Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Jæja, þá er loksinsk komið að því að blogga. Ég er búin að vera svo upptekin að ég hef ekkert getað bloggað. Fyrir tveimur vikum var ég veik, með ælupest og átti voða bágt. Mamma þurfti að halda á mér allan daginn og ég vildi ekki borða neitt. Ég var veik frá þriðjudegi fram á laugardag en nú er mér batað af ælunni og ég er komin með kvef. Við mamma erum því bara inni í dag, enda eru -8°C úti, voru -15°C í morgun þegar Emó Mamma fór í vinnunna. Í síðustu viku var svo fullt að gera hjá mér. Måns sem er orðin eins árs og Pål pabbi hans komu í heimsókn til mín á miðvikudaginn og við lékum okkur fullt. Á fimmtudag fórum við með hrönn að sækja Eirík á leikskólann og fórum síðan heim til þeirra að leika og á föstudaginn fórum við í eins árs afmælisveislu í vinnuna til mömmu en hann Albert IV og Heidi sem vinna með mömmu og eiga Albert V héldu upp á afmælið hans þar. brjálað stuð hjá mér en nú er ég sumsagt veik og við mamma erum bara heima. Ég ætla að setja inn einhverjar myndir fljótlega. |