Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 17, 2004
 
Flutningurinn

Við Auður fluttum í nýju íbúðina okkar á föstudagskvöldið. Við fengum þvílíkt góða hjálparkokka, Hrönn og Georg, sem björguðu okkur algjörlega og urðu til þess að í allt tók ekki nema 2,5 tíma að flytja allt draslið. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá, ég hef aldrei heyrt talað um svona fljótan flutning og það með svona fáu fólki. En hjálpin okkar var framar öllum vonum, við álítum krakkana algjörar hetjur. Á tímabili mátti nú ekki á milli sjá hvort það væri Georg sem væri að flytja og við stelpurnar að hjálpa honum, hann var svo afkastamikill og hvetjandi: "Ekki nema hálfur bíll eftir, stelpur" :)

Að sjálfsögðu er allt ennþá í drasli hjá okkur. Það er komin gróf mynd á uppsetningu tækja og búið að þrífa allt eldhúsið en enn eru kassar með drasli út um allt. Við skiljum eiginlega ekkert í því hvað við eigum fullt af dóti. Þó komst allt í 12 rúmmetra sendiferðabíl, Georg hlýtur að vera hinn fullkomni pökkunarmaður.
Gömlu íbúðina okkar þrifum við svo hrikalega vel að Solla frænka væri sko stolt af okkur! Nýja íbúðin okkar var ekki alveg á sama skala. Eldhúsið var sem sagt ekki beint hreint og innréttingin varla einu sinni frá seinustu öld. Kannski er ég bara orðin of fín með mig en ég hafði allavega ekki geð í mér að setja dótið mitt í skúffurnar og ætlum við að fá leyfi hjá stráknum, sem við leigjum af, til að mála nokkrar skúffur og skápa að innan.
Sólin skein af og til um helgina á svalirnar okkar og sjáum við fram á sólríkt og heitt sumar því við höfum suður svalir á þriðju hæð sem ekkert skyggir á.