Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, janúar 23, 2008
 
Á mánudaginn hringdi ég í fyrirtæki sem sérhæfir sig í að útrýma skordýrum og sendu þeir mér tvær litlar pappakassagildrur með agni (lítil pilla sem lyktaði soldið af lakkrís). Mér fannst nú ekki beint merkilegt að að fá bara gildrur, vildi náttúrulega helst að hingað kæmi maður í geimfarabúningi og leitaði uppi hvert einasta kvikindi en það gerir maður víst ekki þegar um eins meinlaus dýr eins og silfurskottur er að ræða. Gildrurnar setti ég inn í skáp og þar fá þær að vera í 2 mánuði. Nú mun ég setja allt aftur inn í skápinn en verð samt áfram á varðbergi.

Ég er að blogga því ég er heima í dag. Anna Eir var með ræpu í gær, nótt og í morgun. Litla skinnið. Þessi leikskóli er greinilega algjört pestabæli og ekki hæfandi svona prinsessum eins og henni.

Auður mun vera á ráðstefnu í Dubrovnik í Króatíu 29. maí til 4. júní og ætlum við Anna Eir að fara með henni. Ég varð bara að segja ykkur frá þessu því ég er orðin svo spennt að fara. Við höfum aldrei komið til Króatíu en af myndunum að dæma þá er afskaplega fallegt þarna og svo er þægilega hlýtt á þessum tíma.