Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, maí 28, 2004
 
Í gær eftir vinnu fórum við í IKEA og keyptum rosalega fína kommóðu í fínu stofuna okkar. Kommóðan var 40 kg og það tók okkur töluverðan tíma að dröslan henni heim með strætó og tunnelbana. Undir lokin gátum við labbað kannski 10 metra og þurftum þá að hvíla okkur. Á þessu spöruðum við 5000 íslenskar (sendingarkostnaður/leigubíll) og við erum ekki alveg búnar að ákveða hvað við ætlum að kaupa fyrir peninginn. Það merkilega við þessa ferð var samt að við rifumst bara tvisvar þegar við vorum að rogast með ferlíkið heim og bara einu sinni þegar við vorum að setja það saman. Það kalla ég gott, enda IKEA ábyrgt fyrir mörgum sambandsslitum í upphafi búskapar.

Í kvöld er veisla hjá einni í hópnum mínum því hún mun verja doktorsritgerðina sína í dag. Ég er rebbel og ætla að fara í buxnadragtinni minni en ekki kjól/pilsi eins og reglurnar segja. Ég verð síðan örugglega látin sitja hjá einhverjum kallhálfvita sem mun drepa mig úr leiðindum með sænskum samtalsefnum; hvernig þekkir þú Doktorinn/hvar býrðu eiginlega/mig hefur alltaf langað til að koma til Íslands. En ég er ákveðin í að vera kurteis, Snævar Uppsalabúi skammaði mig nefnilega um daginn fyrir að reyna ekki einu sinni að sýna rétta samkvæmishegðun í veislum sem mér er boðið í (og þarf reyndar að borga í líka), við skulum sjá til hversu lengi ég held út, ég giska á þriðja rauðvínsglas.

Og munið: Nú er næstum bara mánuður þar til við komum heim (4. júlí) og þið verðið að fara að skipuleggja partýin.


miðvikudagur, maí 26, 2004
 
Modgadi sviana i gaer med thvi ad gera grin ad thvi ad their vilja einu sinni a ari tala vid yfirmanninn um thad hvernig manni lidur. Stodst ekki matid, their eru otholandi grenjuskodur med thetta hur kännst det kjaftaedi sitt.

er ad fara ad horfa a sidasta bedmal i borginni thattinn i kvold sem Sue Li, samdoktorsnemi minn tok upp. Vid erum nefninlega bara med thrjar stodvar nuna, sem syna bara fraedsluthaetti og menningarlegt efni og ekki bedmal i borginni.

Her er buid ad vera skitkalt undanfarid, c.a. 10-12 gradur og Sviarnir eru eiginlega farnir ad orvaenta um ad thad verdi nokkud sumar. Eg reyni ad segja theim ad thetta se hid finasta sumarvedur en theim finnst ekkert snidugt ad tala um thetta svona.


mánudagur, maí 24, 2004
 
Fyrstu gestirnir í nýju íbúðina létu sjá sig seinasta fimmtudag. Það var familjen Fridriksson (Georg og Hrönn) og mættu þau með fullt af bakkelsi með sér því Georg var svo hræddur um að fá ekkert að borða hjá okkur. Þrátt fyrir þetta bakaði Auður mín frábærar pönnukökur. Fimmtudagurinn var fríadagur (eins og á Íslandi) og var ég því heima og tók til eins og brjálæðingur áður en gestirnir komu. Aujan mín var svo dugleg að skreppa aðeins í vinnuna, ég er handviss um að það hafi ekki verið til að sleppa við að taka til :)

Á laugardaginn skruppum við í IKEA og keyptum m.a. fataslá og gardínur. Alveg hreint frábært að geta keypt tilbúnar gardínur sem þarf ekki einu sinni að sauma til heldur bara að strauja til að falda. Við fengum augastað á kommóðu en vorum með allt of mikið af dóti til að geta borið hana heim og verðum því að fara í vikunni aftur.
Á laugardagskvöldið fórum við í afmæli hjá stelpum sem voru með Auði í Forskarskolan fyrir ári. Það var svo sem allt í lagi m.v. að ég í raun þekkti bara 2 fyrir utan mig og Auði.

