Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, febrúar 07, 2005
Á föstudaginn var jólapartý í vinnunni minni. Fyrir veisluna var prófessorinn minn (sem er nýlega orðinn yfirmaður stofnunarinnar næstu tvö árin) með upplýsingafund, þ.e. hvernig fjármál stofnunarinnar standa, við hverju megi búast á næstunni og svör við spurningum sem voru nýlega sendar til allra á stofnuninni. Upphaflega átti fundurinn að taka hálftíma. Eftir 50 mínútur var hann greinilega búinn að átta sig á því að hann var búinn að tala allt of lengi því hann hafði orð á því. Þrátt fyrir það lauk fundinum ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma. Vá hvað svona fundir geta verið þreytandi. Ég skellti mér þá í nýju draktina mína og gékk niður stigann þar sem nánast allir voru. Mér leið alveg eins og þegar okkur mömmu og pabba var kennt að ganga eins og drottningin niður tröppur í ráðhúsinu. Draktin vakti þvílíka lukku enda hrikalega flott. Kvöldið var afar vel heppnað með tilheyrandi mat, leikjum, dans og drykkju og kom ég heim tæplega 5. Svíarnir mínir kunna sko að skemmta sér. Á laugardeginum fórum við til Hrannar og Georgs og átum nánast allar nýbökuðu vatnsdeigsbollurnar þeirra. Ég var nú örlítið þunn en ákvað samt að éta eins mikið og ég gat því ekki væri von á þessum bollum aftur fyrr en eftir ár. Bollurnar voru líka alveg ofboðslega góðar. Heimsóknin drógst svo á langin að tími var til að panta pizzu. Ef frá eru dregnar Pizza Hut pizzurnar þá eru pizzufyrirtækið þeirra Hrannar og Georgs með best útilátnu pizzur sem ég hef borðað í Stokkhólmi. Við drifum okkur samt nógu snemma heim til að sjá Gaygalan beint í sjónvarpinu. Galan var mjög flott og skemmtileg og ákváðum við Auður því að fara einhvern tímann sjálfar. Það kostar samt eflaust nokkra þúsundkalla. Það er þá bara að byrja að safna. Í gær hjóluðum við að Hammarbybacken sem er alveg ágætisskíðasvæði í Stokkhólmi í korters fjarlægð frá okkur. Hugmyndin var að fara á skíði á gær ef það væri einhver snjór. Það var rétt svo snjór akkúrat þar sem lyftan var en samt voru nú nokkrir á skíðum, aðallega þó fólk með hjálma sem benti til æfingar. Við hættum snarlega við þar sem við vildum nú ekki fórna nýju skíðunum hennar Auðar á hugsanlegum steinum í brekkunni. En fyrirhuguð er ferð hjá okkur um næstu helgi aðeins út fyrir Stokkhólm í skemmtilegum brekkum þar sem er ábyggilega allt fullt af snjó. |