Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 03, 2008
 
Aujan mín fór frá okkur í dag, en hún er væntanleg aftur á mánudaginn. Hún skrapp aðeins til Spánar til að vera viðstödd brúðkaup hjá Lola vinkonu sinni á morgun. Það eru allavega 2 aðrir samdoktorsnemar Auðar sem fara, sem hlýtur að benda til þess að laun doktorsnema í Svíþjóð eru óhóflega há :)
Annars gengur líf Auðar að miklum hluta út á doktorsritgerðina og seinustu greinina sem hún ætlar að hafa með í ritgerðinni. Þetta er allt að koma hjá henni en hefur hún verið afskaplega dugleg og mjög lítið stressuð. Ritgerðin á að fara inn í prufuprentun á þriðjudaginn og viku síðar verður hún prentuð fyrir almenning.

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á að ljóstra upp um kynið á unga litla, þið hafið verið svo dugleg að giska. Því miður er kommentakerfið okkar niðri núna en ég man glögglega að flestir giskuðu á strák og verð ég að hryggja ykkur með því að þið töpuðuð illilega. Ungi litli er gullfalleg og spræk stelpa. Ungi litli veifaði til okkar, hreyfði alla útlimi, snéri sér og drakk vatn í sónarmælingunni. Þvílíkt sem litla stelpan okkar var falleg.