Gærdagurinn fór því mest í að hanga upp í rúmi og ná sér eftir laugardaginn. Auður var þó þrældugleg og þvoði allt. Við vorum síðan búnar að lofa að fara í bíó með Míu (djammvinkonu okkar) og urðum því að drösla okkur út. Ég sá nú ekki eftir því þar sem myndin The Monster var rosalega góð. Mig langaði reyndar ekki til að horfa á myndina á tímabili því ég vissi að hún endaði bara illa en það er algjörlega skiljanlegt að aðalleikonan hafi fengið óskarinn í ár fyrir þennan leik, hann var hreint frábær. Mæli sem sagt með The Monster, hún fær 5 atóm hjá mér.
Eftir það var lítið annað að gera en að raka af sér allt hárið og er það styttra en ég hef nokkurn tímann haft það, það verður fínt eftir eina viku. Þegar maður er með svona stutt hár þá sér maður allar misfellur og ör á hausnum á sér (ég er samt með mjög fínt höfuðlag). Ég verð nú kannski að fara að spyrja foreldra mína út í örin mín, hvað hafi eiginlega gerst í minni æsku og hvort þau hafi virkilega talið að ég myndi aldrei komast að þessu :) Annars er ég bara með 3 ör sem ég sé, ekkert svo stór né ljót.


miðvikudagur, maí 19, 2004
 
Ingimundur á afmæli í dag. Til hamingju vinur með 28 árin.
Og Anna Sólveig litla frænka mín verður 9 ára á morgun og er ábyggilega ekkert svo lítil lengur. Til hamingju elsku frænka.

Ég sendi flestum í adressubókinni minni test á mánudaginn (sem Kalli sendi mér) þar sem maður getur fundið út við hvað maður á að vinna.

Ég á að vera bókasafnsvörður ef ég skrifa bara Emelía en ef ég skrifa Emelía Eiríksdóttir þá á ég að vera bílastæðisvörður!!!
Auður fær nú aðeins skemmtilegri störf, flugfreyja eða kennari.

Haukur bróðir tók þessu alvarlega og prófaði fleiri útgáfur: "Haukur Brynjar" gaf “syndgari”. Litla skinnið var ekki alveg sáttur svo hann breytti nafninu í "Haukur Eiríksson" og fékk út "Fíkniefnaneytandi". Loksins fékk hann þó starf sem hann verðskuldar; þegar hann skifaði fullt nafn fékk hann út "forseti". Það er þó ekki tekið fram í hvaða landi.

Danaprinsessan Hlín fékk út á að vera “rithöfundur” með listamannanafnið “Hlín Ólafsdóttir” en ef hún ætlar bara að titla sig sem Hlín þá á hún ekkert betra skilið en að vera sokkahönnuður.

Uppsalagellan Arna á í raun að vera “klámstjarnan” “Arna Runarsdottir”. Einungis nafnið “Arna” gefur ekki jafn góða starfsmöguleika því henni var úthlutað starfið “sokkahönnuður”. Það liggur því beinast við að Arna og Hlín stofni saman sokkhönnunarfyrirtæki, sem er alls ekki svo fráleit hugmynd.
Arna fríkaði gjörsamlega út í þessu testi og hélt áfram að kanna atvinnumöguleika sína. “Arna Rúnarsdóttir” á að vera “söngvari i strakabandi” en “Arna R” á að vera “Topp model”.

Reykvíkingurinn Byddí á að eigin sögn í raun að vera “lottósali”. Kannski er þetta draumastarf Bryndísar og hefur ekkert með prófið að gera nema það að hana langaði að deila þessu með okkur en ég get ekki fyrir neina muni fengið svarið lottósali þegar ég set inn hin ýmsu form af nafninu hennar: Bryndís, Bryndís Rut, Bryndís Rut Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Rut Jónsdóttir, Rut, Byddí eða Byddí brjál.
Það er hins vegar að sjálfsögðu ekkert að því að þurfa ekki á prófinu að halda.

