Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, apríl 02, 2009
 
Loksins, loksins! Sænska þingið samþykkti í gær lög um ókynbundið hjónaband (könsneutral äktenskap). Síðan 1994 hefur samkynhneigðum í Svíþjóð gefist kostur á að skrá sig í staðfesta samvist (registrerat partnerskap) en frá og með 1. maí í ár sitja samkynhneigðir og ósamkynhneigðir við sama borð. Mér finnst þessar breytingar í sjálfu sér ekki merkilegar nema að því leyti að það það sé fyrst núna 2009 sem réttlætið sér dagsins ljós. Hver er fucking munurinn á að vera samkynhneigður og ósamkynheigður. Mér finnst allavega ósamkynhneigðir ekkert verri en ég.

Seinasta laugardag mæltum við okkur mót við Andreas (billjardfélagi okkar) og son hans, Samúel, á þrælskemmtilegum róluvelli. Anna Eir var rosaleg á trampólíninu, skiptist á við 12 ára strák að hoppa. Við ætluðum að grilla okkur pylsur og hafa smá útilegufíling þegar við mættum en það kom ekki hiti í einnota-drasl-grillið fyrr en klukkutíma eftir áætlum og var það einungis skátahæfileikum og þrjóskunni í Auði að þakka.

Á mánudaginn fórum við með Írisi (1,5 ára íslensk stelpa á deildinni hennar Önnu Eirar) og Huldu mömmu hennar að gefa öndunum brauð við Ulriksdalsslott. Við reyndum líka að fara seinasta föstudag í leiðinlegu veðri en þá voru endurnar að heiman.

Vorið er hugsanlega komið til okkar, allavega var peysuveður í gær og í dag. Við lékum því við nágrannakrakkana og vorum með kaffitímann úti, voða kósí.

Maggý Nóa fór í skoðun til læknis í gær. Hann potaði í hana á mörgum stöðum og var mjög ánægður með stúlkuna. Maggý var 5265 g og 57,5 cm og hefur því þyngst um 1510 g og lengst um 6,5 cm síðan fæðingu sem gerir um 200 g og 1 cm á viku. Anna Eir og Maggý fæddust nánast jafn þungar og langar. Núna er Maggý komin með ágætis fellingar á lærin og bulldog kinnar en á sama tíma var Anna Eir 5510 g og 60 cm og ældi samt eins og múkki.

Við Auður erum örmagna í dag. Við fórum nefnilega í badminton í morgun, önnur okkar þarf soldið á hreyfingu að halda eftir óléttuna. Maggý Nóa var með okkur og svaf allan tímann eins og við stíluðum inn á, vonum að hún verði eins stillt í næstu skipti.
Þrátt fyrir orkuleysið tók Auður upp á því að ljúka við barnakjól sem hún byrjaði á í saumi þegar hún var 13 ára. Kjóllinn hefur legið í næstum 20 ár uppi í skáp og tók það hana einungis 5 mínútur að leggja síðustu hönd á hann.

Kíkið endilega á nýjar myndir