Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 17, 2004
 
Eurovision

Á laugardaginn flúðum við íbúðina og fórum í Eurovisionpartý í Uppsölum hjá Örnu og Karvel ásamt Hrönn. Vorum meira að segja svo heppnar að fá far með Karvel frá og til Stokkhólms. Það er ávallt gaman að fara í partý í Uppsala og kjöftuðum við til rúmlega 4. Íslandi gékk nú ekki eins vel og ég hafði vonað. Það hefði verið upplagt að Ísland hefði verið fyrir ofan Svíþjóð, útá það gengur Eurovision bara orðið fyrir mér. En þetta frábæra sænska lag átti Jónsi ekkert í en þó stóð hann sig svo sem allt í lagi greyið. Ég var bara mest fegin að Jónsi lifði sönginn af en mér fannst það smá krítískt á tímabili þegar æðarnar á hálsinum og gagnauganu þöndust út í 100 falda stærð sína.

Eins og ávallt varð Svíþjóð framarlega, þeir virðast vera með leynilega Eurovisionuppskrift og eru upp til hópa hrokafullir þegar rætt er um Eurovision, helvískir. Og það særði okkur öll sömul í partýinu (fyrir utan Svíana tvo) að Ísland fékk ekki stig frá Svíþjóð en Noregur fékk sín einu stig frá Svíum. Hvað á það að þýða. Og við sem kusum öll og sum mörgum sinnum. Það þarf að kryfja þetta til mergjar og síðan auðvitað kæra Svíana!

Fyrir keppnina grilluðum og spiluðum kubb. Okkur Auði til mikillar gremju var kjötið sem við keyptum í nýju hverfisbúðinni okkar skemmt. Í gær fór ég því með kjötið til baka og ætlaði sko heldur betur að fá þetta bætt. En Svíar eru svo fyndnir. Ef maður skilar einhverju, sem hefur t.d. verið skemmt og maður hefur því orðið fyrir óþægindum af því auk þess sem maður þarf að drösla vörunni aftur í búðina til að skila henni þá borga Svíar manni nákvæmlega vöruna til baka. Það eru engar óþægindabætur eða afsökunarbeiðni eða neitt, bara 27 SEK til baka því kjötið kostaði 27 SEK!!!! Það er eins og þeir séu að gera manni greiða með því að borga manni til baka svikna vöru. Magnaður þjóðflokkur Svíar.