Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, nóvember 24, 2006
 
Ég er sko farin að borða sjálf, allavega smá meðlæti. Á mánudeginum í seinustu viku var mamma að borða brauð með kavíar. Mér fanns vera kominn tími til að mér væri gefinn fullorðinsmatur svo ég keyrði nokkrum sinnum á mömmu í göngugrindinni minni til að hún fattaði hvað ég vildi. Brauðið var rosalega gott en soldið salt.
Næsta dag fékk ég aftur brauð með kavíar (soldið minna af kavíarnum í þetta sinn) en ég þurfti að keyra soldið á mömmu fyrst. Og á miðvikudeginum held ég að mamma hafi loksins náð því að ég vildi borða það sem hún var að borða sem var kínverskur matur, rosa góður.
Eftir þetta fæ ég alltaf Cheerious með matnum og t.d. rúsínur, melónur eða mandarínur. Mér finnst Cheeriousið best og er nokkuð lunkin við að setja það upp í mig. Ég skil samt ekki alveg af hverju tungan reynir að ýta Cheeriousinu út úr munninum þegar puttarnir mínir eru að reyna að ýta því inn. Svo skil ég heldur ekki hvað mamma er alltaf að baksa á gólfinu eftir að ég er búin að borða, ég held að hún sé að borða matinn minn sem hefur dottið á gólfið, allavega hverfa matarleifarnar alltaf.

Á mánudaginn í seinustu viku kom Auja mamma með mér og Emelíu mömmu á sundnámsskeiðið. Auja mamma var á bakkanum og tók myndir og video af mér. Ég var nefnilega svo hrikalega dugleg að hoppa sjálf af bakkanum og út í sundlaugina og í kaf. Ég veit alveg að ég á að halda niðri í mér andanum þegar ég hoppa út í.

Amma og afi í Kjalarlandi komu í heimsókn til mín fyrir viku og fóru á mánudaginn aftur til Íslands. Þau gáfu mér nokkrar bækur, m.a. eina með fullt af dýrum sem Auja mamma les fyrir mig á hverju kvöldi. Auja mamma veit nefnilega hvað öll dýrin í bókinni segja.
Ég fékk líka ofsalega sniðugt tæki sem kallast dúsa. Maður setur ávexti í net og skrúfar handfang á og þá get ég sjálf nagað ávexti án þess að þeir standi í mér, sem er afar mikill kostur skilst mér.
Það var ofsalega gaman hjá okkur og vildi ég alltaf vera hjá ömmu og afa. Við fórum tvo daga niður í bæ. Annan daginn hittum við Börk, bróður ömmu niðri í bæ og vorum með honum allan daginn. Börkur er læknir og vinnur í Stokkhólmi en býr á Íslandi.
Hinn daginn var ég með Auju mömmu og afa heima því Emelía mamma og amma fóru niður í bæ svo amma gæti keypt jólagjafir. Við skruppum svo niður í bæ til að hitta þær og svo fór ég heim með ömmu og afa en mömmur mínar fóru í bíó saman. Ég var sko rosalega þæg hjá ömmu og afa en fór samt að hágráta þegar þau ætluðu að gefa mér að borða, ég var líklega bara soldið þreytt.
Takk æðislega fyrir að koma til mín, ég hlakka ofsalega til að sjá ykkur um jólin.

Kíkið endilega á nýjar myndir.


laugardagur, nóvember 11, 2006
 
Við gerðum herbergi fyrir Önnu Eir í dag. Drösluðum nánast öllu út úr gestaherberginu, skildum eftir svefnsófann og eina hillu sem við erum ekki búnar að ákveða hvar við ætlum að hafa. Flutningurinn gékk nokkuð vel með sæmilega miklu nöldri eins og vanalega þegar við Auður vinnum saman. Okkur tekst samt alltaf vel til og erum sáttar á endanum :)
Herbergið er ofsalega sætt. Við keyptum sem sagt Mammúd húsgögn í IKEA, þau eru litrík og örlítið abstrakt. Það hlýtur að vera hollt fyrir krakka að sjá að heimurinn þarf ekki að vera nákvæmlega eins og fullorðna fólkið vill alltaf hafa hann.
Núna er tölvan komin inn í svefnherbergið okkar og þurftum við að bora gat í gegnum vegginn á milli herbergjanna til að geta tengst netinu. Það er nefnilega bara ein netdós í húsinu og er hún staðsett í herberginu hennar Önnu Eirar. Það reyndist auðvelt því ekki er um burðarvegg að ræða og svo er skápur okkar megin. Einhver fyrri íbúa hefur gert hið sama því það reyndist vera gat á úthlið skápsins.
Anna Eir var sko heldur betur sátt við breytingarnar og sofnaði vært, þessi engill :)