Og einhverra hluta vegna var svarið frá pabba “Geirmundur Pálsson er geimfari”. Það er greinilegt að sumt fólk tekur þetta próf ekki mjög alvarlega! Próf sem getur breytt lífi fólks til muna því hvað er betra en að vita hvað maður á að taka sér fyrir hendur í lífinu í stað þess að eyða mörgum árum í að leita og vera svo á kolröngum stað sem mér sýnist flest okkar vera skv. prófinu. Ég get þó staðfest að skv. prófinu þá á Geirmundur Pálsson að vera geimfari.

Að lokum sendi Anna frækna mér (fyrir bara 2 mín) að hún ætti að vera “hryðjuverkamaður” sem henni finnst harla skrítið þar sem hún segist alltaf vera að gefa föt og hjálpa öðrum í gegnum Jesú. Ég get tekið undir þetta með fatagjafmildina, ég er vel prýdd fötum frá Önnu Snædísi Hafnafjarðarmær en þetta með Jesú hefur eitthvað farið fram hjá mér öll þessi ár :) Að sjálfsögðu kannaði ég málið og það stenst að hún á að vera hryðjuverkamaður ef maður setur inn “Snæfríður” sem er hálfgert listamannnafn Önnu og vel úthugsað ef hún ætlar að fara út í nýja bransann.


þriðjudagur, maí 18, 2004
 
I gaer for eg a fyrirlestur hja samtoknunum her um samkynhneigd i bibliunni, afar ahugaverdan. Konan sem helt hann var fyrrverandi formadur samtaka kristinna homma og lesbia og fornleifafraedingur. Hun hafdi ymislegt skemmtilegt ad segja, hafdi medal annars verid i saensku nefndinni sem skrifadi skyrslu a seinni hluta niunda aratugarins um samkynhneigd og kirkju. Su skyrsla var ad einhverju leiti notud i skyrslu islensku nefndarinnar um sama mal.

Thegar eg kom heim var Emelia min duglega buin ad elda. Thad gekk hins vegar alveg fram af henni og hun heimtadi ad fara ad sofa strax eftir matinn. I dag aetlum vid ad kaupa pensla og kannski sma malningu til ad mala eldhusskapana i nyju ibudinni ad innan, svo okkur lidi vel ad geyma matinn okkar thar.


mánudagur, maí 17, 2004
 
Eurovision

Á laugardaginn flúðum við íbúðina og fórum í Eurovisionpartý í Uppsölum hjá Örnu og Karvel ásamt Hrönn. Vorum meira að segja svo heppnar að fá far með Karvel frá og til Stokkhólms. Það er ávallt gaman að fara í partý í Uppsala og kjöftuðum við til rúmlega 4. Íslandi gékk nú ekki eins vel og ég hafði vonað. Það hefði verið upplagt að Ísland hefði verið fyrir ofan Svíþjóð, útá það gengur Eurovision bara orðið fyrir mér. En þetta frábæra sænska lag átti Jónsi ekkert í en þó stóð hann sig svo sem allt í lagi greyið. Ég var bara mest fegin að Jónsi lifði sönginn af en mér fannst það smá krítískt á tímabili þegar æðarnar á hálsinum og gagnauganu þöndust út í 100 falda stærð sína.

Eins og ávallt varð Svíþjóð framarlega, þeir virðast vera með leynilega Eurovisionuppskrift og eru upp til hópa hrokafullir þegar rætt er um Eurovision, helvískir. Og það særði okkur öll sömul í partýinu (fyrir utan Svíana tvo) að Ísland fékk ekki stig frá Svíþjóð en Noregur fékk sín einu stig frá Svíum. Hvað á það að þýða. Og við sem kusum öll og sum mörgum sinnum. Það þarf að kryfja þetta til mergjar og síðan auðvitað kæra Svíana!

