc i hópnum mínum kynntist manni fyrir tæpu ári sem hún varð svona yfir sig ástfangin af og hann af henni. Hann var 20 árum eldri en hún, kom fram við hana eins og prinsessu og hún hafði aldrei verið ánægðari. Þau giftu sig fyrir 1 1/2 mánuði og fóru í brúðkaupsferð til ættingja hans á ítalíu (hann var Ítalskur egypti með sænskan ríkisborgararétt). Í síðustu viku fékk hann heilablóðfall og dó.
Svíarnir hér í vinnunni hafa brugðist við allt öðru vísi en ég hélt. Þeir tala um dauðan sem eðlilegan hlut, hafa farið að heimsækja hana í mörgum hollum og eru leiðir yfir þessu en ekki vandræðalegir. Eru ekki að hafa áhyggjur af öllu þessu hvað er viðeigandi dæmi eins og við íslendingar heldur reyna bara að hjálpa til. Þeir eru greinilega ekki alsæmir, greyin.