Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 18, 2008
 
Sælir kæru lesendur!
Ég vil bara þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og kveðjurnar í gær. Nú er ég loksins orðin 32 ára en ég er búin að tilkynna fólki það í marga mánuði að ég sé 32. Ætli ég fari þá ekki bráðlega að svara að ég sé 33.
Það var örlítið kaffi og kökur á Álfhólsveginum sem við mamma og Auður gerðum og sem betur fer var nánast allt borðað.
Nú er bara ein vika þar til við förum heim til Svíþjóðar og ég held ég geti svarað fyrir okkur allar að okkur langi nú að vera lengur hérna. Það eru allir svo góðir við okkur. Þá er bara um að gera fyrir þau ykkar sem viljið hitta okkur að koma í heimsókn á Álfhólsveginn.