Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, júlí 04, 2004
 
Núna eru bara nokkrir tímar eftir af Danmerkurdvölinni. Hlín ætlar að baka vöfflur og ég bakaði hrísköku. Við ætlum nefnilega að hafa delicious kaffitíma.
Við lendum á landinu kalda í kvöld kl. 21:50 að íslenskum tíma og er íslenska gsm númerið okkar 6638632.
Veðrið hefur ekki leikið við okkur og við svo sem ekki við það heldur. Það hefur sést til sólar seinni partinn af vikunni en ekki til að við næðum að vera kaffibrúnar. Það er kannski bara af hinu góða að við höfum að mestu leyti hangið inni því ég var stungin í handlegginn af mugg (mýflugu) á föstudaginn og bólgnaði þvílíkt upp, leit soldið út fyrir að vera með hrikalega vel æfðan upphandlegg. En það er allt í lagi með mig núna, líka eins gott því við keyptum ekki flugmiðatryggingu, enda verðum við aldrei veikar.

Verðum að minnast aðeins á að á föstudaginn fórum við á local barinn og stóðum fyrir skemmtiatriðum til að fjármagna drykkjuna okkar. Danirnir voru svo hrikalega hrifnir af okkur þremur að við óðum í karlmönnum og áfengi. Við gátum allt og vissum allt, vorum hrikalega góðar í pool, opnuðum bjórinn með beltissylgjunum okkar og tróðum skeiðum í nefið. Klassískt til að slá í gegn á bar, hvað vill maður meira.

Munið íslenska gsm númerið okkar 6638632. Við lofum að svara ef ÞÚ hringir!


fimmtudagur, júlí 01, 2004
 
Loksins, loksins fengum við veður sem okkur prinsessunum sæmir. Í gær var glaðasólskin þegar við vöknuðum. Auðvitað hafði sólin verið heillengi á lofti þar til við drösluðumst framúr og út. Biggi og Hlín eru á jarðhæð og því með lítinn garð. Við borðuðum því morgunmatinn úti en ákváðum að sleppa sólbaðinu þar sem við erum allar frekar hvítar (eða viljum ekki vera of brúnar, eins og Hlín vill segja) og eigum á hættu að brenna. Drifum okkur síðan öll fjögur (þ.e. 3 gellur og Týri) niður í bæ og ákváðum að vera svolítið menningarleg og fórum á Glyptotek (listasafn) og skoðuðum Hugsuðinn, afar merkilegt...svo löbbuðum við auðvita Strikið og sýndum okkur (aðallega) og sáum aðra. Djöfulls fólksmergð, enda ábyggilega allir á leiðinni á Roskilde festival. Íslendingar á hverju horni! Við fengum okkur eitt stykki öl áður en við héldum heim á leið. Í dag er því miður komin rigning :( svo að planið í dag er að vera inni og horfa á Friends og grilla svo á nýja grillinu sem Biggi keypti í gær.