Fyrir keppnina grilluðum og spiluðum kubb. Okkur Auði til mikillar gremju var kjötið sem við keyptum í nýju hverfisbúðinni okkar skemmt. Í gær fór ég því með kjötið til baka og ætlaði sko heldur betur að fá þetta bætt. En Svíar eru svo fyndnir. Ef maður skilar einhverju, sem hefur t.d. verið skemmt og maður hefur því orðið fyrir óþægindum af því auk þess sem maður þarf að drösla vörunni aftur í búðina til að skila henni þá borga Svíar manni nákvæmlega vöruna til baka. Það eru engar óþægindabætur eða afsökunarbeiðni eða neitt, bara 27 SEK til baka því kjötið kostaði 27 SEK!!!! Það er eins og þeir séu að gera manni greiða með því að borga manni til baka svikna vöru. Magnaður þjóðflokkur Svíar.


 
Flutningurinn

Við Auður fluttum í nýju íbúðina okkar á föstudagskvöldið. Við fengum þvílíkt góða hjálparkokka, Hrönn og Georg, sem björguðu okkur algjörlega og urðu til þess að í allt tók ekki nema 2,5 tíma að flytja allt draslið. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá, ég hef aldrei heyrt talað um svona fljótan flutning og það með svona fáu fólki. En hjálpin okkar var framar öllum vonum, við álítum krakkana algjörar hetjur. Á tímabili mátti nú ekki á milli sjá hvort það væri Georg sem væri að flytja og við stelpurnar að hjálpa honum, hann var svo afkastamikill og hvetjandi: "Ekki nema hálfur bíll eftir, stelpur" :)

Að sjálfsögðu er allt ennþá í drasli hjá okkur. Það er komin gróf mynd á uppsetningu tækja og búið að þrífa allt eldhúsið en enn eru kassar með drasli út um allt. Við skiljum eiginlega ekkert í því hvað við eigum fullt af dóti. Þó komst allt í 12 rúmmetra sendiferðabíl, Georg hlýtur að vera hinn fullkomni pökkunarmaður.
Gömlu íbúðina okkar þrifum við svo hrikalega vel að Solla frænka væri sko stolt af okkur! Nýja íbúðin okkar var ekki alveg á sama skala. Eldhúsið var sem sagt ekki beint hreint og innréttingin varla einu sinni frá seinustu öld. Kannski er ég bara orðin of fín með mig en ég hafði allavega ekki geð í mér að setja dótið mitt í skúffurnar og ætlum við að fá leyfi hjá stráknum, sem við leigjum af, til að mála nokkrar skúffur og skápa að innan.
Sólin skein af og til um helgina á svalirnar okkar og sjáum við fram á sólríkt og heitt sumar því við höfum suður svalir á þriðju hæð sem ekkert skyggir á.


fimmtudagur, maí 13, 2004
 
Í gær fór ég til læknis og lét hann skafa út úr eyrunum á mér. Nú heyri ég alveg svakalega vel, því miður að sumu leiti. Vissuði að það heyrist í fötunum manns þegar maður hreyfir sig, ekki bara þegar buxnaskálmarnar nuddast saman? Það heyrist líka þegar maður strýkur eftir svona bakpokaefni og ef maður er með klink í vasanum þá heyrist í því þegar maður labbar, ekki bara þegar maður hleypur. Merkilegt.

Við Emelía horfðum með öðru auganu á undankeppni júróvisjón í gærkvöldi, en eyrnaskafningurinn var gerður að tilefni júróvísjón. Okkur fannst auðvitað að Tómas hefði átt að komast áfram, þó hann hefði kannski mátt fara í smá salsakennslu áður en hann fór að syngja latínópopp á sviði. Með hinu auganu horfðum við á allt dótið okkar í kössum og allan skítinn sem við eigum eftir að þrífa. Reyndar er merkilegt hvað það er lítill skítur út um allt þó við höfum búið þarna í tvö ár, það er svona þegar maður býr með Emelíu duglegu sem þurrkar upp þegar hún hellir niður og sópar og ryksugar þegar það er komið ryk.

