Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, janúar 13, 2008
Anna Eir er að hressast og fer í leikskólann á mánudaginn. Við fórum því út að versla í gær m.a. Bubbi Byggir dót en Anna Eir átti inni jólagjöf. Við keyptum okkur líka nýjan shoppingvagn (gömlukonuinnkaupapoki á hjólum) því okkar gamla var stolið í afar undarlegu innbroti. Fyrir jól var nefninlega brotist inn í geymsluna okkar. Hún er ásamt geymslum annarra íbúa húsanna hér í kring í stórri blokk hér nálægt. Geymslurnar eru gerðar úr hænsnaneti sem er neglt á trégrind, sumsé ekki mjög rammgerðar. Þegar við ætluðum að sækja ferðatöskurnar okkar út í geymslu fyrir íslandsferðina okkar um jólin var búið að klippa á keðjuna og brjóta lásinn sem við notuðum til að læsa henni. Þarna inni vorum við með 4 rándýrar samsonite ferðatöskur, nánast ónotaðan og skítdýran barnabílstól, gamla en góða skíðaklossa og ýmislegt annað verðmætt. Þjófarnir litu hins vegar ekki við þessu dóti en stálu í staðin glerskermi af gömlum IKEA standlampa + perustæði, litlum málmskermi af lesljóshluta sama lampa og útjöskuðum, ískrandi, gömlum og ljótum shoppingvagni. Afar undarleg hegðun. Þar að auki voru þeir greinilega með klippur til að klippa á þykku keðjuna okkar en notuðu sér ekki auma hænsnanetið. Mjög skrýtið að hafa fyrir því að klippa sundur keðju og lás og stela síðan því alla verðlausasta í geymslunni. Ég hef áður lent í innbroti en þá var brotist inn hjá mér og mínum fyrrverandi þegar ég var í háskóla íslands, og hvolft úr ýmsum ílátum en ekkert tekið nema nokkrir geisladiskar, bjór og playboyblöð. Líka afar undarlegt. Þeir sem brjótast inn hjá stúdentum eru kannski ekkert svo klárir. |