föstudagur, nóvember 10, 2006
 
Anna Eir er loksins farin að hafa áhuga á dýrum. Það býr unglingsköttur hérna nálægt og er hann því oft á vappi kringum húsið okkar. Anna Eir ljómar öll þegar ég tek köttinn upp og sýni henni. Í vikunni ákvað ég að það væri nú kominn tími til að hún fengi að klappa kettinum aðeins. Anna Eir var mjög efnilega í fyrstu handahreyfingunni, gerði mjúkt og fínt, en næst greip hún auðvitað í hárin á kettinum, sem snéri sér snöggt við og horfði illilega á hana. Núna fær Anna Eir bara að virða kisu fyrir sér í hæfilegri fjarlægð.
Kötturinn ákvað í gær að hefna sín. Anna Eir var sofandi úti í vagninum sínum með flugnanetið yfir skerminum til að varna alls konar kvikindum aðgangi. Þegar ég lít eitt sinn út um gluggann þá sé ég kattarkvikindið ofan á vagninum, hoppa upp á skerminn sem við það fellur niður og kötturinn neyðist til að hoppa af. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að Anna Eir var glaðvakandi þegar ég kom út.
Þetta var víst ekki nóg, kötturinn er greinilega mjög langrækinn því þegar Auður kom heim áðan sá hún köttinn steinsofandi í vagninum hennar Önnu Eirar. Við geymum vagninn alltaf á ganginum fyrir utan íbúðina og skiljanlega hefur mjúkur kerrupokinn heillað köttinn. Honum til varnar þá var útidyrahurðin lokuð svo það var bara eins gott að leggja sig aðeins.

Við erum enn að eyða brúðkaupspeningunum okkar, við reynum að kaupa okkur eitthvað verulega fínt sem við hefðum kannki ekki tímt að kaupa annars. Í seinustu viku keyptum við því rosalegt hnífasett. Það var á 51% afslætti en samt fannst mér það kosta mikið. Við sjáum hins vegar ekki eftir krónu í hnífana því þeir eru all rosalegir enda af hinu góða merki Villeroy & Boch (mont, mont).

Þið getið séð nokkrar fleiri myndir hérna.


 
Verd bara ad vitna i Einar snilling vardandi hvalveidar. Stutt og laggott.

"....Sko. Mér finnst alltílagi að skjóta hvali en mér finnst ekki alltílagi að gera það ef allir hætta að fíla okkur....En ef það er þetta sem þarf til að koma í veg fyrir að Nylon gefi út geisladisk, then so be it!"

haettum nu thessari thrjosku. Ekki meira hvalaskjót.


 
I gaer leigdum vid bil og forum i Ikea. Thad var alveg hundleidinlegt. Vid Emelia vorum daltid othekkar og gedvondar en Anna Eir var aegilega stillt ad venju. Vid keyptum litla stola og bord og ymislegt fleira handa Önnu Eir sem vid aetlum ad setja i barnaherbergid sem vid erum ad innretta. Reyndar var bordid sem vid aetludum ad kaupa ekki til i gaerkvoldi svo Emelia og Anna thurftu ad fara aftur i Ikea i morgun til ad na i thad. Um helgina munum vid semsagt vera i thvi ad breyta gestaherberginu i barnaherbergi.
Tad verdur lika mjog kaerkomin breyting fyrir okkur Emeliu thvi vid hofum sofid i gestaherberginu i 2 manudi og Anna Eir hefur verid ein i okkar herbergi. Thad brakar svo hryllilega i ruminu okkar og vid heldum kannski ad hun vaknadi vid thad. Nu faum vid semsagt rumid okkar aftur.
Gestir thurfa ekki ad örvaenta, their verda ekki latnir sova a teppi a stofugolfinu med ulpuna sina yfir ser. Röndótti svefnsófinn sem margir kannast vid verdur áfram i barna/gestaherberginu og mun thjona nyjum gestum jafnvel og gomlum.