Í kvöld verður lögð síðasta hönd á íbúðina fyrir flutingana á morgun. Á laugardaginn er ég búin að boða okkur í júrópartý, ég verð að nýta heyrnina á meðan hún endist.

Og bara af því að ekkert hefur verið rætt um pool í þessum eða síðasta pósti: Pool, pool, pool/pool er svo kúl.


mánudagur, maí 10, 2004
 
Ég hélt í einfeldni minni að það að gifta sig snérist bara um það að vilja. Nei, ef þú elskar einhvern af sama kyni er það spurning um að fá. Eða öllu heldur fá ekki. Það er sumsé komið á hreint. Við getum ekki fengið að nýta okkur smuguna með sendiráðin eins og við vorum að vonast eftir til að gifta okkur. Það eru bara sænskir ríkisborgarar sem geta fengið að staðfesta samvist í sendiráðum og þá bara í sendiráðunum í Frakklandi, á Spáni og í Portúgal. Heterópakk getur auðvitað fengið að gifta sig í flestum sendiráðum Svíþjóðar. Ef lögunum heima verður ekki breytt mjög fljótlega verður bara brúðkaup hér í Svíþjóð og veisla/mótmælaaðgerðir á Íslandi.

Mér var kennt áður en ég kom út að það að vera samkynhneigður í dag væri nú bara alveg frábært, maður má þetta og hitt ef maður er frá Norðurlöndunum (f. utan finnland). En samt bara ef maður velur að vera bara samkynhneigður. Það er ekki hægt að ætlast til að maður fái að vera samkynhneigður OG eitthvað annað. Samkynhneigður OG kjörforeldri, samkynhneigður OG námsmaður erlendis, samkynhneigður OG í óvígðri sambúð. Nei, ef maður á annað borð “valdi” samkynhneigð verður maður að sætta sig við takmarkanirnar en fyrst og fremst á maður að vera þakklátur fyrir að fá að staðfesta samvist, að fá að ættleiða barn maka sins, að vera ekki settur í fangelsi fyrir það með hverjum maður kýs að eyða lífi sínu. Ég er komin með upp í háls á “jáen ástandið er svo miklu betra en fyrir tíu árum.” Mér er algjörlega skítsama. Það er samt óréttlátt að við Emelía fáum ekki að gifta okkur að fjölskyldunni viðstaddri eins og aðrir erlendir námsmenn fá, það er óréttlátt að Öggi og Kalli sem eru nýbúnir að kaupa sér íbúð saman eftir tæpra 4ra ára sambýli megi ekki skrá sig í sambúð og það er óréttlátt að ábyrg og elskandi samkynhneigð pör megi ekki ættleiða börn.

Niður með Svíþjóð!
Niður með Hagstofuna!
Niður með alþingi Íslendinga!
Niður með samkynheigða sem er þakklátir fyrir að láta beita sig órétti!
Niður með heterópakk sem vill viðhalda misréttinu!


Sítat dagsins á Olof sem er nýbúin að giftast Cristofer, kærastanum til 6 ára. Hann var spurdur um hvad honum thaetti um saensku samvistarlogin: “Annað hvort finnst manni að samkynhneigðir megi gifta sig eða ekki. Það kemur ríkinu ekkert við hvort ég giftist karlmanni eða konu”


