Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
 
Um helgina fórum við í afmæli til Arnars Smára í uppsala. Hann var 2ja ára, rosa stór strákur. Hann fékk fullt af pökkum og dóti sem var ægilega spennandi. Auðvita var fullt af krökkum í afmælinu sem mér fannst rosa skemmtilegt að fylgjast með og leika við. Ég er dálítið ákveðin stundum svo hinir krakkarnir voru ekki alltaf jafnglaðir með að ég væri að leika við þau en það var svo sjaldan. Ég setti nýtt göngumet í afmælinu, fyrra metið var 8 skref en nú voru það eitthvað yfir tíu. Þau voru amk svo mörg að ég gat ekki talið þau. Arna og Karvel, mamma og pabbi Arnars Smára höfðu bakað vatnsdeigsbollur sem Emelía mamma át yfir sig af, þær voru svo góðar.

Áðan fórum við svo í öppna förskolan þar sem voru bakaðar Semlor, sem eru svona sænskar bolludagsbollur. Ég gat ekki hjálpað til að baka eða fengið að smakka því það er mjólk í Semlum svo ég var bara að leika mér við strák sem líka er með mjólkurofnæmi. Hann er svo slæmur að hann getur ekki andað ef hann fær í sig mjólk, en það hefur sem betur fer ekki komið fyrir mig enn, enda eru mömmurnar mínar voða duglegar að passa að ég fái ekki í mig mjólk.

Á fimmtudaginn koma amma og afi á brekkulæki í heimsókn til mín. Ég hlakka ægilega mikið til. Mér finnst nefninlega ofsa gaman að tala við þau á skype og þekki þau alveg. Á eftir ætla ég að fara á skansen með Auju mömmu, Måns og Pål pabba hans.