Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, desember 13, 2003
 
Vííí, á fimmtudagskvöldið fékk ég jólagjöfina frá Auði, rosalega flottan poolkjuða með bláu og svörtu handfangi. Ég vissi reyndar hvað ég átti að fá, fórum saman að velja en það er samt svo gaman að fá gripinn í hendurnar. Og þar sem kjuðarnir okkar eru svo hrikalega verðmætir þá tímdum við ekki að burðast með þá til Íslands, við verðum því að spila með almenningskjuða á Íslandi, þvílíkur bömmer :)

Við komum seint og um síðir til Köben í gærkveldi, töfðumst aðeins vegna dauðaslyss á lestarteinunum (ekki okkar lest þó) og svo var eitthvert verkfall í Malmö (þar sem við skiptum um lest) en þessi leiðindarferð var gleymd og grafin þegar Hlín tók á móti okkur á brautarstöðinni í Vedbæk veifandi íslenska fánanum (og brjóstunum). Að sjálfsögðu var ekkert farið strax í bólið því Sara og Gummi á móti (búa sem sagt í húsinu á móti) voru í heimsókn.
Við héldum litlu jólin í gær, opnuðum jólagjafirnar til hvers annars. Við Auður fengum báðar rafmagnstannbursta, sem kom sér afar vel því við gleymdum að kaupa bursta fyrir ferðina. Biggi fékk geisladisk og Hlín klósettsetu. Enga venjulega klósettsetu því þessi var úr mahogny, Auður mundi nefnilega eftir því að þau keyptu sér rándýra og flotta trésetu þegar þau bjuggu á Íslandi.

Í dag var smá verslunarleiðangur á Strikinu, náðum að kaupa eina jólagjöf í viðbót (handa Kötu mágkonu) og svo keypti ég jólagjöf handa Auði. Þar sem ég var búin að fá mína jólagjöf þá gaf ég Auði hennar í dag, hún var líka svo stór að það væri bara til vandræða að drösla henni til Íslands. Gjöfin var sem sagt einhver rosa fín kaffivél sem er tvískipt fyrir venjulegt kaffi og svo expresso.


föstudagur, desember 12, 2003
 
Þá eru bara fáeinir tímar þar til við förum með lestinni til Köben (förum 17:40, mætum 22:39 í Köben, Hlín). Við Auður erum rosalega sætar í dag, báðar með jólasveinahúfurnar okkar og það vekur merkilega mikla lukku í minni vinnu.

En áður en við förum ætla ég aðeins að koma með sögu af Svíunum. Det är så här (Svíar segja þetta oft áður en þeir byrja á sögunum sínum). Við Auður keyptum lestarmiða til og frá Köben, svona förköpsbiljetter (hægt að kaupa allt að þremur mánuðum fyrir brottför, sem við gerðum að sjálfsögðu) því þeir eru hvað ódýrastir og svo fær maður enn meiri afslátt ef maður er stúdent. Það var hins vegar ekki fyrr en fyrir einum mánuði (þegar ég fór með hópnum mínum á ráðstefnu nálægt Gautaborg) sem ég komst að því að maður þarf að kaupa sérstakan miða til að líma á stúdentakortið sitt til þess að maður geti nýtt þennan lestarstúdentaafslátt. Auðvitað var ég ekkert ofsalega sátt við þetta allt saman því okkur var sko ekki sagt frá þessu þegar við fengum þetta stúdentakort, ekkert verið að veita of miklar upplýsingar og þá helst ekki gagnlegar. Og sem týpískir Íslendingar þá steingleymdum við að kaupa bláa miðann, föttuðum það í fyrradag. Við vorum þó ekki alveg vissar að við þyrftum að borga extra, við borguðum meira en venjulegt verð sem stúdent fyrir miðana en samt stendur á miðunum að við séum stúdentar. Við héldum að þarna hefðu orðið einhver mistök og spurðum því út í þetta á aðallestrastöðinni í morgun. Jú, jú, við þurfum þennan bláa miða og verðið fer eftir því hvenær maður ferðast, það er nefnilega föstudagur í dag. Við ákváðum því að redda þessu í dag, eins og sannir Íslendingar. Ég hringdi á viðkomandi stað en fékk þvert nei. Auður hringdi og vældi og vældi og fékk það loksins í gegn að hún gæti faxað til þeirra viðkomandi blöðum (sönnun fyrir því að hún sé stúdent) og þau myndu síðan faxa allar upplýsingar til lestarfyrirtækisins og Auður gæti síðan einfaldlega náð í bláa miðann á aðallestarstöðinni í dag. Afar einfalt og fljótlegt. Ég veit ekki hvert manneskjan ætlaði þegar ég hrindi síðan og bað um það sama og Auður. Fyrst sagðist ég þó bara þurfa þennan miða í dag og auðvitað kom sko Nei. Ég sá ekki fram á að konan gæfi sig og sagði að þau hefðu gert þetta fyrir vinkonu mína. Þá fór kellingin smá yfirum, sagði að þetta væri sko ekki venjan hjá þeim, þetta væri bara undantekning sem þau hefðu gert því annars myndu allir vilja gera þetta svona, og meira bla bla. Ég lofaði auðvitað bót og betrun, var auðmjúk og þakkaði henni þessi ósköp, ég er viss um að henni líður sem dýrlingi og því held ég að við Auður höfum gert mikið góðverk í dag. Það sem þið getið lært af þessu, börnin góð, er að allt er hægt fyrst okkur tókst þetta í Svíþjóð!!!!


