Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Loksins, loksins fengum við veður sem okkur prinsessunum sæmir. Í gær var glaðasólskin þegar við vöknuðum. Auðvitað hafði sólin verið heillengi á lofti þar til við drösluðumst framúr og út. Biggi og Hlín eru á jarðhæð og því með lítinn garð. Við borðuðum því morgunmatinn úti en ákváðum að sleppa sólbaðinu þar sem við erum allar frekar hvítar (eða viljum ekki vera of brúnar, eins og Hlín vill segja) og eigum á hættu að brenna. Drifum okkur síðan öll fjögur (þ.e. 3 gellur og Týri) niður í bæ og ákváðum að vera svolítið menningarleg og fórum á Glyptotek (listasafn) og skoðuðum Hugsuðinn, afar merkilegt...svo löbbuðum við auðvita Strikið og sýndum okkur (aðallega) og sáum aðra. Djöfulls fólksmergð, enda ábyggilega allir á leiðinni á Roskilde festival. Íslendingar á hverju horni! Við fengum okkur eitt stykki öl áður en við héldum heim á leið. Í dag er því miður komin rigning :( svo að planið í dag er að vera inni og horfa á Friends og grilla svo á nýja grillinu sem Biggi keypti í gær. |