fimmtudagur, maí 06, 2004
 
Við Auður keyptum okkur hjól á sunnudaginn á ótrúlegum prís, 60 % afslætti. Hjólin eru 21 gíra fjallhjól og bæði gul. Við ætluðum nú upphaflega að kaupa okkur sinnhvorn litinn en það var bara til gulur. Þar sem verðið var svo hagstætt (14.500 ÍSK með brettum og lás) slógum við til þó að við lítum núna geðveikt hallærislega út, alveg eins og miðaldra hjón sem eru í eins joggínggöllum :) Það bjargar þessu næstum því að hjólin heita Tiger.
Áður en Auður fór til Bandaríkjanna keypti hún sér bakpoka, alveg eins og minn nema bara svartan (ég á gráan). Auður vildi nú varla kaupa eins bakpoka en þar sem minn er svo frábær þá sannfærði ég hana um að það væru litlar líkur (allavega sjaldan) á að fólk myndi sjá okkur saman með bakpokana. Eftir hjólakaupin varð Auði á að þessum eins kaupum okkar yrði að linna.
Það fyndna við hjólakaupin var að við fengum þau í kassanum og máttum ekki setja þau saman fyrir utan búðina (því þá yrðu þeir að leyfa öllum það, týpískt sænskt) og urðum því að halda á sitthvorum kassanum heim, ekki létt og ekki gott fyrir skapið á Auju minni. Hjólin eru þrælfín og er hugmyndin að hjóla í vinnuna í sumar frá nýju bækistöðvunum.

Undanfarnar vikur hefur verið sýnt á Eurosport frá heimsmeistarakeppninni í snóker. Auðvitað erum við búnar að fylgjast með eins mikið og við getum. Í úrslitum var okkar uppáhald, Ronnie O’Sullivan, og einhver nánast óþekktur náungi, Dott. Að sjálfsögðu átti þessi Dott ekkert í okkar mann sem vann 18-8 og varð heimsmeistari í annað skiptið. Það sem mér finnst soldið skrýtið er að úrslitin réðust á mánudaginn en samt hef ég ekki séð í lestarblöðunum okkar (sem eru 2) neitt um þetta. Er sem sagt ekki fréttnæmt hver verður heimsmeistari í snóker. Nógu mikið pláss fékk snókerþulur Svíþjóðar í Metróinu í seinustu viku, hálfa blaðsíðu, og ekki varð hann heimsmeistari, hann var bara að lýsa heimsmeistarakeppninni fyrir Svíana!! Í blöðunum blaðra Svíar þessi ósköp um hina og þessa ómerkilegu og leiðinlegu íþrótta”viðburði” en nefna síðan ekki nýkrýndan heimsmeistara. Stundum skil ég ekki Svía.

Nú veit ég af hverju Halldór Ásgrímsson er ekki búinn að taka við af Davíði. Halldór vinnur nefnilega á kebab stað í Fruängen, álítur það ábyggilega vænna til árangurs hvað varðar frama í starfi. Við keyptum okkur ís í gær á leiðinni heim, á kebab staðnum okkar en þar fæst besti ís sem ég hef smakkað í Svíþjóð og hef ég gert margar úttektir enda frábært að borða ís í hitanum hérna á sumrin. Um þennan ákveðna ís hef ég áður skrifað pistla. Það lág við að við Auður snérum við þegar við sáum hver ætlaði að afgreiða okkur; gamall, ljótur og fúll náungi sem við höfum oft séð áður. Ég veit ekki hvort það var það að Auður kyssti mig á ennið eða hvort viðmót hans hafi breyst því þegar hann rétti okkur ísinn sagði hann “gjörið svo vel” og “verið velkomnar aftur” og svo brosti hann. Það var nákvæmlega þetta brost sem fékk mig til að hugsa til Halldórs og atkvæðisgildrunnar hans. Ég skil hins vegar ekkert í því hvað fær þessar tvo menn til að halda að brosið þeirra sé aðlaðandi, það hræðir mig bara og ég vona að þeir hætti þessu.


miðvikudagur, maí 05, 2004
 
Saddam átti gereyðingarvopn
Saddam var vondur við þá Íraka sem voru á móti honum, drap þá, pyntaði og setti í fangelsi
Saddam virti ekki vilja írösku þjóðarinnar

Setjið inn "Bandamenn" í staðinn fyrir "Saddam", breytið þátíð í nútíð og pælið í hvað hefur breyst fyrir Venjulegan Íraksson.

