Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Nú ætla ég að koma með smá uppdeit þar sem ég er alveg að verða eins árs og ég hef ekki bloggað svo lengi. Ég er farin að labba, mest svona 4-5 skref í einu, oftast bara 3 eða færri. Mér gengur sæmilega að halda jafnvægi en þarf að æfa mig meira. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að labba með gönguvagninn frá ömmu og afa á brekkulæk og með bílinn frá Ömma, Kötu og Ara. Þá hleyp ég um stofuna og skríki því ég er svo dugleg. Svo er ég farin að herma eftir hundi og mér finnst rosa skemmtilegt að skoða myndir af hundum á netinu og að horfa á dýrin á Animal planet þegar mömmur mínar leyfa mér það. Ég þekki sko alveg munin á hundi og öðrum dýrum. Mér finnst tónlist æði, bendi á græjurnar og dilla mér þegar ég vil heyra tónlist. Ég dansa við nánast hvað sem er, meira að segja nýja (og leiðinlega skv. Auju mömmu) fréttastefið á Rúv. Þegar ég dansa minni ég smá á Elvis, ég kikna í hnjánum og geri alskyns mjaðmahnykki ef ég stend. Ef ég sit þá dingla ég yfirleitt hægri löppinni eða veifa með báðum höndum (kann btw alveg að vinka þegar einhver fer). Því miður þá fíla ég ekki pönk ennþá, þegar Auja mamma setti stórgott pönk á fóninn um daginn hélt ég áfram að benda á græjurnar og heimta tónlist! Auja mamma ætlar samt að kenna mér að fíla pönk seinna. Í morgun spilaði Lísa Páls prumpulagið með doktor Gunna og mér fannst það ýkt fyndið. Við Auja mamma syngjum oft, uppáhaldslagið mitt er Nú er úti norðanvindur, ég dilla mér þvílíkt þegar kemur að úmbarassa en við syngjum líka rokkútgáfuna af kalli litli könguló, fyrst á réttunni og 10 litlir indjánar sem er sænskt. Ég kann hreyfingarnar í öllum lögunum og geri þær oft með, kannski ekki alveg á réttum tíma eða á réttan hátt en það er allt í áttina. Ég er eiginlega farin að skilja að ömmur mínar og afar eiga heima í tölvunni, ég spjalla stundum við þau á netinu og sýni þeim hvað ég kann. Mér finnst þetta dálítið skrýtið en eins og margt annað þá sætti ég mig við það í bili. Fleira sem mér finnst skemmtilegt (svona fyrir utan allt sem ég ekki má) eru hálsmen og rennilásar. Allir sem eru með hálsmen eru vinir mínir. Mér finnst líka gaman að borða sjálf þó það sé smá sóðalegt en ég þarf ekki að taka til. Mér finnst líka rosa gaman að vera úti, sérstaklega á róló. Mömmur mínar fara stundum með mig að róla eða renna og ég er ekkert hrædd. Nú verð eg að fara að borða og sofa. meira síðar. |