Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, janúar 30, 2006
Hérna getið þið séð línuritið yfir þær 5 stærðarmælingar sem gerðar hafa verið á Gússí (eða leginu öllu heldur). Af því að bolludagurinn nálgast (er eftir nákvæmlega viku) og ég elska vatnsdeigsbollur þá datt mér í hug að þjófstarta aðeins. Ég byrjaði því mjög bjartsýn í gær að gera bollur því þær tókust svo fullkomlega í fyrra. Ég hugsaði lítið til þess þegar ég reyndi að baka vatnsdegisbollur 7 sinnum fyrir 3 árum en fékk einungis út vatnsdegisklatta í hvert einasta skipti. Mér til smá furðu (því ég var svo bjartsýn) og örlítilla vonbrigða fékk ég út klatta í þetta skiptið líka. Staðan er því 8:1 fyrir klöttum gegn bollum!!! Það er næsta víst (eins og Bjarni Fel myndi orða það) að ég mun prófa aftur næsta sunnudag því ég gefst ekki upp. |