Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, febrúar 28, 2007

 
Nú eru amma og afi á brekkulæk farin heim aftur. Það var æðislega gaman að hafa þau en því miður varð afi veikur á sunnudaginn og honum var ekki batnað í gær. Ég varð líka veik á sunnudaginn, ældi smá og fékk drullu en nú er ég að lagast. Á laugardaginn héldum við upp á afmælið mitt. Það var svaka stuð og fullt af krökkum þám 2 aðrir ofnæmisgemsar eins og ég þannig að mömmurnar mínar og amma gerðu fullt af eggja-, mjólkur og hnetufríum afmælismat. Ég fékk rosa marga pakka en mér þóttu kortin á pökkunum meira spennandi en innihaldið. Ég fékk kjól, dupló, trommusnigill, svínabelju sem syngur, bækur, skó, geisladisk, fingraliti, kubba, bol og pening.

Á mánudaginn saumuðu amma og Auja mamma gardínur í herbergið mitt. Þær eru algjört æði, með ljónum, öpum, sebrahestum og gíröffum á. Ég hermi eftir apanum og ljóninu þegar ég kem inn í herbergið mitt. Nú er líka rosa dimmt í herberginu mínu þegar ég legg mig þar á daginn.

Auja mamma ætlar að setja inn nokkrar myndir á eftir.


þriðjudagur, febrúar 20, 2007
 
Um helgina fórum við í afmæli til Arnars Smára í uppsala. Hann var 2ja ára, rosa stór strákur. Hann fékk fullt af pökkum og dóti sem var ægilega spennandi. Auðvita var fullt af krökkum í afmælinu sem mér fannst rosa skemmtilegt að fylgjast með og leika við. Ég er dálítið ákveðin stundum svo hinir krakkarnir voru ekki alltaf jafnglaðir með að ég væri að leika við þau en það var svo sjaldan. Ég setti nýtt göngumet í afmælinu, fyrra metið var 8 skref en nú voru það eitthvað yfir tíu. Þau voru amk svo mörg að ég gat ekki talið þau. Arna og Karvel, mamma og pabbi Arnars Smára höfðu bakað vatnsdeigsbollur sem Emelía mamma át yfir sig af, þær voru svo góðar.

Áðan fórum við svo í öppna förskolan þar sem voru bakaðar Semlor, sem eru svona sænskar bolludagsbollur. Ég gat ekki hjálpað til að baka eða fengið að smakka því það er mjólk í Semlum svo ég var bara að leika mér við strák sem líka er með mjólkurofnæmi. Hann er svo slæmur að hann getur ekki andað ef hann fær í sig mjólk, en það hefur sem betur fer ekki komið fyrir mig enn, enda eru mömmurnar mínar voða duglegar að passa að ég fái ekki í mig mjólk.

Á fimmtudaginn koma amma og afi á brekkulæki í heimsókn til mín. Ég hlakka ægilega mikið til. Mér finnst nefninlega ofsa gaman að tala við þau á skype og þekki þau alveg. Á eftir ætla ég að fara á skansen með Auju mömmu, Måns og Pål pabba hans.


fimmtudagur, febrúar 15, 2007

 
Í gær fór ég í öppna förskolan og í fyrsta skipti sat ég ekki eins og steinrunninn þegar verið var að syngja heldur veifaði höndinni einu sinni og klappaði tvisvar! Reyndar byrjaði ég morguninn á að sitja og stara á einn pabban í hálftíma, honum fannst það smá vandræðalegt. Í morgun var ég svo enn duglegri, klappaði oft og gerði hreyfingarnar með sumum lögunum. Ég er líka farin að leika mér meira með hinum krökkunum í staðin fyrir að hanga bara í mömmu eins og áður. Svo kann ég orðið að herma eftir apa og ljóni, sem eru bæði dýr sem sungið er um. Á eftir ætlar Måns að koma í heimsókn til mín og við ætlum að renna okkur á snjóþotu. Mamma ætlar að setja inn myndir fyrir mig á eftir, ekki missa af því.


þriðjudagur, febrúar 13, 2007
 
Helgin hjá mér var rosa skemmtileg. Ég fór í partý til nágranna okkar, þeirra Ling og Yang en Yang vinnur með Emó mömmu. Emó mamma hjálpaði til við að gera dumplings sem er svona kínveskur matur en Auja mamma hljóp á eftir mér um alla íbúðina þeirra, ég veit ekki af hverju, mest var hún fyrir mér þegar ég var að skoða dótið sem Ling og Yang eiga. Mér fannst Ling rosalega spennandi en hún var því miður upptekin við að stjórna dumplingsgerðinni. Hún lofaði að koma í heimsókn bráðum og leika við mig.

Á sunnudaginn talaði ég við öll ömmu- og- afa-pörin mín (ég á sko þrjú, ég er svo heppin) á skype og ég sýndi þeim hvað ég er orðin dugleg að labba. Ég tók margoft minnst 7 skref og ég þori stundum að labba frá einhverjum stað þar sem ég held mér í til mömmu en ekki bara á milli mammanna minna eins og áður. Þegar ég var búin með hverja strollu leit ég á tölvuna til að gá hvort ömmur og afar væru ekki örugglega að klappa fyrir mér.