Svo heyrist mér á öllu að Bandamenn sé nýtt orð yfir innrásarherlið


þriðjudagur, maí 04, 2004
 
Jæja, meiri USA ferðasaga. Þriðja dag í útlöndum fórum við á skíði eftir fyrirlestra morgunsins sem voru ágætir, m.a. um það að tjá prótein í frumufríum kerfum. Fyrsta ferðin var rosalega erfið því fórum í heimskulegar ísilagðar brekkur en síðan þegar við fundum góða leið var þetta mjög fínt. Svíarnir vildu helst ekki skíða með mér því ég var í skíðagallanum mínum en Palli lét það sig engu skipta og við skíðuðum í fínni brekku nokkrar ferðir án svíanna. Þá vorum við orðin svo svakalega þreytt og ætluðum heim. Það vildi ekki betur til en svo að við enduðum í einhverri hólabrekku sem við gátum næstum ekki skíðað og þegar við loksins vorum komin þar niður eftir mikið bis hreinlega neituðu lærin að vinna meira. Eftir stutta hvíld fórum við að líta í kringum okkur og sáum okkur til mikillar mæðu að við vorum neðan við skíðaleiguna og þurftum að labba upp til þess að skila skíðunum. Við héldum bæði að við myndum deyja en sem betur fer komumst við heilu á höldnu á fyrirlestra kvöldsins. Kvölmaturinn var aðeins ætilegri en daginn áður og eftir eitt rauðvín/bjór fórum við Palli að sofa og létum svíana um að djamma.
Á föstudeginum eftir fyrirlestrana var ferðinni heitið til Salt Lake City og við hlökkuðum til að sjá alvöru bandaríska borg. Held ég hafi aldrei komið á leiðinlegri stað. Þar voru kirkjurnar og garðarnir í kringum þær alveg svakalega fallegt en síðan var ekkert þarna, nema bankar og ljótir og niðurdrepandi verslunarkjarnar. Við vorum öll rosalega feginn að komast burtu frá Salt Lake og hlusta á fyrirlestur um nýja röntgengeisla “source” sem hægt er að koma fyrir í venjulegu herbergi og er samt nógu góður til að nota í strúktúrgreiningu. Ég fór síðan með tveimur labfélögum mínum í billjarð um kvöldið.
Við fórum aftur á skíði á laugardeginum og þá var færið algjör draumur og engar raðir. Ég var hins vegar alveg búin eftir tvo tíma og ákvað að skíða heim. Það vildi ekki betur til en svo að ég villtist aftur og þurfti að fara upp með lyftunni alveg upp á topp aftur og skíða alla leiðina heim. Þá var ég gjörsamlega dauð. Um kvöldið var okkur boðið í partý hjá Kanadamönnunum. Á slaginu ellefu kom fyrsta kvörtunin, og hálftíma síðar komu öryggisverðir á hótelinu og hótuðu að kalla á sjerreffin ef við héldum ekki kjafti. Það var enginn tónlist í gangi og fólk bara að tala saman. Mormónar eru pirrandi og partíið var því búið um miðnætti.
Á sunnudeginum milli fyrirlestra svaf ég og um kvöldið var lokapartý ráðstefnunuar sem var bara mjög skemmtilegt, með DJ og allt. Ég, Palli og hommahatarinn í hópnum mínum vorum þau einu í okkar selskap sem entust allt partýið. Ég var auðvita svo forsjál að kaupa bjór áður en búðin á hótelinu lokaði og því vorum við þrjú með eftirpartý í herberginu hans Palla til tvö. Okkur fannst við vera eina fólkið með viti og spjölluðum aðalega um kynvillinga. Klukkan hálfsex morguninn eftir þegar við þurftum að vakna til að fara í flugvélina vorum við hins vegar ekki eins ánægð og ég og hommahatarinn vorum eiginlega hálfdrukkin í tollskoðuninni, enda bæði tekin í aukatékk, þó enga njálgleit. Flugferðin var afar óþægileg og ég var eins og undin tuskar, illa reitt hæna og útigangskelling þegar til svíþjóðar kom.
Ráðleggingin: Ekki drekka til tvö þegar þið þurfið að ná flugvél hálfníu daginn eftir.


