Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, október 27, 2004
Í hádeginu labbaði ég mér yfir í Biokemi & Biofysik deildina til að hitta Auði. Auður er í afar spennandi próteinkúrsi og því á hverjum degi í Universitet, annars er hún soldinn spöl frá. Okkur fannst því tilvalið að borða hádegismat saman. Þegar ég sá hana fór ég strax að hlæja. Þarna haltraði hún niður tröppurnar og þegar ég kíkti nánar sá ég glitta í skjannahvíta hægri löppina sem var ofná skónum en undir reimunum og þannig reyrð föst við skóinn. Ástæða, jahh, þarf maður alltaf ástæðu fyrir öllu!!! Jú, sem betur fer var nú næstum því alveg ágætis ástæða fyrir því að Auður gékk eins og fífl og leit út eins og róni til fótanna, eða öllu heldur fótarins. Eftir hið hræðilega táslys í gærmorgun, þegar táin hreinlega sprakk, hefur Auður verið að drepast í tánni og gengur ekki að vera í skóm því þá byrjar að blæða. Ég varð nú reyndar soldið hissa í gær þegar ég sá sárið, það er í alvöru um 1.5 cm langt og liggur á oddi táarinnar. En mikið er nú gott að vita að Auður mín er ekki ein af þeim sem liggur heima með löppina á púða ef litla táin er eitthvað að pirra hana heldur reddar hún bara málunum :) þriðjudagur, október 26, 2004
Við komum frá Sviss í gærmorgun. Vöknuðum kl. 4 um nóttina, tókum lestina til Zurich og svo flugvélina heim. Sem betur fer náðum við að sofa smá alls staðar því við fórum síðan beint í vinnuna. Á sunnudögum er Basel algjörlega steindauður bær og neyddumst við því til að taka því rólega. Löbbuðum bara yfir til Frakklands í 23ja stiga hita og fengum okkur franskar og kók á nánast eina opna staðnum. Hefðum nú líka getað labbað okkur til Þýskalands en það hefði tekið aðeins lengri tíma. Horfðum á nokkuð góða mynd sem heitir Gia og er með Angelina Jolie í aðalhlutverki sem er alls ekki að skemma fyrir myndinni. Jolie er ekki ljótur kvenmaður og það var heldur ekkert leiðinlegt að mikinn hluta af myndinni var hún í afar fáum klæðum og stundum í engum. Mæli sem sagt alveg með þessari mynd en búið ykkur líka undir að hún er sorleg á köflum. Alveg hreint magnað hvernig líkaminn starfar. Í morgun rak Auður litlu tána í vegg og rak upp þetta líka skaðræðisöskur og sá ég um leið blóðið fossa á gólfið. Ég hélt að hún hefði miss nöglina eða jafnvel löppina því svo mikið blóð kom. Nei, nei, allt var á sínum stað en skinnið á litlu tánni hafði bara sprungið, líklega af því að Auður þrammaði í Sviss á þröngu, flottu, nýju skónum sínum og gerði því að öllum líkindum útaf við tána. Hins vegar stoppaði líka fljótlega að blæða. Alveg hreint magnað, þetta hef ég aldrei séð fyrr. Hérna til vinstri er ég búin að setja upp teljara og fyrir þau ykkar sem eruð að velta skammstöfununum fyrir ykkur þá stendur "H, B & T" fyrir Hlín, Biggi & Týri og "Ö & K" stendur fyrir Ögmundur og Kalli. Öll nöfnin komast bara ekki fyrir í línunni, ég mun reyna að fixa þetta eitthvað síðar. sunnudagur, október 24, 2004
Við létum verða að því í gær að fara á BarRouge sem er á efstu hæð (31.) í hæsta húsi Basel. Á staðnum er allt rautt á litinn og utanfrá séð er byggingin dökk með rauðum toppi. Það kom á daginn að þessi staður er sá besti sem Mummi hefur farið á hérna, opinn til 4 og technó spilað allan tímann. Þrjár af hliðum barsins var með rúðum frá gólfi til lofts. Það var því hægt að skoða Basel nánast 360 gráður. Og sagan sem Mummi sagði okkur af klósettunum var sko engin lýgi. Inni á klósettunum eru líkar rúður frá gólfi til lofts svo við Auður horfðum yfir Basel þegar við sátum á postulíninu, soldið skerí. Því miður gleymdum við myndavélinni okkar, þó ólíklegt að við gleymum þessu. Það að horfa niður var nú ekki það hræðilegasta sem ég upplifði á staðnum og þó er ég drullu tímabundið lofthrædd, þ.e. hræðslan fer vanalega eftir svona 2 mín. Eftir að hafa dansað í 2 tíma stanslaust var mín orðin soldið lúin og settist á einn af rauðu púðunum til að slappa af, held meira að segja að ég hafi dottað. Allavega, svo fór ég eitthvað að handfjatla jakkann minn og fann þá ekki kortin okkar, þ.e. sænsku skilríkin okkar og sænsku kreditkortin okkar. Auðvitað trúði ég þessu ekki í fyrstu því hversu oft týnir maður öllum kortunum sínum og ég sem hafði allt kvöldið verið að passa upp á að jakkavasinn væri nú lokaður. Nú byrjaði þvílíkt panic, ég leitaði á öllu dansgólfinu, sem var sem betur fer frekar lítið, og fann skilríkin okkar en ekki kreditkortin. Skílríkin voru auðvitað drulluskítug eftir að fólk hafði dansað á þeim. Bara til að prófa fórum við á barinn og spurðum eftir kreditkortunum okkar, og viti minn, eitthvað indælis fólk hafði greinilega fundið þau og skilað þeim inn. Yndislegt fólk í Sviss. Sem betur fer samt hafði ég fundið skilríkin okkar því annars hefðum við sko ekki fengið kreditkortin :) Svo þessum bar mælum við heldur betur með. |