Í gærmorgun fór ég með Auju mömmu í öppna förskolan og þegar við komum heim eldaði hún mat handa mér, enn einu sinni. Hún hefur oft reynt þetta en hún bara gerir ekki nógu góðan mat! Á endanum gaf hún mér krukkumat sem betur fer. Mér finnst matur úr krukku langbestur og borða bara mömmumat þegar búið er að þynna hann út með krukkumat. Ég borða líka stundum fiskbita eða kjúklingabita ef ég fæ að tína upp í mig sjálf. Mamma var svo lengi að skilja í morgun að ég vildi ekki matinn hennar að ég var næstum sofnuð við matarborðið.

Annars fór mamma í jólasokkum í öppna förskolan! ekki spyrja mig af hverju.

Annars er það helst að frétta að síðan á aðfaranótt föstudags hef ég samtals vaknað tvisvar um miðja nótt og alltaf sofið til amk 7. Mömmur mínar eru þvílikt ánægðar með mig. Ég er ekki eins ánægð því þær láta mig sofna sjálfa í rúminu mínu en það er ekki eins slæmt og ég hélt fyrst.


fimmtudagur, febrúar 08, 2007
 
Nú ætla ég að koma með smá uppdeit þar sem ég er alveg að verða eins árs og ég hef ekki bloggað svo lengi. Ég er farin að labba, mest svona 4-5 skref í einu, oftast bara 3 eða færri. Mér gengur sæmilega að halda jafnvægi en þarf að æfa mig meira. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að labba með gönguvagninn frá ömmu og afa á brekkulæk og með bílinn frá Ömma, Kötu og Ara. Þá hleyp ég um stofuna og skríki því ég er svo dugleg.
Svo er ég farin að herma eftir hundi og mér finnst rosa skemmtilegt að skoða myndir af hundum á netinu og að horfa á dýrin á Animal planet þegar mömmur mínar leyfa mér það. Ég þekki sko alveg munin á hundi og öðrum dýrum.
Mér finnst tónlist æði, bendi á græjurnar og dilla mér þegar ég vil heyra tónlist. Ég dansa við nánast hvað sem er, meira að segja nýja (og leiðinlega skv. Auju mömmu) fréttastefið á Rúv. Þegar ég dansa minni ég smá á Elvis, ég kikna í hnjánum og geri alskyns mjaðmahnykki ef ég stend. Ef ég sit þá dingla ég yfirleitt hægri löppinni eða veifa með báðum höndum (kann btw alveg að vinka þegar einhver fer). Því miður þá fíla ég ekki pönk ennþá, þegar Auja mamma setti stórgott pönk á fóninn um daginn hélt ég áfram að benda á græjurnar og heimta tónlist! Auja mamma ætlar samt að kenna mér að fíla pönk seinna. Í morgun spilaði Lísa Páls prumpulagið með doktor Gunna og mér fannst það ýkt fyndið.
Við Auja mamma syngjum oft, uppáhaldslagið mitt er Nú er úti norðanvindur, ég dilla mér þvílíkt þegar kemur að úmbarassa en við syngjum líka rokkútgáfuna af kalli litli könguló, fyrst á réttunni og 10 litlir indjánar sem er sænskt. Ég kann hreyfingarnar í öllum lögunum og geri þær oft með, kannski ekki alveg á réttum tíma eða á réttan hátt en það er allt í áttina.
Ég er eiginlega farin að skilja að ömmur mínar og afar eiga heima í tölvunni, ég spjalla stundum við þau á netinu og sýni þeim hvað ég kann. Mér finnst þetta dálítið skrýtið en eins og margt annað þá sætti ég mig við það í bili.
Fleira sem mér finnst skemmtilegt (svona fyrir utan allt sem ég ekki má) eru hálsmen og rennilásar. Allir sem eru með hálsmen eru vinir mínir. Mér finnst líka gaman að borða sjálf þó það sé smá sóðalegt en ég þarf ekki að taka til. Mér finnst líka rosa gaman að vera úti, sérstaklega á róló. Mömmur mínar fara stundum með mig að róla eða renna og ég er ekkert hrædd.
Nú verð eg að fara að borða og sofa. meira síðar.


miðvikudagur, febrúar 07, 2007

 
Jæja, þá er loksinsk komið að því að blogga. Ég er búin að vera svo upptekin að ég hef ekkert getað bloggað. Fyrir tveimur vikum var ég veik, með ælupest og átti voða bágt. Mamma þurfti að halda á mér allan daginn og ég vildi ekki borða neitt. Ég var veik frá þriðjudegi fram á laugardag en nú er mér batað af ælunni og ég er komin með kvef. Við mamma erum því bara inni í dag, enda eru -8°C úti, voru -15°C í morgun þegar Emó Mamma fór í vinnunna.
Í síðustu viku var svo fullt að gera hjá mér. Måns sem er orðin eins árs og Pål pabbi hans komu í heimsókn til mín á miðvikudaginn og við lékum okkur fullt. Á fimmtudag fórum við með hrönn að sækja Eirík á leikskólann og fórum síðan heim til þeirra að leika og á föstudaginn fórum við í eins árs afmælisveislu í vinnuna til mömmu en hann Albert IV og Heidi sem vinna með mömmu og eiga Albert V héldu upp á afmælið hans þar. brjálað stuð hjá mér en nú er ég sumsagt veik og við mamma erum bara heima. Ég ætla að setja inn einhverjar myndir fljótlega.