Ef þið þurfið að ná í okkur þá erum við með gsm símann okkar. Eins og er er símanúmerið +46-762350150 (sænska númerið okkar) og verðum við með það til hádegis á þriðjudaginn. Eftir 14 á þriðjudaginn skiptum við yfir í íslenska númerið okkar 6638632.


fimmtudagur, desember 11, 2003
 
Vid erum bunar ad kaupa svo mikid af oskynsamlegum jolagjofum ad eg veit ekki hvort vid getum tekid med okkur meira en naerbuxur til skiptanna. Næstu jól fá allir geisladiska án hulsturs. Ég fór áðan og keypti jólagjöf handa Emelíu sem ég ætla að gefa henni í kvöld. Þetta er ekkert spennandi jólagjöf því Emelía fór með mér að velja hana. Finnst það ekki eins skemmtilegt. það var rosa gaman í fyrra þegar ég pukraðist til að kaupa gítar handa henni (rándýran btw). Þá laumaðist ég nokkrum sinnum í skjóli myrkurs í gítarbúðina og plataði stelpuna þar til að spila aðeins á gítarinn sem ég hafði augastað á; Dökkbrúnan kanadískan gæðing. Nokkrum dögum fyrir jól fór ég svo og keypti gítarinn og faldi hann í geymslunni okkar. Geymslan er í svona geymslukjallara og samanstendur bara af nokkrum þunnum spítuveggjum og rimlahurð með hengilás þannig að ég varð að fela gítarinn ofan í gömlum bakpoka og skipta um lás. Síðan pakkaði ég inn ljótustu buxunum hennar Emelíu inn í fínan jólapappír ásamt miða sem stóð á "Hoppaðu upp og lokaðu augunum..." og lagði undir jólatréð. Á aðfangadagskvöld þegar Emelía litla opnaði jólapakkann sinn varð hún smávonsvikin fyrst yfir að fá gamlar buxur sem hún hafði sjálf keypt en svo varð hún voða glöð þegar ég dró fína gítarinn undan rúminu, en þangað hafði ég laumað honum fyrr um daginn þegar Emelía rakaði biggann okkar. a, þetta var svo gaman....... en nú er það bara fyrirframákveðinn pakki sem hún veit nákvæmlega hvernig lítur út og hvað kostar :(


þriðjudagur, desember 09, 2003
 
Bara þrír dagar. Jeieieieieieieiei!

Í gær fór ég veik heim einu sinni enn. Er að verða brjáluð á þessu heimskukvefi sem ég er stöðugt að fá. Mætti samt í vinnuna í morgun því fegurðarblundurinn minn í gær gerði mig næstum fullfríska á ný. Í kvöld ætlum við að byrja að pakka og taka til hjá okkur og svona, sumsé undirbúa ferðalagið okkar. jibíiíííí. Annars vorum við bara að tsjilla í gærkvöldi en nú tekur alvara lifisins vid.


mánudagur, desember 08, 2003
 
Á laugardaginn og í gær fórum við Auður í verslunarferð. Gærdagurinn var mun "effektívari", keyptum fjórar jólagjafir. Við erum nú búnar að kaupa fleiri gjafir en ég held að við séum þó bara hálfnaðar, það er líka nógur tími til stefnu. Mér finnst gjafirnar okkar svo fínar að mig langar helst að segja hvað við keyptum en það skemmir ábyggilega soldið stemninguna og svipinn á öllum þegar þeir opna.
Á laugardaginn vorum við Auður, Hrönn og Georg líka með jólaglögg ásamt átta úr Uppsölum. Það vara rosalega fínt, elduðum fullt af pizzum og borðuðum kökur (ekki samt afganga!!). Ég vildi helst að ég hefði ekki verið svona syfjuð, byrjaði ábyggilega að geispa um níu leytið en við fórum auðvitað samt ekki fyrr en með seinustu lestinni, rúmlega þrjú. Kynntumst 3 nýjum félögum í Íslendingafélaginu okkar: Hákoni (kærasti Þóru) og Bryndísi (lífefnafræðingur) & Guðmundi. Tengingin í Íslendingafélaginu er því ennþá raunvísindi úr Háskóla Íslands. Þarna var samt önnur tenging, Guðmundur vann nefnilega með Ingimundi á Símanum. Ótrúlega tilviljun. Þau vissu nú af minni tilveru en ég ekki af þeirra, ha Ingimundur :) Nýju meðlimirnir gistu hjá okkur Auði um nóttina, afar prúðir gestir, brutu sængurnar eftir sig og meira að segja sængurverin og lökin sem voru á leiðinni í þvottavélina :)
Þið getið séð myndir úr jólaglögginu sem Þóra tók.