Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
föstudagur, janúar 18, 2008
Jæja þá erum við allar að hressast. Önnu Eir tókst nefninlega að smita mömmurnar sínar sem eru búnar að vera hóstandi og með horið rennandi alla vikuna. Anna Eir fór aftur á leikskólann á þriðjudaginn og er búin að vera svolítið treg að fara þangað og lítil í sér. Hún hefur ekki verið með bleyju á leikskólanum núna og hefur verið rosa dugleg að pissa í koppinn þar, ekkert slys enn. Á morgun í hádeginu ætlar Marja að passa Önnu Eir og mömmurnar ætla í badminton, algjör lúxus. Marja er vinnufélagi Emelíu og alveg óð í að passa Önnu. |