Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Þá voru amma, afi og langamma að fara heim aftur. Við fylgdum þeim á flugrútuna, það var voða leiðinlegt að kveðja þau. Ég var veik í gær þannig að ég vildi ekkert leika við þau þá, bara kúra hjá mömmu og sofa í fanginu á henni. Alla hina dagana fannst mér þau samt rosa skemmtileg og við vorum alltaf að leika. Við fórum m.a. á skansen að sjá dýrin og ég fékk að sjá fullt af öpum og fiskum sem ég sá ekki síðast. Mér fannst hákarlinn mjög skemmtilegur. Myndir af því síðar. Svo vorum við að leika í sandkassanum og fá okkur kaffi úti þegar veðrið var gott. Ég fékk fullt af afmælispökkum, buxur, pils og peysur frá langömmu og bíl og slæðu og bækur og geisladisk og ég veit ekki hvað frá ömmu og afa og síðan fullt af fötum. Ég er búin að fylla á fatalagerinn minn sem var að verða tómur fyrir mánuði því ég er búin að stækka svo mikið. Í dag ætla ég að taka því rólega af því að ég var slöpp í gær svo ég kemst ekki á kaffihús með Lolu eins og ég hafði hugsað mér. Ætla að hitta hana eftir páska bara. |