Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júní 03, 2009

mánudagur, júní 01, 2009

sunnudagur, maí 31, 2009
 
Einn morgunn fyrir um þremur vikum skrapp ég í badminton með Auði og svo borðuðum við hádegismat saman. Þegar ég kom heim var heljarinnar brunalykt í íbúðinni. Ég rauk beint inn í eldhús og sá að pastapotturinn, sem hafði staðið á eldavélinni fullur af vatni frá kvöldinu áður, var tómur og kolsvartur að innan. Líklegasta skýringin á þessu óhappi er að einhver hafi rekið sig í takkann á eldavélinni (líklega ég) eða að húsvörðurinn okkar hafi laumast inn eftir að við fórum og reynt að kveikja í. Það var allavega athyglisvert að það kveiknaði akkúrat á hellunni með pottinum. Íbúðin lyktaði ógeðslega í 2-3 sólarhringa og var ég með skálar með ediki út um allt (gamalt húsráð). Lífi pottarins tókst hins vegar ekki að bjarga.

Í seinstu viku fórum við ásamt Örnu, Karvel og strákunum þeirra suður í ”Astrid Lindgrens värld”, sem er nokkuð stór skemmtigarður með húsum fígúranna í bókum Astridar, stöðugum leikritum auk annarra afþreyinga. Við vorum þarna í tvo heila daga og skemmtum okkur öll mjög vel þrátt fyrir skúrina báða dagana. Anna Eir er alveg heltekin af sögum og sat því alveg límd þegar leikritin voru í gangi. Lína langsokkur (fullt nafn Pippilotta Viktualia Rullgardina Krusmynta Efraimsdotter Långstrump) var auðvitað vinsælust og hápunktur ferðarinnar (og kannski ævi hennar) var þegar fyrirmyndir hennar, Lína, tók utan um hana svo ég gæti tekið mynd af þeim saman. Í ferðinni gistum við í tveggja hæða krúttlegu húsi á ofsalega fallegum sveitabæ og út um eldhúsgluggann blasti við stærsti hlynur Svíþjóðar. Á kvöldin þegar börnin voru sofnuð spilaði fullorðna fólkið langt fram eftir og var ég sú eina sem vann aldrei.
Eftir þetta ókum við Auður og stelpurnar hálfa leið til Stokkhólms, gistum í Norrköping og eyddum öllum mánudeginum í dýragarðinum í Kolmården. Þar fórum við m.a. í safari þar sem við keyrðum í gegn hjá dýrunum. Það var ótrúleg lífsreynsla að hafa strúta og gíraffa 3 metra frá bílnum. Höfrungasýningin þeirra var líka frábært en restin af deginum fór bara í að dunda sér í gegnum garðinn.
Þetta 5 daga ferðalag var fyrsta ferðalag okkar Auðar, Önnu Eirar og Maggýjar Nóu og gékk það alveg glymrandi vel. Það var ekkert rifist og stelpurnar voru til fyrirmyndar í bílnum, en það var ekki alveg fyrirséð að Anna Eir myndi vera svona góð, eitt stykki video ipod getur greinilega bjargað öllu.

Og glóðheitar fréttir. Heimilislæknirinn okkar hringdi í okkur í gær, Anna Eir er með birkifrjókornaofnæmi. Ætlar þessum ofnæmum ekki að linna. Okkur grunaði þetta um daginn þegar Anna Eir var búin að vera með eitthvað í augunum í tvær vikur og stíflað nef. Greyið litla ofnæmisstelpan okkar. Hún er hins vegar ekki með ofnæmi fyrir köttum, hundum, hestum, ryki og myglu.