mánudagur, maí 03, 2004
 
Við fórum til Uppsala snemma á föstudaginn. Vöknuðum klukkan 6 til að geta verið komnar sem fyrst því í Uppsala var mikilvægur dagur, Valborgsafton. Þá tjúllast Uppsalabúar hreinlega. Haga sér sæmilega snemma um morguninn en byrja snemma að djamma og djúsa. Um morguninn tók Arna á móti okkur og lét okkur labba niður í bæ til að horfa á bátakeppnina þar sem Snævar og Karvel voru að keppa. Þeir voru nú reyndar númer 81 af 82 keppendum en það var ágætt því þá höfðum við ástæðu til að sitja í sólinni og slappa af og njóta allra fínu bátanna. Bara til að leiðrétta misskilninginn (sem ég hafði allavega áður en ég mætti) þá voru þetta ekki bátar í skilningnum bátar heldur farartæki úr korki og nokkrum spýtum sem gat flotið á ánni. Okkar menn voru flottastir að okkar mati, voru hrafnar sem flutu á hreiðri og voru með stóran hníf um borð sem á stóð “Tungur knivur” en það þekkja flestir Svíar úr myndinni “Hrafninn flýgur” sem þeir neyðast til að horfa á í grunnskóla. Strákarnir okkar unnu þó ekki, líklega samsæri í gangi.

Eftir siglinguna miklu sem samanstendur af siglingu niður tvo fossa (Íslandsfossinn meðal annars) fórum við öll (Snævar, Karvel, Sigrún, Arna, Auður og ég) í picknic á grasflöt í bakgarði vinnufélaga Örnu þar sem við borðuðum síld, kartöflusalat og tunnbröd. Allt frekar öðruvísi matur fyrir mig. Ég þorði því ekki öðru en að kaupa líka snakkpoka svo ég væri viss um að hafa eitthvað gott að borða. Það sem var boðið upp á reyndist hins vegar mjög gott.

Svo var rölt niður í bæ til að fara inn á einhvern stað (nation) til að drekka og láta öllum illum látum. Við vorum bara með þeim prúðustu þarna skal ég segja ykkur. Í fyrsta lagi var hrikalega margt fólk í bænum og líka inn á þessum stað (sem var reyndar bæði úti og inni) og svo var fólkið spreyjandi kampavíni út um allt, á alla. Það var engin leið að kaupa sér bjór og reyna að koma honum út heilum á húfi. Eftir að hafa gert þau mistök einu sinni stóð ég við barinn og drakk svo hratt úr glasinu að mér varð bumbult. Sigrún var búin að segja okkur að mæta í frekar ófínum fötum og var þetta ástæðan. Allt lyktaði og var klístrað þegar við komum til Örnu og Karvels eftir kampavín, bjór og cíter. Hárið var stíft af sykurdrullu. Sturta var því hánauðsynleg áður en við fórum í partý til Þóru og Hákons. Eftir partýið fórum við á sama stað of fyrr um daginn og dönsuðum fram á nótt, eða þar til flestir voru uppgefnir.

Á laugardeginum var maður eins hress og á virkum degi enda sveitaloftið endurnærandi. Við mælum sko eindregið með að vera á Valborgsafton í Uppsala, þvílík skemmtun og gott veður. Fólkið er einnig voða vinalegt, býður gistingu með morgunmat og býður manni í partý.

Þið getið séð myndir frá Snævari og myndir frá Þóru.