Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, október 09, 2007
 
Við biðjumst velvirðingar á því að hafa ekki skrifað í langan tíma. Ég veit það er engin afsökun, en við höfum verið alveg andlausar í skrifum en samt alveg á fullu að koma lífinu í rétt horf eftir Ameríkuferðina.

Íslandsferðin var yndisleg. Ég var nú bara í 8 daga en stelpurnar í 3 vikur. Ég var búin að óska mér rigningu og skítaveðurs á Íslandi eftir að hafa verið í steikjandi hita í Ameríku í 3 mánuði, og ósk mín var uppfyllt. Það rigndi hvern einasta dag sem ég var á landinu og mest allan tímann sem stelpurnar voru! Samt kýs ég íslenskt veður fram yfir amerískt.
Að vanda vörðum við tímanum í að heimsækja ættingja og vini. Skruppum tvisvar austur og náðum að heimsækja allar ömmur og afa og fleiri. Við þökkum kærlega fyrir allar veitingar og yndislegheit.

Ég borðaði vanalega pylsur í morgunmat og reyndi að grípa í annan skyndibita á öðrum tímum. Ísland og Ameríka eiga það samaeiginlegt þó að þar er sko góður skyndibiti og margir möguleikar í boði, annað en í Svíþjóð. Því verður maður að gípa tækifærið þegar það gefst.

Auður hélt síðan upp á þrítugs afmælið sitt laugardaginn 8. sept heima hjá mömmu sinni og Þorvarði. Það var ofsalega vel heppnuð veisla, mjög vel mætt úr báðum okkar fjölskyldum og allir vinir sem voru á landinu komu. Við hertókum húsið fram á kvöld og fórum síðan mörg saman niður í bæ og kíktum á tvo staði en við Auður höfum nú ekki verið úti í Reykjavík í mörg ár. Þetta var heljarinnar skemmtun og var Auður afskaplega ánægð með daginn, svo ánægð að hún hélt aftur upp á afmælið sitt vikuna eftir (á afmælisdaginn sinn, 15. sept) í Stokkhólmi fyrir Íslendingakjarnann okkar og stelpur úr vinnunni.

Auður og Anna Eir brölluðu fullt á Íslandi áður en ég kom. Þær voru m.a. í sumarbústaðnum hjá tengdó (Heiðrúnu og Magga) en Maggi var að stíflu sem á að framleiða rafmagn fyrir sumarbústaðinn þeirra.
Þær fóru líka á ættarmót á Mýrunum hjá fjölskyldu Auðar ömmu hennar Auðar.
Anna Eir fékk vanalega að ganga laus í bakgarðinum hjá mömmu og pabba á Álfhólsvegi og tína sér jarðaber, rifsber og rífa upp gulrætur. Þetta hefur verið hið mesta ævintýri fyrir hana því hún tínir öll ber af trjánum hérna fyrir utan hjá okkur. Við höfum ekki hugmynd um hvaða ber þetta eru og bönnum henni því að borða þau en hún tínir og tínir þrátt fyrir það.

9. sept fórum við svo í skírnarveislu. Dóttir Kötu og Ara var skírð Ásta Kristín eftir ömmum sínum. Ásta eftir mömmu hans Ara og Kristín eftir Önnu Kristínu mömmu Kötu.

Við setjum inn myndir bráðlega.