Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, september 23, 2004
Nú verð ég bara að segja sögu af strák sem er doktorsnemi í sama hóp og ég. Hann býr í blokk hérna ekki langt frá vinnunni þar sem er þvottahús í kjallaranum með nokkrum þvottavélum og þurkurum, svona eins og í flestum blokkum í Stokkhólmi (btw þá eru flest ofbeldisverk sem nágrannar hér fremja á hver öðrum hér í einhverjum tegnslum við þvottahúsið, t.d. að einhver fór yfir á tímanum sínum, einhver þurkaði ekki af þvottavélinni þegar hann var búin o.s.frv.) Eníhú, þá er þessi vinnufélagi minn samviskusamur svíi og hann þurrkaði auðvita af þvottavélinni um daginn þegar hann var að klára sinn tíma í þvottahúsinu. Í þvottahúsum þessum er yfirleitt til þess gerð tuska og hann tekur eftir því þarna að tuskan er eitthvað blettótt en ekki beint skítug svo hann notar hana bara. Þegar hann er alveg að verða búin kemur pirrandi nágranakonan hans inn því hún á næst tíma og segir strax: "Ég myndi ekki nota þessa tusku". Hann svarar með áhugalausu "hví" því þessi kelling er alltaf eitthvað að reyna að tala við hann og hún segir honum það. Þannig var nefnilega mál með vexti að hún var í þvottahúsinu um daginn að þvo og varð þá svona ægilega brátt í brók þannig að hún flýtti sér á klósettið sem er þarna í þvottahúsinu. Þegar hún var búin að ljúka sér af tók hún eftir því að þarna var einginn klósettpappír og af því að hún er líka samviskusamur svíi sem veit að maður á að skeina sig þá trítlaði hún sér inn í þvottaherbergið og nýtti tuskuna góðu til að þurrka burt ullabjakkið. Svo skolaði hún tuskuna og setti hana a sinn stað. Vinnufélagi minn sagðist aldrei hafa þvegið sér eins mikið um hendurnar. miðvikudagur, september 22, 2004
Hérna eru myndirnar frá Prag. Hérna er síðan frábær mynd af veðurálfasteini frá Ingimundi sem hann tók í Borgarfirði eystra. mánudagur, september 20, 2004
Um helgina vorum við alveg hrikalega duglegar. Hjóluðum í bæinn og gengum síðan um allt, auðvitað til að versla soldið. Keyptum okkur nauðsynleg föt og fórum meira að segja á kaffihús. Mikið djöfull vorum við þreyttar þegar við komum heim. Nú skil ég vælið í ríka fólkinu, það er ekkert auðvelt að þurfa að ganga búð úr búð og versla, maður er algjörlega uppgefinn eftir einn dag, hvað þá ef þetta væri það eina sem maður gerði! Þetta hafði þó ekki þau áhrif á okkur að við hengum uppi í rúmi restina af helginni. Í gær las ég nokkrar greinar, við Auður þvoðum fullt (ég þvoði auðvitað nýja vínrauða pilsið hennar Auðar með 3 hvítum bolum frá mér, en guð vakir yfir mér, þeir eru nánast jafn hvítir) og Auður eldaði "batch", þ.e. eldaði nokkra rétti og frysti til að við gætum tekið með okkur síðar í vinnuna. Við erum nefnilega eiginlega búnar að prófa alla örbylgjurétti sem eru seldir í Stokkhólmi og einungis einn er sæmilegur að mínu mati. Í gær fengum við síðan símtal frá stráknum sem við leigjum af. Herfan á 1. hæðinni hafði nefnilega hringt í hann í gær og kvartað yfir okkur Auði. Við áttum sem sagt að hafa verið með partý á laugardaginn sem hafði nú ekki endað svo seint en klukkan 3 um nóttina áttum við að hafa komið aftur og einhverjum að hafa verið misþyrmt í íbúðinni okkar. (Núna eru allar líkur á að einhverjum verði síðar misþyrmt í íbúðinni okkar). Hún sagðist samt ekki vera viss um hvort þetta hefðu verið við eða fólkið fyrir ofan hana (við erum tveimur hæðum fyrir ofan herfuna), hún hefði nefnilega ekki fyrir sitt litla líf þorað fram á gang vegna ofbeldisins sem hún heyrði. Og það sem meira var, þetta ofbeldi tók svo á taugarnar hennar að hún grenjaði í klukkutíma. Þetta allt saman sagði hún strákfíflinu sem við leigjum af. Við vöknuðum ekki við neitt og heyrðum nánast ekkert í þessu partýi, svo ég veit nú ekki hvers konar rosa heyrn þessi kelling er með. Við höfum að sjálfsögðu ekki þorað að vera með nema þetta eina partý í júní því hún hótaði að láta henda okkur út ef við hefðum annað (ef það stæði lengur en til miðnættis). Við vitum heldur ekki hvort partýið á laugardaginn var beint fyrir neðan okkur eða ská fyrir neðan (okkur var nákvæmlega sama) en þessar íbúðir hafa oft verið með partý. Málið er að við fengum nýja nágranna fyrir svona 3 vikum sem eru ská fyrir neðan okkur og við elskum þá. Þau eru nefnilega búin að vera með partý hverja einustu helgi og stundum báða dagana. Þetta fer ekkert í taugarnar á okkur því við heyrum nánast ekkert í þeim og við vitum að kellingardruslan hlýtur að vera að ærast :) |