þriðjudagur, nóvember 07, 2006
 
Það er heillangt síðan ég bloggaði seinast og ætti örugglega eitthvað markvert að hafa gerst hjá okkur en ég man eiginlega ekki hvað við höfum verið að dunda okkur.
Ég man að á sunnudaginn fórum við til Uppsala í heimsókn til Snævars, Sigrúnar og Sólveigar Birtu. Við vorum að hitta nýju stelpuna í fyrsta skiptið og leist okkur alveg ofsalega vel á hana.
Við fórum líka í heimsókn til Örnu, Karvels og strákanna og vorum við að sjá íbúðina þeirra í fyrsta skiptið. Hún er glæný og rosa flott. Ég tók út herbergi Arnars Smára og Hauks Freys því við Auður erum að fara að innrétta barnaherbergi fyrir Önnu Eir. Hún á að vera í því sem kallast núna gestaherbergið. Við ætlum sem sagt í IKEA á fimmtudaginn til að kaupa eitthvað fínt barnadót.

Auður er búin að vera að æfa Önnu Eir að kafa með því að telja upp á þremur, segja "kafa" og hella vatni yfir hausinn á henni í baði. Anna Eir hefur verið ofsalega dugleg, heldur niðri í sér andanum og lokar augunum.
Í gær fórum við í barnasundið og prófuðum að kafa almennilega, margoft. Anna Eir var á sundlaugarbakkanum og togaði ég hana niður í laugina á bólakaf og dróg hana upp úr. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að Anna Eir stóð sig afskaplega vel og var alveg með á nótunum þrátt fyrir að það reyndist mér mjög erfitt að fá hana til að horfa á mig þegar ég taldi niður, allir aðrir voru svo spennandi.

Ég setti inn link á bloggið hans Ögmundar frænda Auðar hérna til vinstri. Kíkið endilega á það, mjög skemmtileg lesning.
Einnig uppfærði ég linkinn hans Kalla, hann er víst löngu hættur með gömlu síðuna sína en byrjaður með nýja.

Setti inn eina mynd frá október og svo nokkrar úr nóvember.


föstudagur, nóvember 03, 2006
 
Sjitt hvad thad er kalt herna. -8 i morgun! A midvikudaginn aetladi Emelia ad vera dugleg og for ad versla fyrir heimilid med Önnu Eir. Thegar hun lagdi af stad var sma svona fjuk og pinusnjokoma en thegar hun var buin ad versla var komin rosaleg snjokoma og minnst 5cm snjor a jordina. Thaer hringdu i mig til ad hjalpa ser heim med allar vörurnar og eg komst til theirra med straeto en thegar vid aetludum til baka thokadist umferdin nanast ekki neitt og enginn straeto sjaanlegur. Vid akvadum ad labba i kukavedrinu a nedanjardarlestarstodina og taka lestina fyrst nidur i bae og sidan heim til okkar. Tok allt i allt ruman klukkutima. Vinnufelagi minn sem er lika nagranni okkar for heim med straeto og var 3 og halfan tima a leidinni. Sviar eru nefnilega eins og islendingar; thegar veturinn kemur med snjoinn litur folk undrandi til himins og skilur ekkert i hvada hvitu flygsur thetta eru, hristir hausinn, stigur upp i sumardekkjadann bilinn sinn og flautar a hina halfvitan sem ekki koma ser ur sporunum. Sviar eru annars mjog fljotir ad jafna sig. Their koma heim, kikja i dagbokina sina sidan i fyrra, segja "aha, snjor, thad var thad sem thetta var" og senda af stad gröfuherinn sem er buin ad moka burt öllum snjo thegar Sviarnir vakna daginn eftir.

Annars skil eg aldrei hvadan thessar gröfur koma og allt folkid sem er tilbuid til ad stokkva ut um midja nott nanast fyrirvaralaust og moka snjo úr heilli borg a nokkrum timum. Hvad eru gröfurnar og gröfufólkid ad gera annars? Er thad a bakvakt heima hja ser, bónar gröfuna, borar i nefid og horfir a leidarljos, Er borgin kannski med samning vid öll gröfufyrirtaeki a svaedinu sem haetta i öllum ödrum verkefnum um leid og thad kemur snjor? Amk er thetta system sem virkar otrulega vel. Gröfufolk er hetjur.