Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, desember 03, 2006
 
Er nánast alveg búin að ná mér af kvefinu sem ég fékk fyrir rúmri viku.

Á fimmtudaginn reisti ég mig við í fyrsta skiptið. Ég var að reyna að ná í eitthvað á baðkarsbrúininni þegar ég var í baði; ég greip í brúnina og hífði mig upp, ekkert mál. Mömmur mínar æptu eitthvað en ég var sallaróleg yfir þessu. Ég er sko búin að gera þetta nokkrum sinnum eftir það.

Í gær fórum við til Uppsala á árlegu jólagleðina sem mömmur mínar og 6 vinir þeirra halda. Þau eru sko ekki lengur ein því núna eru samtals 5 börn komin í hópinn: Arnar Smári (1 árs og 9 mánaða), Eiríkur Freyr (1 árs og 5 mánað), Ég (9 mánaða), Haukur Freyr (8 mánaða) og Sólveig Birta (2 mánaða).
Ég hef sko oft náð að fara á allar fjórar fæturnar en í gær tókst mér meira að segja að taka eitt skref og mér tókst næstum því að setjast á rassinn.
Ég ákvað að pína mömmur mínar ekki lengur. Þær hafa nefnilega reynt að kenna mér í marga mánuði að klappa en ég hef ekki viljað gera það. Í gær byrjaði ég svo allt í einu á því sjálf. Ég var sko búin að vera að æfa mig í laumi þegar þær sáu ekki til og núna klappa ég dagin út og daginn inn.
Það voru því miklar framfarir í gær í sveitinni.

Síðan á miðvikudaginn hafa mömmur mínar séð að það var von á einni framtönn í neðri gómi, vinstra megin frá mér séð. Í morgun fannst svo í fyrsta skiptið fyrir henni.

Fyrr í vikunni, þegar ég lá á skiptiborðinu, tókst mér að henda tannburstanum mínum í klósettið og lenti hann í kúknum mínum en mamma hafði einmitt verið að skeina mér. Ég þarf víst að fá nýjan tannbursta, sérstaklega núna þar sem ég verð að byrja að bursta nýju tönnina.

Ég er oft búin að vera að fikta í videoinu í vikunni. Ég næ nefnilega að teygja mig í það og stinga puttunum inn þar sem spólurnar fara. Ég festi reyndar puttann einu sinni og orgaði óskaplega mikið en það hefur sko ekki stoppað mig. Kannski er ástæðan fyrir því að ég reyni meira að fara á allar fjórar til að komast betur að videoinu.


Ég er búin að bæta við link á Rósu Hrefnu og Ástu Maríu frænkur mínar hérna til vinstri.

Nýjar myndir úr nóvember og desember.