Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, maí 28, 2004
 
Í gær eftir vinnu fórum við í IKEA og keyptum rosalega fína kommóðu í fínu stofuna okkar. Kommóðan var 40 kg og það tók okkur töluverðan tíma að dröslan henni heim með strætó og tunnelbana. Undir lokin gátum við labbað kannski 10 metra og þurftum þá að hvíla okkur. Á þessu spöruðum við 5000 íslenskar (sendingarkostnaður/leigubíll) og við erum ekki alveg búnar að ákveða hvað við ætlum að kaupa fyrir peninginn. Það merkilega við þessa ferð var samt að við rifumst bara tvisvar þegar við vorum að rogast með ferlíkið heim og bara einu sinni þegar við vorum að setja það saman. Það kalla ég gott, enda IKEA ábyrgt fyrir mörgum sambandsslitum í upphafi búskapar.

Í kvöld er veisla hjá einni í hópnum mínum því hún mun verja doktorsritgerðina sína í dag. Ég er rebbel og ætla að fara í buxnadragtinni minni en ekki kjól/pilsi eins og reglurnar segja. Ég verð síðan örugglega látin sitja hjá einhverjum kallhálfvita sem mun drepa mig úr leiðindum með sænskum samtalsefnum; hvernig þekkir þú Doktorinn/hvar býrðu eiginlega/mig hefur alltaf langað til að koma til Íslands. En ég er ákveðin í að vera kurteis, Snævar Uppsalabúi skammaði mig nefnilega um daginn fyrir að reyna ekki einu sinni að sýna rétta samkvæmishegðun í veislum sem mér er boðið í (og þarf reyndar að borga í líka), við skulum sjá til hversu lengi ég held út, ég giska á þriðja rauðvínsglas.

Og munið: Nú er næstum bara mánuður þar til við komum heim (4. júlí) og þið verðið að fara að skipuleggja partýin.


miðvikudagur, maí 26, 2004
 
Modgadi sviana i gaer med thvi ad gera grin ad thvi ad their vilja einu sinni a ari tala vid yfirmanninn um thad hvernig manni lidur. Stodst ekki matid, their eru otholandi grenjuskodur med thetta hur kännst det kjaftaedi sitt.

er ad fara ad horfa a sidasta bedmal i borginni thattinn i kvold sem Sue Li, samdoktorsnemi minn tok upp. Vid erum nefninlega bara med thrjar stodvar nuna, sem syna bara fraedsluthaetti og menningarlegt efni og ekki bedmal i borginni.

Her er buid ad vera skitkalt undanfarid, c.a. 10-12 gradur og Sviarnir eru eiginlega farnir ad orvaenta um ad thad verdi nokkud sumar. Eg reyni ad segja theim ad thetta se hid finasta sumarvedur en theim finnst ekkert snidugt ad tala um thetta svona.


mánudagur, maí 24, 2004
 
Fyrstu gestirnir í nýju íbúðina létu sjá sig seinasta fimmtudag. Það var familjen Fridriksson (Georg og Hrönn) og mættu þau með fullt af bakkelsi með sér því Georg var svo hræddur um að fá ekkert að borða hjá okkur. Þrátt fyrir þetta bakaði Auður mín frábærar pönnukökur. Fimmtudagurinn var fríadagur (eins og á Íslandi) og var ég því heima og tók til eins og brjálæðingur áður en gestirnir komu. Aujan mín var svo dugleg að skreppa aðeins í vinnuna, ég er handviss um að það hafi ekki verið til að sleppa við að taka til :)

Á laugardaginn skruppum við í IKEA og keyptum m.a. fataslá og gardínur. Alveg hreint frábært að geta keypt tilbúnar gardínur sem þarf ekki einu sinni að sauma til heldur bara að strauja til að falda. Við fengum augastað á kommóðu en vorum með allt of mikið af dóti til að geta borið hana heim og verðum því að fara í vikunni aftur.
Á laugardagskvöldið fórum við í afmæli hjá stelpum sem voru með Auði í Forskarskolan fyrir ári. Það var svo sem allt í lagi m.v. að ég í raun þekkti bara 2 fyrir utan mig og Auði.

Gærdagurinn fór því mest í að hanga upp í rúmi og ná sér eftir laugardaginn. Auður var þó þrældugleg og þvoði allt. Við vorum síðan búnar að lofa að fara í bíó með Míu (djammvinkonu okkar) og urðum því að drösla okkur út. Ég sá nú ekki eftir því þar sem myndin The Monster var rosalega góð. Mig langaði reyndar ekki til að horfa á myndina á tímabili því ég vissi að hún endaði bara illa en það er algjörlega skiljanlegt að aðalleikonan hafi fengið óskarinn í ár fyrir þennan leik, hann var hreint frábær. Mæli sem sagt með The Monster, hún fær 5 atóm hjá mér.
Eftir það var lítið annað að gera en að raka af sér allt hárið og er það styttra en ég hef nokkurn tímann haft það, það verður fínt eftir eina viku. Þegar maður er með svona stutt hár þá sér maður allar misfellur og ör á hausnum á sér (ég er samt með mjög fínt höfuðlag). Ég verð nú kannski að fara að spyrja foreldra mína út í örin mín, hvað hafi eiginlega gerst í minni æsku og hvort þau hafi virkilega talið að ég myndi aldrei komast að þessu :) Annars er ég bara með 3 ör sem ég sé, ekkert svo stór né ljót.